Lífið

Knattspyrnukappar kepptu við golfara

Samúel Karl Ólason skrifar
Eiður Smári sýndi snilldartaka.
Eiður Smári sýndi snilldartaka.
Nýr fótboltagolfvöllur var opnaður í dag í Skemmtigarðinum í Grafarvogi, en vígsluathöfn fór þar fram í gær. Knattspyrnukapparnir Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason og Karen Ómarsdóttir kepptu þar við þá Birgi Leif Hafþórsson, Ólafi Loftsson og Emil Þór Ragnarsson í létum leik.

Eiður Smári Guðjonsen, Alfreð Finnbogason og Karen Ómarsdóttir mættu golfurunum Birgi Leif Hafþórssyni, Ólafi Loftsyni og Emil Þór Ragnarssyni í léttum leik.
Í tilkynningu frá Skemmtigarðinum segir að Eiður Smári hafi sýnt meistaratakta og snúið boltanum að vild inn á grín. Hann tók fyrsta sparkið á nýja vellinum og setti boltann beint inn á grín á fyrstu brautinni án tilhlaups. Fyrsta holan er par 3.

„Leikar voru æsispennandi þar sem að golfararnir tóku strax forystu, enda alvanir að lesa nýja velli þar sem verið er að spila á í fyrsta sinn. Spilaðar voru 9 holur. Þegar leið á keppnina duttu knattspyrnukapparnir í gang og drógu á golfarana en Birgir Leifur sagði að þeir hefðu náð að verjast í blálokin undir mikilli pressu og meistaratöktum landsliðsmannanna þar sem Eiður sýndi mikil tilþrif og snéri boltanum nokkrum sinnum með utanfótarspyrnum upp á grínin golfurunum til mikillar mæðu.“

Að lokum enduðu leikar 115 högg gegn 111 og unnu golfararnir því með fjórum spörkum. Nánari upplýsingar um fótboltagolfið má nálgast á heimasíðu skemmtigarðsins.

Spilaðar voru níu holur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×