Innlent

Flóttamannabúðir í Ungverjalandi líkist fangelsi frekar en griðastað

Birgir Olgeirsson skrifar
Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur í Ungverjalandi og í fréttum kl. 18.30 í kvöld heimsækir hann meðal annars Roszke flóttamannabúðirnar.
Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur í Ungverjalandi og í fréttum kl. 18.30 í kvöld heimsækir hann meðal annars Roszke flóttamannabúðirnar. Vísir
Sýrlenskur flóttamaður í Ungverjalandi segir að flóttamannabúðir þar í landi líkist frekar fangelsi en griðastað. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur í Ungverjalandi og í fréttum kl. 18.30 í kvöld heimsækir hann meðal annars Roszke flóttamannabúðirnar, ræðir við flóttamanninn og talar við talsmann ungverskra mannréttindasamtaka sem segir yfirvöld sýna lítinn áhuga á að leysa flóttamannavandann. Þá skoðar Höskuldur Keleti lestarstöðina í Búdapest, sem orðin er nokkurs konar táknmynd flóttamannastraumsins sem nú liggur til Evrópu og ræðir þar meðal annars við flóttamenn og hjálpsama borgarbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×