Vífguma, unnust, bur og vin meðal hýryrða Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Gleðigangan 2014 Vísir/Valli Niðurstöður úr Hýryrðum 2015, nýyrðasamkeppni Samtakanna 78 voru kynntar á mánudag á degi íslenskrar tungu. Hátt í 400 orð bárust dómnefndinni sem var skipuð bæði einstaklingum úr fræðasamfélaginu og fólki úr hinsegin samfélaginu. „Frá upphafi reyndum við að detta ekki í þann farveg að það yrði að vera eitthvert orð sem stæði upp úr,“ sagði Unnsteinn Jóhannsson, einn skipuleggjenda Hýryrða, þegar tillögurnar voru kynntar á mánudaginn.Unnsteinn JóhannssonFréttablaðið/Vilhelm„Ástæðan er sú að það hefði myndað óþarfa pressu og væntingar sem hefði getað valdið því að í dag værum við að skila orðum sem engin væru í raun sátt við,“ sagði hann. Unnsteinn segir að með Hýryrðum sé ekki verið að þvinga neinn til að nýta sér nýyrðin heldur væru þau tillögur að orðum í íslenska tungu. Hver og einn á rétt á að skilgreina sjálfan sig og beita skilgreiningum eftir eigin höfði,“ segir Unnsteinn. Dómnefndin leitaði eftir tillögum að íslenskum orðum yfir ýmis konar kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. „Við teljum að Hýryrði hafi vakið góða athygli og einmitt opnað umræðuna,“ segir hann.Alda VilliljósAlda VilliljósAlda Villiljós er eitt þeirra sem átti hugmyndina að Hýryrðum. Hán er ánægt með tillögur dómnefndar sem snúa að kynhlutlausum fornöfnum og öðrum orðaflokkum. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem skilgreinum okkur ekki sem karlkyn eða kvenkyn því að annars passa þessu hefðbundnu orð ekki við. Ef það eru ekki til orð sem að passa í orðaforðann þá er í raun verið að úthýsa okkur úr samfélaginu,“ segir hán. Alda segir íslenskan orðaforða gera ráð fyrir of miklum kynjuðum orðum, tvíhyggjan ræður ríkjum. „Ég bjó erlendis í nokkur ár og stór hluti af því að ég vildi ekki flytja til baka var að það voru ekki til orð fyrir mig í orðaforðanum.“ Hán bjó í Svíþjóð og þá voru öll kynlausu fornöfnin að koma inn og allir þekktu til þeirra. Alda segir að þetta hafi gerst hægt í Svíþjóð en fornöfn á borð við hán eða hen á sænsku hafi verið innleitt inn í orðabók fyrir nokkrum árum. Hán segir að einstaklingar innan málvísindasamfélagsins hafi tekið afar vel í að innleiða þessa nýjung í orðaforðanum. „Mín reynsla er að flestir eru jákvæðir en skiljanlega finnst sumum það erfitt að taka upp nýjan orðaforða. Erfiðasta þetta ókyngreinda tungumál eru lýsingarorðin útaf því að fólki finnst svo erfitt að tala um einhvern í hvorugkyni. Það er náttúrulega bara vani og það tók mig til dæmis langann tíma að venjast því.“ Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Niðurstöður úr Hýryrðum 2015, nýyrðasamkeppni Samtakanna 78 voru kynntar á mánudag á degi íslenskrar tungu. Hátt í 400 orð bárust dómnefndinni sem var skipuð bæði einstaklingum úr fræðasamfélaginu og fólki úr hinsegin samfélaginu. „Frá upphafi reyndum við að detta ekki í þann farveg að það yrði að vera eitthvert orð sem stæði upp úr,“ sagði Unnsteinn Jóhannsson, einn skipuleggjenda Hýryrða, þegar tillögurnar voru kynntar á mánudaginn.Unnsteinn JóhannssonFréttablaðið/Vilhelm„Ástæðan er sú að það hefði myndað óþarfa pressu og væntingar sem hefði getað valdið því að í dag værum við að skila orðum sem engin væru í raun sátt við,“ sagði hann. Unnsteinn segir að með Hýryrðum sé ekki verið að þvinga neinn til að nýta sér nýyrðin heldur væru þau tillögur að orðum í íslenska tungu. Hver og einn á rétt á að skilgreina sjálfan sig og beita skilgreiningum eftir eigin höfði,“ segir Unnsteinn. Dómnefndin leitaði eftir tillögum að íslenskum orðum yfir ýmis konar kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. „Við teljum að Hýryrði hafi vakið góða athygli og einmitt opnað umræðuna,“ segir hann.Alda VilliljósAlda VilliljósAlda Villiljós er eitt þeirra sem átti hugmyndina að Hýryrðum. Hán er ánægt með tillögur dómnefndar sem snúa að kynhlutlausum fornöfnum og öðrum orðaflokkum. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem skilgreinum okkur ekki sem karlkyn eða kvenkyn því að annars passa þessu hefðbundnu orð ekki við. Ef það eru ekki til orð sem að passa í orðaforðann þá er í raun verið að úthýsa okkur úr samfélaginu,“ segir hán. Alda segir íslenskan orðaforða gera ráð fyrir of miklum kynjuðum orðum, tvíhyggjan ræður ríkjum. „Ég bjó erlendis í nokkur ár og stór hluti af því að ég vildi ekki flytja til baka var að það voru ekki til orð fyrir mig í orðaforðanum.“ Hán bjó í Svíþjóð og þá voru öll kynlausu fornöfnin að koma inn og allir þekktu til þeirra. Alda segir að þetta hafi gerst hægt í Svíþjóð en fornöfn á borð við hán eða hen á sænsku hafi verið innleitt inn í orðabók fyrir nokkrum árum. Hán segir að einstaklingar innan málvísindasamfélagsins hafi tekið afar vel í að innleiða þessa nýjung í orðaforðanum. „Mín reynsla er að flestir eru jákvæðir en skiljanlega finnst sumum það erfitt að taka upp nýjan orðaforða. Erfiðasta þetta ókyngreinda tungumál eru lýsingarorðin útaf því að fólki finnst svo erfitt að tala um einhvern í hvorugkyni. Það er náttúrulega bara vani og það tók mig til dæmis langann tíma að venjast því.“
Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira