Starfsmenn NASA segja að þrátt fyrir það séu nægar birgðir af mat og nauðsynjum um borð í geimstöðinni. Birgðirnar munu þó duga fram í október. Ekki liggur fyrir hvers vegna flaugin sprakk.
The vehicle experienced an anomaly on ascent. Team is investigating. Updates to come.
— SpaceX (@SpaceX) June 28, 2015
Sjá einnig: Tókst næstum því að lenda geimflaug
Space X segir að geimskotið hafi gengið vel, þar til flaugin náði hljóðhraða. Þetta átti að vera þriðja tilraun fyrirtækisins til að lenda Falcon 9 flaug á pramma í Atlantshafinu. Brak úr geimflauginni er sagt hafa lent í Atlantshafinu.
Watched #Dragon launch from @space_station Sadly failed Space is hard Teams assess below @NASAKennedy #YearInSpace pic.twitter.com/myi3col5Ix
— Scott Kelly (@StationCDRKelly) June 28, 2015

NASA reiðir sig nú á einkafyrirtæki til að flytja birgðir, og seinna meir geimfara, til geimstöðvarinnar eftir að notkun geimskutlanna var hætt árið 2011. Áður en þetta slys varð hafði SpaceX sent sjö geimför til geimstöðvarinnar og öll skotin höfðu heppnast vel.