„Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson fanney birna jónsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Bjarnfreður Ólafsson „Þessi fullyrðing um að þetta sé bersýnilega Ólafur Ólafsson er að mínu mati mjög sérstök,“ segir Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, sem ræddi um „Óla“ í símtölum sem notuð voru sem sönnunargögn í Al Thani-málinu svokallaða. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem nú afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm vegna málsins, ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún sagði niðurstöðu Hæstaréttar í málinu hafa byggst á misskilningi, þar sem í símtölunum hafi verið rætt um „Óla“ nokkurn og Hæstiréttur ályktað að um væri að ræða hinn dæmda Ólaf Ólafsson. „Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti. Á þessum villigötum ályktar Hæstiréttur að maður minn hafi verið í miðju viðskiptanna á útfærslustigi og unnið við hlið starfsmanna bankans,“ skrifaði Ingibjörg. „Ef menn skoða endurritið af þessu símtali þá sést að tilvísunin er þarna í Ólaf Arinbjörn, sem er sérfræðingur í kauphallarmálum, ekki Ólaf Ólafsson. Ég held að það hafi bara allir gengið út frá því bæði í flutningi málsins og við vitnayfirheyrslur að hann væri sá Óli sem málið varðaði,“ segir Bjarnfreður í samtali við Fréttablaðið. Bjarnfreður segir að hann hafi verið spurður að því fyrir héraðsdómi hvort hann hafi rætt nákvæma útfærslu viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. „Svarið við því var nei, ég myndi ekki eftir því,“ segir Bjarnfreður. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, stendur fast á þeim skilningi Hæstaréttar að um Ólaf Ólafsson hafi verið rætt í símtalinu þrátt fyrir grein Ingibjargar. „Þetta er bara misskilningur hjá henni. Það er klárlega Ólafur Ólafsson sem talað er um í þessu símtali og þess utan er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. En það er Ólafur Ólafsson sem verið er að ræða um í þessu símtali. Það eru hreinar línur,“ segir Björn í samtali við Fréttablaðið. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Þessi fullyrðing um að þetta sé bersýnilega Ólafur Ólafsson er að mínu mati mjög sérstök,“ segir Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, sem ræddi um „Óla“ í símtölum sem notuð voru sem sönnunargögn í Al Thani-málinu svokallaða. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem nú afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm vegna málsins, ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún sagði niðurstöðu Hæstaréttar í málinu hafa byggst á misskilningi, þar sem í símtölunum hafi verið rætt um „Óla“ nokkurn og Hæstiréttur ályktað að um væri að ræða hinn dæmda Ólaf Ólafsson. „Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti. Á þessum villigötum ályktar Hæstiréttur að maður minn hafi verið í miðju viðskiptanna á útfærslustigi og unnið við hlið starfsmanna bankans,“ skrifaði Ingibjörg. „Ef menn skoða endurritið af þessu símtali þá sést að tilvísunin er þarna í Ólaf Arinbjörn, sem er sérfræðingur í kauphallarmálum, ekki Ólaf Ólafsson. Ég held að það hafi bara allir gengið út frá því bæði í flutningi málsins og við vitnayfirheyrslur að hann væri sá Óli sem málið varðaði,“ segir Bjarnfreður í samtali við Fréttablaðið. Bjarnfreður segir að hann hafi verið spurður að því fyrir héraðsdómi hvort hann hafi rætt nákvæma útfærslu viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. „Svarið við því var nei, ég myndi ekki eftir því,“ segir Bjarnfreður. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, stendur fast á þeim skilningi Hæstaréttar að um Ólaf Ólafsson hafi verið rætt í símtalinu þrátt fyrir grein Ingibjargar. „Þetta er bara misskilningur hjá henni. Það er klárlega Ólafur Ólafsson sem talað er um í þessu símtali og þess utan er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. En það er Ólafur Ólafsson sem verið er að ræða um í þessu símtali. Það eru hreinar línur,“ segir Björn í samtali við Fréttablaðið.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira