Flóttamannavandinn í Evrópu – hvað er til ráða? Eygló Halldórsdóttir skrifar 10. september 2015 09:00 „Kirkja fyrirfinnst engin“? Davíð Stefánsson orti samnefnt ljóð um prest sem braut niður kirkjuna í eldivið handa fátæklingum til að halda á sér hita í vetrarkulda. Ég vil sjá íslensku þjóðkirkjuna opna „flóttamannamiðstöð“ miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, t.d. í Hallgrímskirkju, og veita þar fyrstu hjálp fyrir 1.015 flóttamenn, einn fyrir hvert ár frá kristnitöku.Er þetta hægt? Þegar íbúafjöldi landsins var rétt inna við 150 þús. komu um 330 þýskar flóttakonur til Íslands, dreifðust um sveitir landsins og auðguðu þær með vinnuframlagi sínu, kunnáttu og menningu. Sjálf er ég dóttir einnar þeirrar. Miðað við núverandi íbúafjölda væri samsvarandi fjöldi flóttamanna 750. Í kjölfar Heimaeyjargossins 1973 voru 5.000 manns fluttir upp á land, sem var um 2,5% íbúafjöldans. Með samhug þjóðar og góðu skipulagi tókst vel að taka við þeim fjölda.Hvar á að fá mat? Um 30% af þeim matvælum sem framleidd eru í dag enda í ruslinu. Flest okkar borða a.m.k. 10% meira en við þurfum. Notum umframmat til að elda máltíðir fyrir flóttafólkið án auka hráefniskostnaðar. Súpueldhús og sjálfboðastörf sóknarbarna er svarið.Hvar á að fá húsnæði? Til bráðabirgða mætti nota Hallgrímskirkju og Laugardalshöll, útbúa kynjaskipt svefnpokapláss, setja upp útikamra, baðaðstaða er í sundlaugum. Síðan myndi fólkið smám saman flytjast út um landið til sveitarfélaga sem bjóða aðstoð.Hvar á að fá fatnað? Íslendingar hafa verið duglegir að gefa föt í safnanir til fólks í fjarlægum löndum, við erum laus við flutningskostnað þegar fólkið er á staðnum.Hvernig á að greiða kostnaðinn? Marga Íslendinga dreymir um að vinna hjálparstörf erlendis, hér væri kjörið tækifæri til sjálfboðastarfa í eigin landi. Með því að hafa flóttamannamiðstöð miðsvæðis eins og í Hallgrímskirkju væri hægt að vekja athygli og áhuga ferðamanna á að leggja eitthvað af mörkum í formi fjár og vinnustunda. Eflaust myndi flóttafólkið sjálft líka hjálpa til. Leita mætti til íslenskra stórfyrirtækja um framlög, ég nefni t.d. Hval hf. og Sjóklæðagerðina hf. – 66°N. Einstaklingar sem eru með meira en milljón krónur í tekjur á mánuði gætu verið aflögufærir um smáupphæð.Hver á að sjá um skipulagið? Hjá Rauða krossinum, Hjálparstofnun kirkjunnar, Viðlagasjóði, Almannavörnum og björgunarsveitum er fólk með þekkingu og reynslu til að skrá og skipuleggja móttöku og innleiðingu flóttamanna í íslenskt samfélag.Hvað með útlits- og menningarmun? Margir Íslendingar eiga framandi gæludýr, Labrador- og Huskyhunda, Bengal- og norska skógarketti sem eru afar ólíkir íslenska fjárhundinum og fjósakettinum. Dýrin vekja aðdáun og athygli og eigendur þeirra hampa þeim á sýningum. Hvers vegna ætti eitthvað annað að gilda um manneskjuna? Allra þjóða ríkt og frægt fólk er velkomið til landsins og má vera eins lengi og það kýs. Fjölmiðlar kalla það „Íslandsvini“ og fólk deilir hreykið myndum af sér með því, en þegar málið snýst um fátæka flóttamenn (sem kannski voru frægir listamenn, vísindamenn eða bara mannvinir, foreldrar eða börn í sínu heimalandi) breytist mannauðurinn í vandamál. Hættum að flokka fólk.Hvað „græðum“ við á að taka við þessu fólki? Fólk á flótta, rekið að heiman með stríðsógn er að bjarga lífi sínu og sinna og leita að friði, frelsi og mannúð. Hvílíkur heiður fyrir Evrópubúa að það skuli stefna til okkar í leit að þessum lífsgæðum! Sýnum að við rísum undir væntingum þeirra og tökum þeim fagnandi af jákvæðni, kærleika og stórhug. Leggjum okkar „ómerkilegu lúxusvandamál“ (miðað við þeirra) til hliðar um stund og finnum gleðina af að hjálpa fólki í neyð. Seinna mun flóttafólkið okkar, mannauðurinn, skila sínu framlagi til samfélagsins og örugglega greiða „skuld“ sína margfalt til baka.Kemur þetta kirkjunni við? Íslenska þjóðkirkjan á undir högg að sækja bæði andlega og veraldlega. Hlutverk hennar hefur breyst og afstaða okkar til hennar. Stofnanir ríkisins og mannréttindasamtök sjá nú um þætti velferðar sem kirkjan kom að áður. Samkvæmt mælingum telja um 50% Íslendinga sig trúaða. Að vera kristinn og í þjóðkirkjunni ætti ekki að einkennast af að mæta puntaður í kirkju á sunnudögum og í skírnir, fermingar, brúðkaup og jarðarfarir þegar við á, heldur einnig að sýna samhug og kærleika í verki þegar þarf að hjálpa okkar „minnstu bræðrum“, burtséð frá þjóðerni og trú. Eitt erindið í ljóði Davíðs Stefánssonar sem ég vitnaði til hljóðar svo:„Í þyngstu raunum reynast verkin beturen ritningin og gamalt fræðaletur.“Kemur þetta mér við? Sumum kann eflaust að finnast þessi framsetning mín á verkefninu „flóttamannahjálp“ of mikil einföldun. Við þá vil ég segja þetta: „Þegar málið snýst um líf og dauða fólks er ekki tími til að greina vandann í öreindir, það verður að ganga strax í verkið og leysa úr smáatriðunum, þá og þegar þau koma upp. Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum. Hvað um þig?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
„Kirkja fyrirfinnst engin“? Davíð Stefánsson orti samnefnt ljóð um prest sem braut niður kirkjuna í eldivið handa fátæklingum til að halda á sér hita í vetrarkulda. Ég vil sjá íslensku þjóðkirkjuna opna „flóttamannamiðstöð“ miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, t.d. í Hallgrímskirkju, og veita þar fyrstu hjálp fyrir 1.015 flóttamenn, einn fyrir hvert ár frá kristnitöku.Er þetta hægt? Þegar íbúafjöldi landsins var rétt inna við 150 þús. komu um 330 þýskar flóttakonur til Íslands, dreifðust um sveitir landsins og auðguðu þær með vinnuframlagi sínu, kunnáttu og menningu. Sjálf er ég dóttir einnar þeirrar. Miðað við núverandi íbúafjölda væri samsvarandi fjöldi flóttamanna 750. Í kjölfar Heimaeyjargossins 1973 voru 5.000 manns fluttir upp á land, sem var um 2,5% íbúafjöldans. Með samhug þjóðar og góðu skipulagi tókst vel að taka við þeim fjölda.Hvar á að fá mat? Um 30% af þeim matvælum sem framleidd eru í dag enda í ruslinu. Flest okkar borða a.m.k. 10% meira en við þurfum. Notum umframmat til að elda máltíðir fyrir flóttafólkið án auka hráefniskostnaðar. Súpueldhús og sjálfboðastörf sóknarbarna er svarið.Hvar á að fá húsnæði? Til bráðabirgða mætti nota Hallgrímskirkju og Laugardalshöll, útbúa kynjaskipt svefnpokapláss, setja upp útikamra, baðaðstaða er í sundlaugum. Síðan myndi fólkið smám saman flytjast út um landið til sveitarfélaga sem bjóða aðstoð.Hvar á að fá fatnað? Íslendingar hafa verið duglegir að gefa föt í safnanir til fólks í fjarlægum löndum, við erum laus við flutningskostnað þegar fólkið er á staðnum.Hvernig á að greiða kostnaðinn? Marga Íslendinga dreymir um að vinna hjálparstörf erlendis, hér væri kjörið tækifæri til sjálfboðastarfa í eigin landi. Með því að hafa flóttamannamiðstöð miðsvæðis eins og í Hallgrímskirkju væri hægt að vekja athygli og áhuga ferðamanna á að leggja eitthvað af mörkum í formi fjár og vinnustunda. Eflaust myndi flóttafólkið sjálft líka hjálpa til. Leita mætti til íslenskra stórfyrirtækja um framlög, ég nefni t.d. Hval hf. og Sjóklæðagerðina hf. – 66°N. Einstaklingar sem eru með meira en milljón krónur í tekjur á mánuði gætu verið aflögufærir um smáupphæð.Hver á að sjá um skipulagið? Hjá Rauða krossinum, Hjálparstofnun kirkjunnar, Viðlagasjóði, Almannavörnum og björgunarsveitum er fólk með þekkingu og reynslu til að skrá og skipuleggja móttöku og innleiðingu flóttamanna í íslenskt samfélag.Hvað með útlits- og menningarmun? Margir Íslendingar eiga framandi gæludýr, Labrador- og Huskyhunda, Bengal- og norska skógarketti sem eru afar ólíkir íslenska fjárhundinum og fjósakettinum. Dýrin vekja aðdáun og athygli og eigendur þeirra hampa þeim á sýningum. Hvers vegna ætti eitthvað annað að gilda um manneskjuna? Allra þjóða ríkt og frægt fólk er velkomið til landsins og má vera eins lengi og það kýs. Fjölmiðlar kalla það „Íslandsvini“ og fólk deilir hreykið myndum af sér með því, en þegar málið snýst um fátæka flóttamenn (sem kannski voru frægir listamenn, vísindamenn eða bara mannvinir, foreldrar eða börn í sínu heimalandi) breytist mannauðurinn í vandamál. Hættum að flokka fólk.Hvað „græðum“ við á að taka við þessu fólki? Fólk á flótta, rekið að heiman með stríðsógn er að bjarga lífi sínu og sinna og leita að friði, frelsi og mannúð. Hvílíkur heiður fyrir Evrópubúa að það skuli stefna til okkar í leit að þessum lífsgæðum! Sýnum að við rísum undir væntingum þeirra og tökum þeim fagnandi af jákvæðni, kærleika og stórhug. Leggjum okkar „ómerkilegu lúxusvandamál“ (miðað við þeirra) til hliðar um stund og finnum gleðina af að hjálpa fólki í neyð. Seinna mun flóttafólkið okkar, mannauðurinn, skila sínu framlagi til samfélagsins og örugglega greiða „skuld“ sína margfalt til baka.Kemur þetta kirkjunni við? Íslenska þjóðkirkjan á undir högg að sækja bæði andlega og veraldlega. Hlutverk hennar hefur breyst og afstaða okkar til hennar. Stofnanir ríkisins og mannréttindasamtök sjá nú um þætti velferðar sem kirkjan kom að áður. Samkvæmt mælingum telja um 50% Íslendinga sig trúaða. Að vera kristinn og í þjóðkirkjunni ætti ekki að einkennast af að mæta puntaður í kirkju á sunnudögum og í skírnir, fermingar, brúðkaup og jarðarfarir þegar við á, heldur einnig að sýna samhug og kærleika í verki þegar þarf að hjálpa okkar „minnstu bræðrum“, burtséð frá þjóðerni og trú. Eitt erindið í ljóði Davíðs Stefánssonar sem ég vitnaði til hljóðar svo:„Í þyngstu raunum reynast verkin beturen ritningin og gamalt fræðaletur.“Kemur þetta mér við? Sumum kann eflaust að finnast þessi framsetning mín á verkefninu „flóttamannahjálp“ of mikil einföldun. Við þá vil ég segja þetta: „Þegar málið snýst um líf og dauða fólks er ekki tími til að greina vandann í öreindir, það verður að ganga strax í verkið og leysa úr smáatriðunum, þá og þegar þau koma upp. Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum. Hvað um þig?“
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar