Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2015 18:30 Þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi eftir viku snýst um að Grikkir haldi virðingu sinni, voninni og lýðræðinu að mati forsætisráðherra landsins. Grikkir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgun á láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag og bankar í landinu verða lokaðir á morgun. Seðlabanki Evrópu ætlar að halda áfram að útvega Seðlabanka Grikklands lausafé en mun ekki fjármagna 1,6 milljarða evra afborgun á láni landsins til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag. Gríska þingið samþykkti með drjúgum meirihluta atkvæða s.l. nótt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldamál þjóðarinnar eftir slétta viku. Grikkir eru á barmi þjóðargjaldþrots eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra við lánadrottna í Brussel í gær. Gríska þingið kom saman til þingfundar í gærdag og stóð fundurinn fram á nótt. Stjórnarandstaðan sem aðallega eru vinstriflokkar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna glapræði þar sem hún muni ekki snúast um tiltekin lánapakka. „Gríska þjóðin hefur verið kölluð til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hún segi já eða nei við Evrópu og evruna. En ég hef sagt frá upphafi og vil ítreka það mjög ítarlega nú að Grikkir vilja tilheyra hjarta Evrópu,“ sagði Antonis Samaras formaður Nýja lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins á þingfundi í nótt. Þótt almenningur í Grikklandi sé fremur hlynntur Evrópusambandinu og evrunni eru margir sammála Alexis Tsapris forsætisráðherra um að skilyrði lánadrottna séu of ströng og niðurlægjandi fyrir þjóðina. Það ríkir hins vegar ótti um framhaldið og því hafa verið langar biðraðir við hraðbanka landsins af hræðslu við að bankarnir tæmist eða höft verði sett á hversu mikið má taka út úr þeim. Forsætisráðherrann segir landið þar sem lýðræðið fæddist ekki láta fjármálaráðherra Þýskalands eða framkvæmdastjóra evrusamstarfsins segja sér fyrir verkum. Þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram hvað sem félagar Grikklands í Evrópusambandinu segi og farið verði eftir niðurstöðu hennar. „Þetta snýst um að velja virðinguna, vonina og áframhald lýðræðis. Komandi kynslóðir eiga þetta inni hjá okkur og við skuldum grísku þjóðinni sem fært hefur miklar fórnir til að verja sjálfstæði þjóðarinnar að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Þetta er frjálst fólk. Til að við getum haldið áfram að vera stolt og lýðræðisleg munum við mæta áskorunum þessarar baráttu. Baráttu sögunnar og framtíðar fólksins í landinu sem á skilið að eiga sér von,“ sagði Tsapris og uppskar mikið lófaklapp stuðningsmanna sinna. Að lokum voru greidd atkvæði um tillögu forsætisráðherra um að setja nýjustu lánaskilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí og var hún samþykkt með 178 atkvæðum gegn 120. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi eftir viku snýst um að Grikkir haldi virðingu sinni, voninni og lýðræðinu að mati forsætisráðherra landsins. Grikkir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgun á láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag og bankar í landinu verða lokaðir á morgun. Seðlabanki Evrópu ætlar að halda áfram að útvega Seðlabanka Grikklands lausafé en mun ekki fjármagna 1,6 milljarða evra afborgun á láni landsins til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudag. Gríska þingið samþykkti með drjúgum meirihluta atkvæða s.l. nótt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldamál þjóðarinnar eftir slétta viku. Grikkir eru á barmi þjóðargjaldþrots eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra við lánadrottna í Brussel í gær. Gríska þingið kom saman til þingfundar í gærdag og stóð fundurinn fram á nótt. Stjórnarandstaðan sem aðallega eru vinstriflokkar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna glapræði þar sem hún muni ekki snúast um tiltekin lánapakka. „Gríska þjóðin hefur verið kölluð til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hún segi já eða nei við Evrópu og evruna. En ég hef sagt frá upphafi og vil ítreka það mjög ítarlega nú að Grikkir vilja tilheyra hjarta Evrópu,“ sagði Antonis Samaras formaður Nýja lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins á þingfundi í nótt. Þótt almenningur í Grikklandi sé fremur hlynntur Evrópusambandinu og evrunni eru margir sammála Alexis Tsapris forsætisráðherra um að skilyrði lánadrottna séu of ströng og niðurlægjandi fyrir þjóðina. Það ríkir hins vegar ótti um framhaldið og því hafa verið langar biðraðir við hraðbanka landsins af hræðslu við að bankarnir tæmist eða höft verði sett á hversu mikið má taka út úr þeim. Forsætisráðherrann segir landið þar sem lýðræðið fæddist ekki láta fjármálaráðherra Þýskalands eða framkvæmdastjóra evrusamstarfsins segja sér fyrir verkum. Þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram hvað sem félagar Grikklands í Evrópusambandinu segi og farið verði eftir niðurstöðu hennar. „Þetta snýst um að velja virðinguna, vonina og áframhald lýðræðis. Komandi kynslóðir eiga þetta inni hjá okkur og við skuldum grísku þjóðinni sem fært hefur miklar fórnir til að verja sjálfstæði þjóðarinnar að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Þetta er frjálst fólk. Til að við getum haldið áfram að vera stolt og lýðræðisleg munum við mæta áskorunum þessarar baráttu. Baráttu sögunnar og framtíðar fólksins í landinu sem á skilið að eiga sér von,“ sagði Tsapris og uppskar mikið lófaklapp stuðningsmanna sinna. Að lokum voru greidd atkvæði um tillögu forsætisráðherra um að setja nýjustu lánaskilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí og var hún samþykkt með 178 atkvæðum gegn 120.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga. 27. júní 2015 21:02
Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27