Hljómar þögnin í Eldborg? Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. Stemningin í Hörpu, tónlistarhúsinu „that makes Iceland bigger“ eins og einn forsvarsmanna Disney sagði á dögunum, er döpur. Ef ekki nást samningar við starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 9. apríl stefnir í að þessi mynd sem hér er dregin upp verði að veruleika. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall á tónleikadegi milli kl. 19.00 og 23.00. Ef til þess kemur verður það, eftir því sem ég kemst næst, í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar sem þeir fara í verkfall. Hingað til hefur verið litið svo á að verkfallsvopn hljóðfæraleikara sé bitlaust. Þetta er ekki sama beitta vopnið og læknar eiga og verkfall hljóðfæraleikara bitnar ekki á börnum og ungu fólki eins og þegar kennarar fara í verkfall. En þó deila megi um bitið geta áhrifin verið sterk. Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis. Sama ár var Þjóðleikhúsið vígt. Ráðamenn þess tíma vildu að listir og menning mótuðu sjálfsmynd þjóðarinnar. Á þessum 65 árum hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands orðið ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs og vakið alþjóðlega athygli, nú síðast í ágúst með rómuðum tónleikum hennar á hinni frægu tónlistarhátíð BBC Proms. Á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða um fjórðungur landsmanna. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð. Á síðasta starfsári lék hljómsveitin fyrir nær 21.500 gesti á skólatónleikum og öðrum opnum tónleikum sem voru þáttur í fræðslustarfi hennar. Þessar tölur sýna að starfsemin snertir stóran hluta þjóðarinnar.Landsliðið Nýlega var skólatónleikum Sinfóníunnar sjónvarpað beint í kvikmyndahúsið Skjaldborg á Patreksfirði þar sem skólabörn á svæðinu fengu tækifæri til að sjá og heyra hljómsveitina leika fyrir fullum Eldborgarsal af reykvískum grunnskólabörnum. Um var að ræða tilraunarverkefni með Símanum en slíkar útsendingar gætu orðið að föstum lið í starfsemi hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Á leiðinni á tónleikana heyrðist einn ungra tónleikagesta spyrja vin sinn: „Hvað er eiginlega sinfóníuhljómsveit?“ og vinurinn svaraði: „Það er svona landsliðið í hljóðfæraleik.“ Það er margt líkt með hljóðfæraleikurum og afreksfólki í íþróttum. Þeir þurfa að keppa um stöður í hljómsveitinni. Þeir þurfa stöðugt að viðhalda færni sinni með þjálfun marga klukkutíma á dag. Allir atvinnutónlistarmenn hafa æft á hljóðfæri frá barnæsku. Vinna þeirra krefst ofurnákvæmni og mikillar einbeitingar hvort sem er við æfingar eða á tónleikum. Álagið á tónleikum er slíkt að blóðþrýstingur hljóðfæraleikara mælist hærri en hjá flugumferðarstjórum, flugmönnum og læknum. Hljóðfæraleikarar hafa löngum þurft að berjast fyrir því að störf þeirra væru metin til launa. Ástríða þeirra og hæfileikar hafa verið nokkurs konar kaupauki fyrir samfélagið sem ekki hefur þurft að greiða list þeirra fullu verði. Eins og aðrir launamenn fara þeir fram á að menntun, álag og reynsla sé metin til launahækkana. Vonandi finnst farsæl lausn á kjaradeilunni fyrr en síðar. Því hvað gerist þegar tónlistin þagnar og hvernig hljómar þögnin í Eldborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. Stemningin í Hörpu, tónlistarhúsinu „that makes Iceland bigger“ eins og einn forsvarsmanna Disney sagði á dögunum, er döpur. Ef ekki nást samningar við starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 9. apríl stefnir í að þessi mynd sem hér er dregin upp verði að veruleika. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall á tónleikadegi milli kl. 19.00 og 23.00. Ef til þess kemur verður það, eftir því sem ég kemst næst, í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar sem þeir fara í verkfall. Hingað til hefur verið litið svo á að verkfallsvopn hljóðfæraleikara sé bitlaust. Þetta er ekki sama beitta vopnið og læknar eiga og verkfall hljóðfæraleikara bitnar ekki á börnum og ungu fólki eins og þegar kennarar fara í verkfall. En þó deila megi um bitið geta áhrifin verið sterk. Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis. Sama ár var Þjóðleikhúsið vígt. Ráðamenn þess tíma vildu að listir og menning mótuðu sjálfsmynd þjóðarinnar. Á þessum 65 árum hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands orðið ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs og vakið alþjóðlega athygli, nú síðast í ágúst með rómuðum tónleikum hennar á hinni frægu tónlistarhátíð BBC Proms. Á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða um fjórðungur landsmanna. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð. Á síðasta starfsári lék hljómsveitin fyrir nær 21.500 gesti á skólatónleikum og öðrum opnum tónleikum sem voru þáttur í fræðslustarfi hennar. Þessar tölur sýna að starfsemin snertir stóran hluta þjóðarinnar.Landsliðið Nýlega var skólatónleikum Sinfóníunnar sjónvarpað beint í kvikmyndahúsið Skjaldborg á Patreksfirði þar sem skólabörn á svæðinu fengu tækifæri til að sjá og heyra hljómsveitina leika fyrir fullum Eldborgarsal af reykvískum grunnskólabörnum. Um var að ræða tilraunarverkefni með Símanum en slíkar útsendingar gætu orðið að föstum lið í starfsemi hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Á leiðinni á tónleikana heyrðist einn ungra tónleikagesta spyrja vin sinn: „Hvað er eiginlega sinfóníuhljómsveit?“ og vinurinn svaraði: „Það er svona landsliðið í hljóðfæraleik.“ Það er margt líkt með hljóðfæraleikurum og afreksfólki í íþróttum. Þeir þurfa að keppa um stöður í hljómsveitinni. Þeir þurfa stöðugt að viðhalda færni sinni með þjálfun marga klukkutíma á dag. Allir atvinnutónlistarmenn hafa æft á hljóðfæri frá barnæsku. Vinna þeirra krefst ofurnákvæmni og mikillar einbeitingar hvort sem er við æfingar eða á tónleikum. Álagið á tónleikum er slíkt að blóðþrýstingur hljóðfæraleikara mælist hærri en hjá flugumferðarstjórum, flugmönnum og læknum. Hljóðfæraleikarar hafa löngum þurft að berjast fyrir því að störf þeirra væru metin til launa. Ástríða þeirra og hæfileikar hafa verið nokkurs konar kaupauki fyrir samfélagið sem ekki hefur þurft að greiða list þeirra fullu verði. Eins og aðrir launamenn fara þeir fram á að menntun, álag og reynsla sé metin til launahækkana. Vonandi finnst farsæl lausn á kjaradeilunni fyrr en síðar. Því hvað gerist þegar tónlistin þagnar og hvernig hljómar þögnin í Eldborg?
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun