Arnar: Besti maður Íslands á þessu móti eru stuðningsmennirnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 16:30 Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í Berlín. Vísir/Valli Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu strákanna í gær þrátt fyrir tap á móti Spáni. „Við spiluðum góðan körfubolta. Við mættum Serbíu sem var í úrslitum á HM og daginn eftir vorum við að mæta liði sem er talið vera annað besta lið heims," sagði Arnar Guðjónsson eftir leikinn í gær. „Við spiluðum rosalega vel en okkur er farið virkilega að eygja fyrir sigri og það er alveg kominn tími á hann. Við erum að spila mjög vel en okkur vantar þennan sigur. Vonandi kemur hann á morgun (í dag)," sagði Arnar en framundan er lokaleikur íslenska liðsins á Evrópumótinu sem verður á móti Tyrkjum í kvöld. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum bestu körfuboltaþjóðir í heimi en við höfum samt sem áður spilað gríðarlega vel á mótinu. Fyrri hálfleikarnir á móti Serbum og Spánverjum voru sem dæmi frábærir," sagði Arnar. „Vonandi náum við góðum 40 mínútum á móti Tyrkjum sem eru líka mjög góðir. Þeir eru ekki alveg jafngóðir og Spánn og Serbíu en hörkulið," sagði Arnar. Íslensku strákarnir hafa fengið vel að kynnast þeirri taktík mótherjanna að ráðast á íslenska teiginn. „Það fara allir inn í teig á móti Íslendingum. Ef liðin gera það ekki þá á að reka þjálfarana um leið," sagði Arnar. „Tyrkirnir eru með Semih Erden undir körfunni hjá sér. Hann er ekki Gasol-góður en gríðarlega góður í körfubolta," sagði Arnar. „Það ætti að vera í verkahring okkar þjálfaranna að reyna að búa til orku í okkar leikmönnum. Það að hafa þúsund manns klappandi fyrir sér eftir leikinn þangað til að húsverðirnir fara að hóta því að slökkva ljósin, gefur alveg óhemjumikla orku. Það hefur hjálpað okkur svo mikið að maður á ekki orð til að lýsa því," sagði Arnar. „Ég held að orkan komi rosalega mikið frá þessu fólki sem er hérna. Það er búið að vera stórkostlegt. Besti maður Íslands á þessu móti eru þessi þúsund upp í stúku. Ég vona að þau haldi áfram á morgun (í dag) og hafi trú á okkur áfram. Við trúum og þegar þau eru með okkur þá getur allt gerst," sagði Arnar að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00 Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99. 9. september 2015 23:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu strákanna í gær þrátt fyrir tap á móti Spáni. „Við spiluðum góðan körfubolta. Við mættum Serbíu sem var í úrslitum á HM og daginn eftir vorum við að mæta liði sem er talið vera annað besta lið heims," sagði Arnar Guðjónsson eftir leikinn í gær. „Við spiluðum rosalega vel en okkur er farið virkilega að eygja fyrir sigri og það er alveg kominn tími á hann. Við erum að spila mjög vel en okkur vantar þennan sigur. Vonandi kemur hann á morgun (í dag)," sagði Arnar en framundan er lokaleikur íslenska liðsins á Evrópumótinu sem verður á móti Tyrkjum í kvöld. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum bestu körfuboltaþjóðir í heimi en við höfum samt sem áður spilað gríðarlega vel á mótinu. Fyrri hálfleikarnir á móti Serbum og Spánverjum voru sem dæmi frábærir," sagði Arnar. „Vonandi náum við góðum 40 mínútum á móti Tyrkjum sem eru líka mjög góðir. Þeir eru ekki alveg jafngóðir og Spánn og Serbíu en hörkulið," sagði Arnar. Íslensku strákarnir hafa fengið vel að kynnast þeirri taktík mótherjanna að ráðast á íslenska teiginn. „Það fara allir inn í teig á móti Íslendingum. Ef liðin gera það ekki þá á að reka þjálfarana um leið," sagði Arnar. „Tyrkirnir eru með Semih Erden undir körfunni hjá sér. Hann er ekki Gasol-góður en gríðarlega góður í körfubolta," sagði Arnar. „Það ætti að vera í verkahring okkar þjálfaranna að reyna að búa til orku í okkar leikmönnum. Það að hafa þúsund manns klappandi fyrir sér eftir leikinn þangað til að húsverðirnir fara að hóta því að slökkva ljósin, gefur alveg óhemjumikla orku. Það hefur hjálpað okkur svo mikið að maður á ekki orð til að lýsa því," sagði Arnar. „Ég held að orkan komi rosalega mikið frá þessu fólki sem er hérna. Það er búið að vera stórkostlegt. Besti maður Íslands á þessu móti eru þessi þúsund upp í stúku. Ég vona að þau haldi áfram á morgun (í dag) og hafi trú á okkur áfram. Við trúum og þegar þau eru með okkur þá getur allt gerst," sagði Arnar að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00 Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99. 9. september 2015 23:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00
Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00
Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99. 9. september 2015 23:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30
Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum