Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. september 2015 07:00 Fundur samninganefnda þriggja stærstu félaga BSRB (SFR, SLFÍ, og LL) og samninganefndar ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær var árangurslaus. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Vísir/Gva Samninganefnd ríkisins heldur sig við að gerðardómur um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga komi ekki kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB og ríkisins við. Þetta segir Árni Stefán Jónsson, formaður SRF – stéttarfélags í almannaþjónustu. Auk SFR eiga í viðræðunum Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) og Landssamband lögreglumanna (LL). Í gær lauk sjöunda fundinum í deilunni eftir að henni var vísað til ríkissáttasemjara. „Fundurinn fór illa, það var enginn árangur af fundinum þannig að ríkissáttasemjari sleit honum bara og annar hefur ekki verið boðaður,“ segir Árni Stefán. Samninganefndir beggja segir hann að haldi sig við sínar kröfur og þeim beri enn mikið í milli. „Það munar eitthvað um ellefu prósentum á okkar kröfum og því tilboði sem ríkið bauð okkur.“ Samninganefnd ríkisins haldi sig jafnframt við að gerðardómurinn í ágúst komi þessari kjaradeilu ekkert við. „Það teljum við mjög einkennilega nálgun, að ríkið ætli að semja við hluta sinna starfsmanna á miklu betri nótum en aðra, sem sannarlega eru þó lægst launaðir.“ Árni segir samninganefnd félaganna hafa verið vongóða fyrir fundinn, sér í lagi í ljósi nýafstaðinna eldhúsdagsumræðna þar sem peningar hafi virst fljóta út úr ríkissjóði. Fyrirstaðan virðist hins vegar ótti við að raska samningum á almenna markaðnum. „En það er náttúrlega bara vitleysa. Við erum að semja við ríkið og höfum bent á það oftar en einu sinni að við erum með 16 prósentum lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna markaðnum.“ Þá hafi gerðardómur rökstutt mjög vel að niðurstaða hans hefði engin teljandi áhrif á stöðugleika eða verðbólgu. Árni segir komið að þeirri stund að samninganefndir félaganna leiti í baklandið eftir því hvernig bregðast eigi við þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi sé í viðræðunum. Því hafi nefndin hafnað því að hefja viðræður um sérkröfur og hvíla viðræður um launaliðinn. „Við töldum hvorki stund né stað til þess.“ Næsta þriðjudag, 15. september, klukkan fimm segir Árni Stefán gert ráð fyrir stórum fundi í Háskólabíó þar sem félögin þrjú kalli til sína félagsmenn. „Og spurningin sem við berum undir okkar félagsmenn er um næstu skref. Og við sjáum ekki annað en að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða.“ Einhver tími líður þó áður en til aðgerða getur komið, segir Árni Stefán, því fyrst þurfi að greiða um þær atkvæði og síðan verði að líða hálfur mánuður áður en verkfall taki gildi. „Við náum þessu í fyrsta lagi eitthvað um 5. október.“ Verkfall 2016 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Samninganefnd ríkisins heldur sig við að gerðardómur um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga komi ekki kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB og ríkisins við. Þetta segir Árni Stefán Jónsson, formaður SRF – stéttarfélags í almannaþjónustu. Auk SFR eiga í viðræðunum Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) og Landssamband lögreglumanna (LL). Í gær lauk sjöunda fundinum í deilunni eftir að henni var vísað til ríkissáttasemjara. „Fundurinn fór illa, það var enginn árangur af fundinum þannig að ríkissáttasemjari sleit honum bara og annar hefur ekki verið boðaður,“ segir Árni Stefán. Samninganefndir beggja segir hann að haldi sig við sínar kröfur og þeim beri enn mikið í milli. „Það munar eitthvað um ellefu prósentum á okkar kröfum og því tilboði sem ríkið bauð okkur.“ Samninganefnd ríkisins haldi sig jafnframt við að gerðardómurinn í ágúst komi þessari kjaradeilu ekkert við. „Það teljum við mjög einkennilega nálgun, að ríkið ætli að semja við hluta sinna starfsmanna á miklu betri nótum en aðra, sem sannarlega eru þó lægst launaðir.“ Árni segir samninganefnd félaganna hafa verið vongóða fyrir fundinn, sér í lagi í ljósi nýafstaðinna eldhúsdagsumræðna þar sem peningar hafi virst fljóta út úr ríkissjóði. Fyrirstaðan virðist hins vegar ótti við að raska samningum á almenna markaðnum. „En það er náttúrlega bara vitleysa. Við erum að semja við ríkið og höfum bent á það oftar en einu sinni að við erum með 16 prósentum lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna markaðnum.“ Þá hafi gerðardómur rökstutt mjög vel að niðurstaða hans hefði engin teljandi áhrif á stöðugleika eða verðbólgu. Árni segir komið að þeirri stund að samninganefndir félaganna leiti í baklandið eftir því hvernig bregðast eigi við þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi sé í viðræðunum. Því hafi nefndin hafnað því að hefja viðræður um sérkröfur og hvíla viðræður um launaliðinn. „Við töldum hvorki stund né stað til þess.“ Næsta þriðjudag, 15. september, klukkan fimm segir Árni Stefán gert ráð fyrir stórum fundi í Háskólabíó þar sem félögin þrjú kalli til sína félagsmenn. „Og spurningin sem við berum undir okkar félagsmenn er um næstu skref. Og við sjáum ekki annað en að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða.“ Einhver tími líður þó áður en til aðgerða getur komið, segir Árni Stefán, því fyrst þurfi að greiða um þær atkvæði og síðan verði að líða hálfur mánuður áður en verkfall taki gildi. „Við náum þessu í fyrsta lagi eitthvað um 5. október.“
Verkfall 2016 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira