Vörugjöld á bílaleigur orsaka keðjuverkun Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2015 09:45 Bílaleigur munu draga saman seglin í kaupum á nýjum bílum á næsta ári nái fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. vísir/gva Gert er ráð fyrir að afnumin verði í tveimur skrefum sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning. Er þetta hluti lagabreytinga sem munu fylgja fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar. Ljóst þykir að þetta muni hafa mikil áhrif á kaup bílaleiga á nýjum bílum á næstu árum að mati Steingríms Birgissonar, forstjóra Bílaleigu Akureyrar. Bílaleigur hafa keypt helming allra nýrra bíla hér á landi frá hruni.Steingrímur Birgisson„Ég er gáttaður á framgöngu fjármálaráðherra í þessu máli. Það hefur ekkert samráð verið haft við okkur vegna þessara breytinga til að reyna að meta hvaða áhrif þetta mun hafa á kaup bílaleiga á nýjum bílum í framtíðinni,“ segir Steingrímur. „Það er alveg ljóst að með þessum breytingum munum við draga mjög úr kaupum á nýjum bifreiðum í flotann okkar sem mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir okkur, bílasölur og ferðaþjónustuna í heild sem atvinnugrein.“ Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins og er á fjórða þúsund bifreiða í flota hennar. Steingrímur segir þessar breytingar verða til þess að flotinn verði ekki endurnýjaður eins hratt, hver bíll verði keyrður lengra sem veldur því að bílarnir verða ekki eins öruggir fyrir ferðamenn. „Þetta er ekki til þess að efla ferðaþjónustuna sem atvinnugrein sem er ört vaxandi á Íslandi í dag. Í raun má segja að fjöldi fyrirtækja muni eiga í erfiðleikum. Hér eru um 170 starfandi bílaleigur og með þessum breytingum er verið að sparka okkur á haf út.“Loftur ÁgústssonLoftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, segir mjög líklegt að boðaðar breytingar muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. BL selji mikið magn nýrra bíla til bílaleiga ár hvert. „Við þurfum auðvitað að reikna með þessu í okkar skipulagi og þetta mun vissulega hafa áhrif á okkur, það er engin spurning. Hins vegar er enginn í stakk búinn til að meta það hversu mikið það verður. En við munum þurfa að taka með í reikninginn að sala til bílaleiga mun minnka við þessar breytingar,“ segir Loftur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Gert er ráð fyrir að afnumin verði í tveimur skrefum sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning. Er þetta hluti lagabreytinga sem munu fylgja fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar. Ljóst þykir að þetta muni hafa mikil áhrif á kaup bílaleiga á nýjum bílum á næstu árum að mati Steingríms Birgissonar, forstjóra Bílaleigu Akureyrar. Bílaleigur hafa keypt helming allra nýrra bíla hér á landi frá hruni.Steingrímur Birgisson„Ég er gáttaður á framgöngu fjármálaráðherra í þessu máli. Það hefur ekkert samráð verið haft við okkur vegna þessara breytinga til að reyna að meta hvaða áhrif þetta mun hafa á kaup bílaleiga á nýjum bílum í framtíðinni,“ segir Steingrímur. „Það er alveg ljóst að með þessum breytingum munum við draga mjög úr kaupum á nýjum bifreiðum í flotann okkar sem mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir okkur, bílasölur og ferðaþjónustuna í heild sem atvinnugrein.“ Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins og er á fjórða þúsund bifreiða í flota hennar. Steingrímur segir þessar breytingar verða til þess að flotinn verði ekki endurnýjaður eins hratt, hver bíll verði keyrður lengra sem veldur því að bílarnir verða ekki eins öruggir fyrir ferðamenn. „Þetta er ekki til þess að efla ferðaþjónustuna sem atvinnugrein sem er ört vaxandi á Íslandi í dag. Í raun má segja að fjöldi fyrirtækja muni eiga í erfiðleikum. Hér eru um 170 starfandi bílaleigur og með þessum breytingum er verið að sparka okkur á haf út.“Loftur ÁgústssonLoftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, segir mjög líklegt að boðaðar breytingar muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. BL selji mikið magn nýrra bíla til bílaleiga ár hvert. „Við þurfum auðvitað að reikna með þessu í okkar skipulagi og þetta mun vissulega hafa áhrif á okkur, það er engin spurning. Hins vegar er enginn í stakk búinn til að meta það hversu mikið það verður. En við munum þurfa að taka með í reikninginn að sala til bílaleiga mun minnka við þessar breytingar,“ segir Loftur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira