Stöð 2 Sport sýnir einn leik úr NFL í hverri umferð | Deildin hefst í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2015 12:00 Einn af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning. Vísir/Getty Sýnt verður frá einum leik í viku i NFL-deildinni á Stöð 2 Sport í vetur en NFL tímabilið hefst í kvöld með leik New England Patriots og Pittsburg Steelers. Verður sýnt frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens í fyrstu umferð en leikurinn hefst klukkan 20.00 á sunnudaginn. NFL tímabilið hefst í kvöld með leik ríkjandi meistaranna í New England Patriots og Pittsburgh Steelers og verður Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, með liðinu í kvöld eftir að hafa unnið mál fyrir framan dómstólum sem úrskurðaði leikbann hans ógilt. Var Brady upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltunum fyrir leik Patriots og Indianapolis Colts í úrslitakeppni í AFC-deildinni í úrslitakeppni síðasta tímabils. Þótti hinsvegar enginn grundvöllur fyrir banninu að mati dómstóla sem úrskurðuðu bannið ólögmætt og getur hann því leikið með liði sínu í kvöld.Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots og einn af þeim bestu í sögunni.Vísir/GettyStöð 2 Sport sýnir frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens á sunnudaginn en mikil pressa er á liði Denver Broncos í ár. Verður þetta líklegast síðasta tímabil hins goðsagnakennda Peyton Manning en talið er að hann leggi skónna á hilluna að tímabilinu loknu eftir átján tímabil í deildinni. Það eru heldur fleiri spurningarmerki um Baltimore Ravens en liðið missti útherjann Torrey Smith til San Fransisco 49ers í vor. Mun því eflaust mikið mæða á nýliðanum Breshad Perriman og hinum 36 árs gamla Steve Smith Sr. í útherjastöðunni í vetur en helsta spurningarmerki liðsins fyrir tímabilið er sóknarleikurinn. Það eru ýmsir aðrir spennandi leikir í 1. umferð NFL-deildarinnar en þar má m.a. nefna leik Buccaneeers og Titans þar sem efstu tveir leikmennirnir úr nýliðavalinu í vor, leikstjórnendurnir Jameis Winston og Marcus Mariota mætast. Fyrsta umferðin í NFL-deildinni:Fimmtudagur New England Patriots - Pittsburgh SteelersSunnudagur Chicago Bears - Green Bay Packers Houston Texans - Kansas City Chiefs New York Jets - Cleveland Browns Buffalo Bills - Indianapolis Colts Washington Redskins - Miami Dolphins Jacksonville Jaguars - Carolina Panthers St. Louis Rams - Seattle Seahawks Arizona Cardinals - New Orleans Saints San Diego Chargers - Detroit Lions Tampa Bay Buccaneers - Tennessee Titans Oakland Raiders - Cincinnati Bengals Denver Broncos - Baltimore Ravens, í beinni á Stöð 2 Sport. Dallas Cowboys - New York GiantsMánudagur Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles San Fransisco 49ers - Minnesota Vikings NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Sýnt verður frá einum leik í viku i NFL-deildinni á Stöð 2 Sport í vetur en NFL tímabilið hefst í kvöld með leik New England Patriots og Pittsburg Steelers. Verður sýnt frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens í fyrstu umferð en leikurinn hefst klukkan 20.00 á sunnudaginn. NFL tímabilið hefst í kvöld með leik ríkjandi meistaranna í New England Patriots og Pittsburgh Steelers og verður Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, með liðinu í kvöld eftir að hafa unnið mál fyrir framan dómstólum sem úrskurðaði leikbann hans ógilt. Var Brady upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltunum fyrir leik Patriots og Indianapolis Colts í úrslitakeppni í AFC-deildinni í úrslitakeppni síðasta tímabils. Þótti hinsvegar enginn grundvöllur fyrir banninu að mati dómstóla sem úrskurðuðu bannið ólögmætt og getur hann því leikið með liði sínu í kvöld.Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots og einn af þeim bestu í sögunni.Vísir/GettyStöð 2 Sport sýnir frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens á sunnudaginn en mikil pressa er á liði Denver Broncos í ár. Verður þetta líklegast síðasta tímabil hins goðsagnakennda Peyton Manning en talið er að hann leggi skónna á hilluna að tímabilinu loknu eftir átján tímabil í deildinni. Það eru heldur fleiri spurningarmerki um Baltimore Ravens en liðið missti útherjann Torrey Smith til San Fransisco 49ers í vor. Mun því eflaust mikið mæða á nýliðanum Breshad Perriman og hinum 36 árs gamla Steve Smith Sr. í útherjastöðunni í vetur en helsta spurningarmerki liðsins fyrir tímabilið er sóknarleikurinn. Það eru ýmsir aðrir spennandi leikir í 1. umferð NFL-deildarinnar en þar má m.a. nefna leik Buccaneeers og Titans þar sem efstu tveir leikmennirnir úr nýliðavalinu í vor, leikstjórnendurnir Jameis Winston og Marcus Mariota mætast. Fyrsta umferðin í NFL-deildinni:Fimmtudagur New England Patriots - Pittsburgh SteelersSunnudagur Chicago Bears - Green Bay Packers Houston Texans - Kansas City Chiefs New York Jets - Cleveland Browns Buffalo Bills - Indianapolis Colts Washington Redskins - Miami Dolphins Jacksonville Jaguars - Carolina Panthers St. Louis Rams - Seattle Seahawks Arizona Cardinals - New Orleans Saints San Diego Chargers - Detroit Lions Tampa Bay Buccaneers - Tennessee Titans Oakland Raiders - Cincinnati Bengals Denver Broncos - Baltimore Ravens, í beinni á Stöð 2 Sport. Dallas Cowboys - New York GiantsMánudagur Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles San Fransisco 49ers - Minnesota Vikings
NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira