Erlent

Lögreglumaður ákærður fyrir morð

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Walter Scott var á hlaupum frá lögreglunni þegar hann var skotinn.
Walter Scott var á hlaupum frá lögreglunni þegar hann var skotinn.
Lögreglumaður í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir morð eftir að myndband sem sýnir hann skjóta mann á hlaupum birtist á netinu. Myndbandið sýnir lögreglumanninn, Michael Slager, skjóta átta skotum og handjárna síðan manninn sem liggur eftir hreyfingarlaus.

Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð þar sem fórnalambið, hinn fimmtugi Walter Scott, var svartur. Lögreglan í Bandaríkjunum hefur setið undir gagnrýni vegna fjölda mála sem hafa komið upp þar sem hvítir lögreglumenn skjóta svarta.

Scott var stöðvaður af lögreglunni þar sem bremsuljós á bíl hans var brotið. Í fyrstu sagði lögreglumaðurinn að Scott hefði gert tilraun til að ná rafbyssu sinni en atvikið, sem átti sér stað í North Charleston, náðist á farsíma. Það sýnir Scott hlaupa í burtu frá lögreglumanninum og virðist ekki vera vopnaður.

Verði lögreglumaðurinn fundinn sekur gæti hann hlotið lífstíðardóm. Hér að neðan má sjá myndbandið af skotárásinni. Myndbandið gæti vakið óhug. 


Tengdar fréttir

Skaut svartan táning til bana

Lögreglan í borginni St Louis í Bandaríkjunum skaut svartan táning, Antonio Martin, til bana í gær við bensínstöð í einu af úthverfum borgarinnar, Berkeley.

Darren Wilson ekki ákærður

Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut óvopnaðan ungling í Ferguson í Missouri til bana, mun ekki vera sóttur til saka vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×