Ísland eftirbátur í málefnum fatlaðra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks tekur á málum fatlaðra sem mannréttindamáli frekar en velferðarmáli. Fréttablaðið/Anton „Ég hef tekið dæmi af setningarhátíð 17. júní á Austurvelli,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, um þá mismunun sem fatlaðir þurfa að þola. Ellen sgir stundina hafa verið hátíðlega fyrir þátttakendur og marga sem fylgdust með í sjónvarpi. „En þarna vantaði alveg túlk og engin textun var í sjónvarpi. Upplifunin fyrir heyrnarlaust fólk, hvort sem það sat heima eða var á Austurvelli, var þrúgandi útilokun. 17. júní er ekki skyndiviðburður og því ætti að vera auðvelt að sjá til þess að túlkun og textun sé klár fyrir daginn.“Væri samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur á Alþingi segir Ellen að mætti koma í veg fyrir að fötluðu fólki yrði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti. Öryrkjabandalagið berst fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Við höfum safnað undirskriftum síðan í haust og stefnum á þrjátíu þúsund.“ Ísland undirritaði samninginn í mars árið 2007 en hefur enn ekki fullgilt hann. 155 önnur ríki hafa undirritað samninginn og þar af hafa 132 ríki fullgilt hann. Í ályktun Alþingis um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er kveðið á um að samningurinn skyldi fullgiltur eigi síðar en á vorþingi 2013. „Við vitum að þetta er til meðferðar í innanríkisráðuneytinu en því miður er tilfinningin sú að mannréttindi fatlaðs fólks séu ekki sett í forgang,“ segir Ellen. Ísland sé eitt af fjórum löndum í Evrópu sem ekki hafi fullgilt samninginn. Auk Íslands séu þetta Írland, Holland og Finnland, en Finnar klári ferlið í haust.Rannveig TraustadóttirRannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, segir samninginn afar víðtækan sáttmála um réttindi fatlaðra. „Rannsóknir hafa sýnt að aðrir sambærilegir mannréttindasáttmálar hafi ekki náð til fatlaðs fólks og fatlað fólk er 15 prósent jarðarbúa þannig að það er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum.“ Sáttmálinn tekur á málefnum fatlaðra sem mannréttindamáli en ekki velferðarmáli. Rannveig segir það vera nýjung í sáttmálum af þessum toga. „Sáttmálinn myndi hafa miklar breytingar í för með sér. Þar er kveðið stíft á um að fatlað fólk eigi að ráða sér sjálft og ef það er í erfiðri aðstöðu til að geta nýtt sér þau réttindi þá er það skylda samfélagsins að aðstoða fólkið við það svo það eigi rétt á að lifa án aðgreiningar.“ Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ég hef tekið dæmi af setningarhátíð 17. júní á Austurvelli,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, um þá mismunun sem fatlaðir þurfa að þola. Ellen sgir stundina hafa verið hátíðlega fyrir þátttakendur og marga sem fylgdust með í sjónvarpi. „En þarna vantaði alveg túlk og engin textun var í sjónvarpi. Upplifunin fyrir heyrnarlaust fólk, hvort sem það sat heima eða var á Austurvelli, var þrúgandi útilokun. 17. júní er ekki skyndiviðburður og því ætti að vera auðvelt að sjá til þess að túlkun og textun sé klár fyrir daginn.“Væri samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur á Alþingi segir Ellen að mætti koma í veg fyrir að fötluðu fólki yrði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti. Öryrkjabandalagið berst fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Við höfum safnað undirskriftum síðan í haust og stefnum á þrjátíu þúsund.“ Ísland undirritaði samninginn í mars árið 2007 en hefur enn ekki fullgilt hann. 155 önnur ríki hafa undirritað samninginn og þar af hafa 132 ríki fullgilt hann. Í ályktun Alþingis um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er kveðið á um að samningurinn skyldi fullgiltur eigi síðar en á vorþingi 2013. „Við vitum að þetta er til meðferðar í innanríkisráðuneytinu en því miður er tilfinningin sú að mannréttindi fatlaðs fólks séu ekki sett í forgang,“ segir Ellen. Ísland sé eitt af fjórum löndum í Evrópu sem ekki hafi fullgilt samninginn. Auk Íslands séu þetta Írland, Holland og Finnland, en Finnar klári ferlið í haust.Rannveig TraustadóttirRannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, segir samninginn afar víðtækan sáttmála um réttindi fatlaðra. „Rannsóknir hafa sýnt að aðrir sambærilegir mannréttindasáttmálar hafi ekki náð til fatlaðs fólks og fatlað fólk er 15 prósent jarðarbúa þannig að það er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum.“ Sáttmálinn tekur á málefnum fatlaðra sem mannréttindamáli en ekki velferðarmáli. Rannveig segir það vera nýjung í sáttmálum af þessum toga. „Sáttmálinn myndi hafa miklar breytingar í för með sér. Þar er kveðið stíft á um að fatlað fólk eigi að ráða sér sjálft og ef það er í erfiðri aðstöðu til að geta nýtt sér þau réttindi þá er það skylda samfélagsins að aðstoða fólkið við það svo það eigi rétt á að lifa án aðgreiningar.“
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira