Spánverjar sendu heimamenn út úr Evrópumótinu eftir spennuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 17:33 Pau Gasol í baráttunni við Dirk Nowitzki í leiknum. Vísir/Getty Spánn vann eins stigs sigur á Þýskalandi, 77-76, í æsispennandi síðasta leik liðanna í B-riðli okkar Íslendinga en Þjóðverjar unnu þar með bara Ísland á Evrópumótinu og eru úr leik. Spánn er eins og er í þriðja sæti riðilsins á eftir Ítalíu en vinni Tyrkir Ísland á eftir þá komast Spánverjar upp í 2. sætið á betri árangri í innbyrðsleikjum við Ítalíu og Tyrkland.Evrópumótið er eflaust talsverð vonbrigði fyrir Dirk Nowitzki og það er óhætt að segja að hugsanleg kveðjustund hans með landsliðinu hafi ekki verið merkilega. Þýska liðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum og Dirk Nowitzki var í hálfgerðu aukahlutverki og alls ekki að spila vel. Dennis Schröder var besti maður þýska liðsins í mótinu en hann var með 26 stig og 7 stoðsendingar í kvöld. Dennis Schröder klikkaði hinsvegar á víti í lokin, víti sem hefði fært liðinu framlengingu ef að það hefði farið niður. Pau Gasol er hinsvegar að halda uppi sínu liði en þessi frábæri leikmaður var með 16 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Þjóðverjum í kvöld. Bakvörður leikreyndi Sergio Rodriguez átti líka sinn besta leik í mótinu og var stigahæstur með 19 stig.Dirk Nowitzki setti niður fyrsta skotið sitt og Þjóðverjar komust í 5-2 í byrjun leiks en Spánverjar svöruður með 7-0 spretti og voru eftir það skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Þýska liðið átti hinsvegar lokaorðið í leikhlutanum þegar Robin Benzing smellti niður þristi og kom Þjóðverjum í 20-18 rétt áður en fyrsti leikhlutinn rann út. Þjóðverjar komust fjórum stigum yfir í byrjun annars leikhluta en þá stigu Spánverjar aftur á bensíngjöfuna og tóku frumkvæðið á ný. Tvær tilþrifatroðslur Tibor Pleiss hjálpuðu Þjóðverjum að hanga í spænska liðinu og endanum voru Spánverjar bara með þriggja stiga forystu í hálfleik, 41-38.Sergio Rodriguez átti mjög góðan annan leikhluta og skoraði þar 10 af 23 stigum spænska liðsins. Paul Gasol var farinn að gæla við þrennuna enda kominn með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Munurinn fór niður í eitt stig í upphafi seinni en Spánverjar höfðu frumkvæðið og voru komnir sjö stigum yfir um miðjan hálfleikinn. Nú héldu Spánverjar áfram og juku muninn upp í tólf stig, 60-48, fyrir lok þriðja leikhlutans. Spánverjar voru tíu stigum yfir, 68-58, þegar fimm mínútur voru eftir en þá kom góður sprettur hjá þýska liðinu og munurinn fór niður í fjögur stig, 70-66, sem kveikti heldur betur í þýskum áhorfendum í stúkunni. Sergio Rodriguez setti þá niður mikilvægan þrist og hver þýska sóknin á fætur annarri fór út í eitthvað bull. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp. Dirk Nowitzki minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga körfu, 73-69, og Maodo Lo kom honum niður í eitt stig, 73-72, með hraðaupphlaupsþristi þegar aðeins 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Sergio Llull fékk tvö víti þegar 16,7 sekúndur voru eftir, skoraði úr báðum og kom Spánverjum þremur stigum yfir, 75-72. Spánverjar sendu Dennis Schröder hinsvegar á vítalínuna í stað þess að fá á sig þrist.Dennis Schröder nýtti bæði og munurinn var aftur eitt stig, 75-74, þegar 9,4 sekúndur voru eftir. Sergio Llull fékk aftur tvö víti, 7,9 sekúndur fyrir leikslok og setti bæði niður. Dennis Schröder hafði tíma til að keyra fram og fá þrjú víti þegar 3,8 sekúndur voru eftir. Schröder hitti úr tveimur fyrstu en ekki því síðasta og Pau Gasol náði frákastinu sem vann leikinn. EM 2015 í Berlín Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Spánn vann eins stigs sigur á Þýskalandi, 77-76, í æsispennandi síðasta leik liðanna í B-riðli okkar Íslendinga en Þjóðverjar unnu þar með bara Ísland á Evrópumótinu og eru úr leik. Spánn er eins og er í þriðja sæti riðilsins á eftir Ítalíu en vinni Tyrkir Ísland á eftir þá komast Spánverjar upp í 2. sætið á betri árangri í innbyrðsleikjum við Ítalíu og Tyrkland.Evrópumótið er eflaust talsverð vonbrigði fyrir Dirk Nowitzki og það er óhætt að segja að hugsanleg kveðjustund hans með landsliðinu hafi ekki verið merkilega. Þýska liðið tapaði fjórum síðustu leikjum sínum og Dirk Nowitzki var í hálfgerðu aukahlutverki og alls ekki að spila vel. Dennis Schröder var besti maður þýska liðsins í mótinu en hann var með 26 stig og 7 stoðsendingar í kvöld. Dennis Schröder klikkaði hinsvegar á víti í lokin, víti sem hefði fært liðinu framlengingu ef að það hefði farið niður. Pau Gasol er hinsvegar að halda uppi sínu liði en þessi frábæri leikmaður var með 16 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Þjóðverjum í kvöld. Bakvörður leikreyndi Sergio Rodriguez átti líka sinn besta leik í mótinu og var stigahæstur með 19 stig.Dirk Nowitzki setti niður fyrsta skotið sitt og Þjóðverjar komust í 5-2 í byrjun leiks en Spánverjar svöruður með 7-0 spretti og voru eftir það skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Þýska liðið átti hinsvegar lokaorðið í leikhlutanum þegar Robin Benzing smellti niður þristi og kom Þjóðverjum í 20-18 rétt áður en fyrsti leikhlutinn rann út. Þjóðverjar komust fjórum stigum yfir í byrjun annars leikhluta en þá stigu Spánverjar aftur á bensíngjöfuna og tóku frumkvæðið á ný. Tvær tilþrifatroðslur Tibor Pleiss hjálpuðu Þjóðverjum að hanga í spænska liðinu og endanum voru Spánverjar bara með þriggja stiga forystu í hálfleik, 41-38.Sergio Rodriguez átti mjög góðan annan leikhluta og skoraði þar 10 af 23 stigum spænska liðsins. Paul Gasol var farinn að gæla við þrennuna enda kominn með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Munurinn fór niður í eitt stig í upphafi seinni en Spánverjar höfðu frumkvæðið og voru komnir sjö stigum yfir um miðjan hálfleikinn. Nú héldu Spánverjar áfram og juku muninn upp í tólf stig, 60-48, fyrir lok þriðja leikhlutans. Spánverjar voru tíu stigum yfir, 68-58, þegar fimm mínútur voru eftir en þá kom góður sprettur hjá þýska liðinu og munurinn fór niður í fjögur stig, 70-66, sem kveikti heldur betur í þýskum áhorfendum í stúkunni. Sergio Rodriguez setti þá niður mikilvægan þrist og hver þýska sóknin á fætur annarri fór út í eitthvað bull. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp. Dirk Nowitzki minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga körfu, 73-69, og Maodo Lo kom honum niður í eitt stig, 73-72, með hraðaupphlaupsþristi þegar aðeins 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Sergio Llull fékk tvö víti þegar 16,7 sekúndur voru eftir, skoraði úr báðum og kom Spánverjum þremur stigum yfir, 75-72. Spánverjar sendu Dennis Schröder hinsvegar á vítalínuna í stað þess að fá á sig þrist.Dennis Schröder nýtti bæði og munurinn var aftur eitt stig, 75-74, þegar 9,4 sekúndur voru eftir. Sergio Llull fékk aftur tvö víti, 7,9 sekúndur fyrir leikslok og setti bæði niður. Dennis Schröder hafði tíma til að keyra fram og fá þrjú víti þegar 3,8 sekúndur voru eftir. Schröder hitti úr tveimur fyrstu en ekki því síðasta og Pau Gasol náði frákastinu sem vann leikinn.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira