Við getum múltitaskað Þórir Guðmundsson skrifar 7. september 2015 09:00 Hin mikla bylgja velvildar í garð sýrlenskra flóttamanna dregur fram allt það besta í þjóðarsálinni. Á nokkrum sólarhringum hafa fleiri en þúsund manns skráð sig til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum. En spurningar vakna og sú sem heyrist oftast er: „Eigum við ekki fyrst að hjálpa þeim sem standa okkur nær?“ Þessi spurning er ekki ný. Reynsla okkar hjá Rauða krossinum er samt sú að þeir sem eru reiðubúnir að hjálpa bágstöddum í útlöndum eru yfirleitt þeir sömu og hjálpa bágstöddum á Íslandi.Kemur ekki niður á annarri aðstoðHjá Rauða krossinum í Reykjavík snýst starfið að langmestu leyti um stuðning við berskjaldað fólk í okkar samfélagi. Starfsmenn og sjálfboðaliðar veita heimilislausum konum næturathvarf og útigangsmönnum aðhlynningu. Aðrir vinna með fólki með geðraskanir, heimsækja aldraða og sjúka, vinna með fötluðum og veita fjölskyldum í vanda sálrænan stuðning og meðferð. Við aðstoðum líka flóttafólk. Þessi hjálp er veitt án þess að það komi niður á annarri aðstoð. Starf að málefnum þolenda náttúruhamfara og styrjaldarátaka erlendis gerir okkur þvert á móti hæfari til að sinna verkefnum hér heima. Sálfræðingar og aðrir sérfræðingar Rauða krossins hafa starfað víðs vegar um heim og eru virkir í hjálparstarfi hér heima.Rík þjóðÞað fólk sem nú skráir sig til sjálfboðastarfa finnur sig knúið til að hjálpa. Það sér mynd af konu úti á Miðjarðarhafi, sem reynir að halda höfði barns fyrir ofan hafflötinn, með dýpið og dauðann fyrir neðan. Það sér mynd af líki barns sem skolar upp á strönd. Við höldum áfram að sinna þeim sem þurfa aðstoð hér heima. Við getum líka tekið við fólki að flýja hræðilega borgarastyrjöld. Við erum rík þjóð. Og við getum múltitaskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hin mikla bylgja velvildar í garð sýrlenskra flóttamanna dregur fram allt það besta í þjóðarsálinni. Á nokkrum sólarhringum hafa fleiri en þúsund manns skráð sig til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum. En spurningar vakna og sú sem heyrist oftast er: „Eigum við ekki fyrst að hjálpa þeim sem standa okkur nær?“ Þessi spurning er ekki ný. Reynsla okkar hjá Rauða krossinum er samt sú að þeir sem eru reiðubúnir að hjálpa bágstöddum í útlöndum eru yfirleitt þeir sömu og hjálpa bágstöddum á Íslandi.Kemur ekki niður á annarri aðstoðHjá Rauða krossinum í Reykjavík snýst starfið að langmestu leyti um stuðning við berskjaldað fólk í okkar samfélagi. Starfsmenn og sjálfboðaliðar veita heimilislausum konum næturathvarf og útigangsmönnum aðhlynningu. Aðrir vinna með fólki með geðraskanir, heimsækja aldraða og sjúka, vinna með fötluðum og veita fjölskyldum í vanda sálrænan stuðning og meðferð. Við aðstoðum líka flóttafólk. Þessi hjálp er veitt án þess að það komi niður á annarri aðstoð. Starf að málefnum þolenda náttúruhamfara og styrjaldarátaka erlendis gerir okkur þvert á móti hæfari til að sinna verkefnum hér heima. Sálfræðingar og aðrir sérfræðingar Rauða krossins hafa starfað víðs vegar um heim og eru virkir í hjálparstarfi hér heima.Rík þjóðÞað fólk sem nú skráir sig til sjálfboðastarfa finnur sig knúið til að hjálpa. Það sér mynd af konu úti á Miðjarðarhafi, sem reynir að halda höfði barns fyrir ofan hafflötinn, með dýpið og dauðann fyrir neðan. Það sér mynd af líki barns sem skolar upp á strönd. Við höldum áfram að sinna þeim sem þurfa aðstoð hér heima. Við getum líka tekið við fólki að flýja hræðilega borgarastyrjöld. Við erum rík þjóð. Og við getum múltitaskað.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar