Nýr leikvangur þyrfti ekki að kosta skattgreiðendur krónu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2015 21:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ kallaði eftir þessu í beinni útsendingu á Vísi í gærkvöldi frá Ingólfstorgi. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir. Uppselt hefur verið á alla heimaleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að góður árangur landsliðsins fór að láta á sér kræla. Eðlilega velta menn því fyrir sér hvort Laugardalsvöllur dugi fyrir lið sem er komið í hóp 20 bestu knattspyrnuþjóða heims en fyrir leikinn á móti Hollendingum, sem Ísland vann 0-1, var Ísland í 23. sæti styrkleikalista FIFA. Fyrir ofan allar hinar Norðurlandaþjóðirnar. Að þessu sögðu er býsna öruggt að Ísland verður ofar á styrkleikalistanum við endurskoðun hans. Tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll Það er tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll vegna fjarlægðar á milli stúka og hlaupabrautarinnar. Forsvarsmenn KSÍ sjá Laugardalsvöll ekki fyrir sér sem framtíðarleikvang og vilja byggjan nýjan 20-25 þúsund manna leikvang, yfirbyggðan. Mögulega með færanlegu þaki. Sumir hafa nefnt Amsterdam Arena, heimavöll Ajax í Amsterdam, sem fyrirmynd í þessu sambandi. Fréttastofan ræddi við Illuga Gunnarsson ráðherra íþróttamála og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag og má nálgast viðbrögð þeirra í myndskeiði með frétt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist taka undir með forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar að þörf sé á nýjum þjóðarleikvangi. Hann segir að knattspyrna á Íslandi hafi eflst mikið eftir mannvirkjauppbyggingu (knatthallir) sem hófst fyrir tæpum tveimur áratugum. Þessi má geta að Bjarni er sjálfur fyrrverandi knattspyrnumaður en hann var miðvörður í Stjörnunni á sínum yngri árum og lék með yngri landsliðum Íslands. „Sú uppbygging sem hefur átt sér stað undanfarna tvo áratugi á mannvirkjum er að skila þessu. Næsta skref er þá væntanlega að þjóðarleikvangurinn sé í samræmi við áhuga Íslendinga á að mæta á völlinn,“ segir Bjarni. Kostnaður við byggingu nýs leikvangs veltur auðvitað á sætafjölda hönnun og íburði. Reikna má þó með að slíkur leikvangur með 20-25 þúsund sætum gæti kostað að minnsta kosti 15-20 milljarða króna. Það er ekki víst að skattgreiðendur þyrftu að greiða neitt fyrir nýjan leikvang. Á síðustu árum hefur svokölluð eignatryggð fjármögnun (e. asset backed securitization, ABS) verið nýtt til að fjármagna stór mannvirki og eru Hvalfjarðargöngin eitt besta dæmið. Í tilviki nýs þjóðarleikvangs gætu lífeyrissjóðir eða aðrir fagfjárfestar byggt völlinn gegn veðrétti í X hlutdeild af öllum seldum miðum á leikvanginn í einhver ár eða áratugi þangað til upp fæst í kostnað og viðunandi arðsemi af verkefninu. Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki sérstaklega mælt með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Þá eru mörg svæði í Laugardalnum þegar skilgreind sem íþróttasvæði í aðalskipulagi svo óvíst er hvort gera þyrfti breytingar á því til að byggja völlinn.Fréttin var uppfærð 8. september kl. 9:45 og bætt var við eftirfarandi setningu: Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki mælt sérstaklega með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ kallaði eftir þessu í beinni útsendingu á Vísi í gærkvöldi frá Ingólfstorgi. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir. Uppselt hefur verið á alla heimaleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að góður árangur landsliðsins fór að láta á sér kræla. Eðlilega velta menn því fyrir sér hvort Laugardalsvöllur dugi fyrir lið sem er komið í hóp 20 bestu knattspyrnuþjóða heims en fyrir leikinn á móti Hollendingum, sem Ísland vann 0-1, var Ísland í 23. sæti styrkleikalista FIFA. Fyrir ofan allar hinar Norðurlandaþjóðirnar. Að þessu sögðu er býsna öruggt að Ísland verður ofar á styrkleikalistanum við endurskoðun hans. Tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll Það er tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll vegna fjarlægðar á milli stúka og hlaupabrautarinnar. Forsvarsmenn KSÍ sjá Laugardalsvöll ekki fyrir sér sem framtíðarleikvang og vilja byggjan nýjan 20-25 þúsund manna leikvang, yfirbyggðan. Mögulega með færanlegu þaki. Sumir hafa nefnt Amsterdam Arena, heimavöll Ajax í Amsterdam, sem fyrirmynd í þessu sambandi. Fréttastofan ræddi við Illuga Gunnarsson ráðherra íþróttamála og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag og má nálgast viðbrögð þeirra í myndskeiði með frétt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist taka undir með forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar að þörf sé á nýjum þjóðarleikvangi. Hann segir að knattspyrna á Íslandi hafi eflst mikið eftir mannvirkjauppbyggingu (knatthallir) sem hófst fyrir tæpum tveimur áratugum. Þessi má geta að Bjarni er sjálfur fyrrverandi knattspyrnumaður en hann var miðvörður í Stjörnunni á sínum yngri árum og lék með yngri landsliðum Íslands. „Sú uppbygging sem hefur átt sér stað undanfarna tvo áratugi á mannvirkjum er að skila þessu. Næsta skref er þá væntanlega að þjóðarleikvangurinn sé í samræmi við áhuga Íslendinga á að mæta á völlinn,“ segir Bjarni. Kostnaður við byggingu nýs leikvangs veltur auðvitað á sætafjölda hönnun og íburði. Reikna má þó með að slíkur leikvangur með 20-25 þúsund sætum gæti kostað að minnsta kosti 15-20 milljarða króna. Það er ekki víst að skattgreiðendur þyrftu að greiða neitt fyrir nýjan leikvang. Á síðustu árum hefur svokölluð eignatryggð fjármögnun (e. asset backed securitization, ABS) verið nýtt til að fjármagna stór mannvirki og eru Hvalfjarðargöngin eitt besta dæmið. Í tilviki nýs þjóðarleikvangs gætu lífeyrissjóðir eða aðrir fagfjárfestar byggt völlinn gegn veðrétti í X hlutdeild af öllum seldum miðum á leikvanginn í einhver ár eða áratugi þangað til upp fæst í kostnað og viðunandi arðsemi af verkefninu. Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki sérstaklega mælt með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Þá eru mörg svæði í Laugardalnum þegar skilgreind sem íþróttasvæði í aðalskipulagi svo óvíst er hvort gera þyrfti breytingar á því til að byggja völlinn.Fréttin var uppfærð 8. september kl. 9:45 og bætt var við eftirfarandi setningu: Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki mælt sérstaklega með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira