Erlent

Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/EPA
Bandaríski auðjöfurinn Donald Trump mælist með 32 prósenta fylgi meðal Repúblikana í nýrri könnun CNN og ORC sem birt var í dag. Stuðningur við Trump hefur aukist um átta prósentustig frá því að síðasta könnun CNN var birt í ágúst.

Fylgi Trump hefur sérstaklega aukist meðal kvenna og háskólamenntaðra.

Fyrrum skurðlæknirinn Ben Carson mælist með næstmest fylgi, eða nítján prósent, en fylgi hans hefur aukist um tíu prósent frá könnun síðustu mánaðar.

Jeb Bush, fyrrum ríkisstjóri Flódída, mælist þriðji með níu prósent og hefur stuðningur við hann dregist saman um fjögur prósentustig milli kannanna.

Ted Cruz mælist með sjö prósent, en Mick Huckabee og Scott Walker með fimm. Nánar má lesa um könnunina í frétt CNN.


Tengdar fréttir

Orkumálin heilla Söruh Palin

Sarah Palin telur að hún geti orðið góður orkumálaráðherra. Á meðan hún gegndi embætti ríkisstjóra í Alaska hafi hún lært sitthvað um olíu, gas og jarðefni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×