Lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund kr. á mánuði Björgvin Guðmundsson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Verkalýðshreyfingin býr sig nú undir hörð átök í kjaramálum. Fyrstu verkföllin hafa verið boðuð. Kjarasamningar eru lausir og flest verkalýðsfélög hafa sett fram kröfur sínar um kjarabætur. Starfsgreinasambandið fer fram á, að laun hækki á þremur árum í 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta er sú lágmarksupphæð, sem launþegar og allur almenningur þurfa sér til framfærslu.Lægra en meðaltalsútgjöld Þetta er lægra en neyslukönnun Hagstofunnar segir að séu meðaltalsútgjöld einstaklinga til neyslu í landinu, en þau nema 321 þúsund krónum á mánuði án skatta. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur sett fram þá kröfu að lífeyrir aldraðra hækki í áföngum í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar og verði 321 þúsund krónur á mánuði.ASÍ styðji kröfu lífeyrisþega Nú þegar Starfsgreinasambandið hefur sett fram kröfu um 300 þúsund króna laun á mánuði er eðlilegt, að aldraðir og öryrkjar setji fram hliðstæða kröfu, þ.e. að laun (lífeyrir) lífeyrisþega hækki í sömu upphæð og kaup launþega. Landssamband eldri borgara hefur áður sett fram slíka kröfu og leitað stuðnings ASÍ við þá kröfugerð. Eldri borgarar vænta þess, að verkalýðshreyfingin taki kröfur lífeyrisþega upp í viðræðum við ríkisstjórnina í tengslum við væntanlega kjaradeilu. ASÍ þarf að setja fram þá kröfu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í nákvæmlega sömu upphæð og laun verkafólks munu hækka í. Það er eðlileg og réttmæt krafa og það er eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji aldraða og öryrkja í þessu efni.Hækki í takt við laun Í lögum segir, að við ákvörðun lífeyris aldraðra og öryrkja skuli taka mið af launaþróun en að lífeyrir skuli aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs. Þetta lagaákvæði hefur verið þverbrotið. Lífeyrir aldraðra hefur hvergi nærri hækkað eins mikið og lægstu laun. Aldraðir og öryrkjar hafa orðið eftir í launaþróuninni.Lífeyrir iðulega verið frystur Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur á sama tíma og lægstu laun hafa hækkað. Þetta er kallað kjaragliðnun og aldraðir krefjast þess, að hún verði strax leiðrétt vegna krepputímans og lífeyrir hækkaður um 20% áður en yfirstandandi kjaradeila leysist. Síðan þarf að gæta þess við lausn kjaradeilunnar og framvegis, að lífeyrir hækki ávallt jafnmikið og lægstu laun.Krefjast leiðréttingar strax Kaupmáttur launa verkafólks jókst um 5,8% árið 2014. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði hins vegar aðeins um 3% um síðustu áramót. Hér hefur því enn átt sér stað kjaragliðnun. Eldri borgarar krefjast þess, að þetta verði strax leiðrétt og lífeyrir aldraðra hækkaður strax vegna þessarar kjaragliðnunar. Nóg er ranglætið fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin býr sig nú undir hörð átök í kjaramálum. Fyrstu verkföllin hafa verið boðuð. Kjarasamningar eru lausir og flest verkalýðsfélög hafa sett fram kröfur sínar um kjarabætur. Starfsgreinasambandið fer fram á, að laun hækki á þremur árum í 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta er sú lágmarksupphæð, sem launþegar og allur almenningur þurfa sér til framfærslu.Lægra en meðaltalsútgjöld Þetta er lægra en neyslukönnun Hagstofunnar segir að séu meðaltalsútgjöld einstaklinga til neyslu í landinu, en þau nema 321 þúsund krónum á mánuði án skatta. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur sett fram þá kröfu að lífeyrir aldraðra hækki í áföngum í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar og verði 321 þúsund krónur á mánuði.ASÍ styðji kröfu lífeyrisþega Nú þegar Starfsgreinasambandið hefur sett fram kröfu um 300 þúsund króna laun á mánuði er eðlilegt, að aldraðir og öryrkjar setji fram hliðstæða kröfu, þ.e. að laun (lífeyrir) lífeyrisþega hækki í sömu upphæð og kaup launþega. Landssamband eldri borgara hefur áður sett fram slíka kröfu og leitað stuðnings ASÍ við þá kröfugerð. Eldri borgarar vænta þess, að verkalýðshreyfingin taki kröfur lífeyrisþega upp í viðræðum við ríkisstjórnina í tengslum við væntanlega kjaradeilu. ASÍ þarf að setja fram þá kröfu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í nákvæmlega sömu upphæð og laun verkafólks munu hækka í. Það er eðlileg og réttmæt krafa og það er eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji aldraða og öryrkja í þessu efni.Hækki í takt við laun Í lögum segir, að við ákvörðun lífeyris aldraðra og öryrkja skuli taka mið af launaþróun en að lífeyrir skuli aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs. Þetta lagaákvæði hefur verið þverbrotið. Lífeyrir aldraðra hefur hvergi nærri hækkað eins mikið og lægstu laun. Aldraðir og öryrkjar hafa orðið eftir í launaþróuninni.Lífeyrir iðulega verið frystur Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur á sama tíma og lægstu laun hafa hækkað. Þetta er kallað kjaragliðnun og aldraðir krefjast þess, að hún verði strax leiðrétt vegna krepputímans og lífeyrir hækkaður um 20% áður en yfirstandandi kjaradeila leysist. Síðan þarf að gæta þess við lausn kjaradeilunnar og framvegis, að lífeyrir hækki ávallt jafnmikið og lægstu laun.Krefjast leiðréttingar strax Kaupmáttur launa verkafólks jókst um 5,8% árið 2014. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði hins vegar aðeins um 3% um síðustu áramót. Hér hefur því enn átt sér stað kjaragliðnun. Eldri borgarar krefjast þess, að þetta verði strax leiðrétt og lífeyrir aldraðra hækkaður strax vegna þessarar kjaragliðnunar. Nóg er ranglætið fyrir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun