Gói stendur á tímamótum Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 8. apríl 2015 11:30 Guðjón Davíð Karlsson, afmælisbarn dagsins. Vísir/Stefán „Þetta er bara fagnaðarefni fyrir íslensku þjóðina,“ segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, sem fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Nei nei, svo ég tali nú af fullri alvöru þá fylgir þessu auðvitað aukinn þroski og almenn gleði. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá þakkar maður fyrir að hafa góða heilsu,“ bætir hann við hress. Í tilefni dagsins segist Guðjón meðal annars ætla að fara út að borða í hádeginu með konunni. „Ég er svo að sýna um kvöldið, Er ekki nóg að elska? í Borgarleikhúsinu, fyrstu sýningu eftir páskafrí.“ Þetta ár verður ansi viðburðarríkt hjá Góa, en auk þess að vera að flytja sig yfir til Þjóðleikhússins í haust, heldur hann einnig upp á tíu ára útskriftarafmæli úr leiklistarskólanum. „Þegar ég útskrifaðist þá hafði Hilmir Snær verið í bransanum í ellefu ár og leikkonur eins og Halldóra Geirharðs áttu tíu ára útskriftarafmæli. Fyrir mér voru þau búin að leika í fullt af verkum og átt svo mörg eftirminnileg hlutverk, þannig að ég hugsaði með mér hvort ég myndi einhverntíma endast svona lengi í bransanum. Í dag finnst mér þetta hinsvegar hafa gerst í gær,“ segir Gói og hlær. Um páskana heimsótti Gói Akureyri ásamt fjölskyldunni sinni. „Það er og var alveg stórkostlegt að vera á Akureyri, ég fékk alveg sælutilfinningu að koma þangað.“ Gói var, eins og kunnugt er, ráðinn til Leikfélags Akureyrar strax eftir útskrift úr leiklistarskólanum. „Þetta var ótrúlega gott start fyrir mig sem leikara og var nokkurskonar masterclass í leiklist. Þarna voru 5-6 sýningar á viku, og hin fleyga setning „list endurtekningarinnar“ átti vel við, það þýddi ekkert að vera með neitt múður.“ Hann segist eiga Magnúsi Geir Þórðarsyni mikið að þakka fyrir að hafa spottað hann og ráðið hann til sín á Akureyri og svo síðar í Borgarleikhúsið. Í haust færir Gói sig til Þjóðleikhússins, þar sem hann tekur meðal annars þátt í uppsetningu á Hróa hetti. Aðspurður hvort hann ætli að færa sig meira yfir í dramaverk í nýju leikhúsi, segir hann að best sé að skipta þessu jafnt á milli. „Það er oftast þannig að grínverkin fá meiri athygli, þannig að flestir halda að ég sé meira í þeim. En ætli þetta sé ekki nokkuð jafnt, drama og grín ef ég tæki það saman. Hinsvegar er það alltaf þannig að þegar maður er að leika í dramaverki þá langar manni í grínið og öfugt,“ segir hann og hlær. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
„Þetta er bara fagnaðarefni fyrir íslensku þjóðina,“ segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, sem fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Nei nei, svo ég tali nú af fullri alvöru þá fylgir þessu auðvitað aukinn þroski og almenn gleði. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá þakkar maður fyrir að hafa góða heilsu,“ bætir hann við hress. Í tilefni dagsins segist Guðjón meðal annars ætla að fara út að borða í hádeginu með konunni. „Ég er svo að sýna um kvöldið, Er ekki nóg að elska? í Borgarleikhúsinu, fyrstu sýningu eftir páskafrí.“ Þetta ár verður ansi viðburðarríkt hjá Góa, en auk þess að vera að flytja sig yfir til Þjóðleikhússins í haust, heldur hann einnig upp á tíu ára útskriftarafmæli úr leiklistarskólanum. „Þegar ég útskrifaðist þá hafði Hilmir Snær verið í bransanum í ellefu ár og leikkonur eins og Halldóra Geirharðs áttu tíu ára útskriftarafmæli. Fyrir mér voru þau búin að leika í fullt af verkum og átt svo mörg eftirminnileg hlutverk, þannig að ég hugsaði með mér hvort ég myndi einhverntíma endast svona lengi í bransanum. Í dag finnst mér þetta hinsvegar hafa gerst í gær,“ segir Gói og hlær. Um páskana heimsótti Gói Akureyri ásamt fjölskyldunni sinni. „Það er og var alveg stórkostlegt að vera á Akureyri, ég fékk alveg sælutilfinningu að koma þangað.“ Gói var, eins og kunnugt er, ráðinn til Leikfélags Akureyrar strax eftir útskrift úr leiklistarskólanum. „Þetta var ótrúlega gott start fyrir mig sem leikara og var nokkurskonar masterclass í leiklist. Þarna voru 5-6 sýningar á viku, og hin fleyga setning „list endurtekningarinnar“ átti vel við, það þýddi ekkert að vera með neitt múður.“ Hann segist eiga Magnúsi Geir Þórðarsyni mikið að þakka fyrir að hafa spottað hann og ráðið hann til sín á Akureyri og svo síðar í Borgarleikhúsið. Í haust færir Gói sig til Þjóðleikhússins, þar sem hann tekur meðal annars þátt í uppsetningu á Hróa hetti. Aðspurður hvort hann ætli að færa sig meira yfir í dramaverk í nýju leikhúsi, segir hann að best sé að skipta þessu jafnt á milli. „Það er oftast þannig að grínverkin fá meiri athygli, þannig að flestir halda að ég sé meira í þeim. En ætli þetta sé ekki nokkuð jafnt, drama og grín ef ég tæki það saman. Hinsvegar er það alltaf þannig að þegar maður er að leika í dramaverki þá langar manni í grínið og öfugt,“ segir hann og hlær.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira