„Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2015 21:17 Lán SPRON til Exista var framlengt fjórum sinnum og var seinasti gjalddagi þess 16. mars 2008. Það var aldrei greitt til baka. Vísir/GVA Símtal sem spilað var í dómsal í SPRON-málinu í dag varpar ljósi á þann snúning sem fjallað er um í ákæru sérstaks saksóknara á hendur fyrrum forstjóra sjóðsins og fjórum stjórnarmönnum hans vegna tveggja milljarða króna lánveitingar SPRON til Exista þann 30. september 2008. Umræddur snúningur snýr að því að VÍS lánaði 4 milljarða til Exista þann 18. september 2008. Fjórum dögum síðar var það lán framlengt til 29. september og svo aftur framlengt þá um einn dag. Þann 30. september endurgreiðir Exista svo lánið til VÍS en sama dag koma 2 milljarðar frá VÍS inn í SPRON. Sparisjóðurinn á svo að hafa lánað þá milljarða til Exista.„Smá lúppa í gangi hérna”Í símtalinu ræðir Valgeir Baldursson, þáverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, við starfsmann í fjárstýringu sjóðsins. Valgeir bar vitni í málinu í dag og var símtalið borið undir hann. Valgeir segir starfsmanninum að það sé „smá lúppa í gangi hérna.” VÍS vilji leggja þrjá milljarða inn hjá SPRON sem að SPRON þurfi svo að lána Exista aftur út. Valgeir spyr hvort að það sé einhver vandi við það að lána Exista milljarðana þrjá og segir starfsmaðurinn að þetta sé bara spurning um hvaða heimildir Guðmundur Hauksson, forstjóri sparisjóðsins, hafi án þess að fá kvittun stjórnar. Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, spurði Valgeir hver hefði upphaflega komið að máli við hann vegna lánsins til Exista. Sagði hann það hafa verið Harald Þórðarson, framkvæmdastjóra fjárstýringar félagsins.Einn aðili að koma með innlán, annar vildi fá útlánSpurður út í hvað hann ætti við með orðinu “lúppa” sagði Valgeir: „Það er svo sem engin sérstök meining. Þetta er bara orðalag sem ég valdi. Þarna er bara aðili sem er að koma með innlán og annar aðili sem vildi fá útlán. Í sjálfu sér er engin dýpri merking þarna.” Valgeir sagði að forstjórinn, Guðmundur Hauksson, hefði verið upplýstur um gang mála varðandi lánið til Exista og „lúppuna” með VÍS en fyrir dómi kvaðst Guðmundur ekki hafa vitað um innlán tryggingafélagsins. Í öðru símtali sem spilað var fyrir dómi og átti sér stað degi áður en lánið til Exista var samþykkt ræðir Valgeir við annan starfsmann SPRON um lánið. Segir hann að VÍS ætli að leggja inn tvo milljarða til SPRON „og við ætlum að lána Exista þá út í viku.”Ræddi lánið ekki við stjórnarmenn SPRONValgeir leggur mikla áherslu á það í símtalinu að ekki megi greiða lánið út fyrr en daginn eftir þegar stjórn sjóðsins kemur saman á fundi og lánveitingin verður samþykkt. Skúli Magnússon, einn af dómurunum í málinu, spurði Valgeir hvers vegna VÍS hefði ekki bara lánað Exista milljarðana tvo milliliðalaust í staðinn fyrir að fara í gegnum SPRON. Valgeir sagðist ekki geta svarað því. Valgeir sagðist ekki hafa rætt um lánið við stjórnarmenn SPRON fyrir fundinn þar sem það var samþykkt. Þá kvaðst hann ekki muna hvernig lánið hefði verið kynnt á stjórnarfundinum og sagðist heldur ekki muna sérstaklega eftir umræðum um það. Fram hafði þá komið hjá ákærðu í málinu að Valgeir hefði séð um að kynna lánið fyrir þeim á fundinum.Exista ekki aðili á millibankamarkaði en gat samt fengið peningamarkaðslánÍ fyrra símtalinu sem spilað var í dag ræða Valgeir og starfsmaður fjárstýringar um það hvort að það sé einhverjum vandkvæðum bundið að veita Exista peningamarkaðslán þar sem félagið sé ekki aðili að millibankamarkaði. Aðspurður hvort að hann sjálfur hefði getað veitt peningamarkaðslán án samþykkis stjórnar hefði Exista verið aðili á millibankamarkaði sagði Valgeir svo ekki vera. Hann var þá spurður að því hverjir gátu fengið peningamarkaðslán. Svaraði hann því til að það væru aðilar á millibankamarkaði og svo stærri aðilar á markaðnum sem væru að taka til sín fé og láta frá sér. Í þeim tilvikum hefði hvert og eitt lán verið metið fyrir sig. Lán SPRON til Exista var framlengt fjórum sinnum og var seinasti gjalddagi þess 16. mars 2008. Það var aldrei greitt til baka. Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27 SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Símtal sem spilað var í dómsal í SPRON-málinu í dag varpar ljósi á þann snúning sem fjallað er um í ákæru sérstaks saksóknara á hendur fyrrum forstjóra sjóðsins og fjórum stjórnarmönnum hans vegna tveggja milljarða króna lánveitingar SPRON til Exista þann 30. september 2008. Umræddur snúningur snýr að því að VÍS lánaði 4 milljarða til Exista þann 18. september 2008. Fjórum dögum síðar var það lán framlengt til 29. september og svo aftur framlengt þá um einn dag. Þann 30. september endurgreiðir Exista svo lánið til VÍS en sama dag koma 2 milljarðar frá VÍS inn í SPRON. Sparisjóðurinn á svo að hafa lánað þá milljarða til Exista.„Smá lúppa í gangi hérna”Í símtalinu ræðir Valgeir Baldursson, þáverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, við starfsmann í fjárstýringu sjóðsins. Valgeir bar vitni í málinu í dag og var símtalið borið undir hann. Valgeir segir starfsmanninum að það sé „smá lúppa í gangi hérna.” VÍS vilji leggja þrjá milljarða inn hjá SPRON sem að SPRON þurfi svo að lána Exista aftur út. Valgeir spyr hvort að það sé einhver vandi við það að lána Exista milljarðana þrjá og segir starfsmaðurinn að þetta sé bara spurning um hvaða heimildir Guðmundur Hauksson, forstjóri sparisjóðsins, hafi án þess að fá kvittun stjórnar. Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, spurði Valgeir hver hefði upphaflega komið að máli við hann vegna lánsins til Exista. Sagði hann það hafa verið Harald Þórðarson, framkvæmdastjóra fjárstýringar félagsins.Einn aðili að koma með innlán, annar vildi fá útlánSpurður út í hvað hann ætti við með orðinu “lúppa” sagði Valgeir: „Það er svo sem engin sérstök meining. Þetta er bara orðalag sem ég valdi. Þarna er bara aðili sem er að koma með innlán og annar aðili sem vildi fá útlán. Í sjálfu sér er engin dýpri merking þarna.” Valgeir sagði að forstjórinn, Guðmundur Hauksson, hefði verið upplýstur um gang mála varðandi lánið til Exista og „lúppuna” með VÍS en fyrir dómi kvaðst Guðmundur ekki hafa vitað um innlán tryggingafélagsins. Í öðru símtali sem spilað var fyrir dómi og átti sér stað degi áður en lánið til Exista var samþykkt ræðir Valgeir við annan starfsmann SPRON um lánið. Segir hann að VÍS ætli að leggja inn tvo milljarða til SPRON „og við ætlum að lána Exista þá út í viku.”Ræddi lánið ekki við stjórnarmenn SPRONValgeir leggur mikla áherslu á það í símtalinu að ekki megi greiða lánið út fyrr en daginn eftir þegar stjórn sjóðsins kemur saman á fundi og lánveitingin verður samþykkt. Skúli Magnússon, einn af dómurunum í málinu, spurði Valgeir hvers vegna VÍS hefði ekki bara lánað Exista milljarðana tvo milliliðalaust í staðinn fyrir að fara í gegnum SPRON. Valgeir sagðist ekki geta svarað því. Valgeir sagðist ekki hafa rætt um lánið við stjórnarmenn SPRON fyrir fundinn þar sem það var samþykkt. Þá kvaðst hann ekki muna hvernig lánið hefði verið kynnt á stjórnarfundinum og sagðist heldur ekki muna sérstaklega eftir umræðum um það. Fram hafði þá komið hjá ákærðu í málinu að Valgeir hefði séð um að kynna lánið fyrir þeim á fundinum.Exista ekki aðili á millibankamarkaði en gat samt fengið peningamarkaðslánÍ fyrra símtalinu sem spilað var í dag ræða Valgeir og starfsmaður fjárstýringar um það hvort að það sé einhverjum vandkvæðum bundið að veita Exista peningamarkaðslán þar sem félagið sé ekki aðili að millibankamarkaði. Aðspurður hvort að hann sjálfur hefði getað veitt peningamarkaðslán án samþykkis stjórnar hefði Exista verið aðili á millibankamarkaði sagði Valgeir svo ekki vera. Hann var þá spurður að því hverjir gátu fengið peningamarkaðslán. Svaraði hann því til að það væru aðilar á millibankamarkaði og svo stærri aðilar á markaðnum sem væru að taka til sín fé og láta frá sér. Í þeim tilvikum hefði hvert og eitt lán verið metið fyrir sig. Lán SPRON til Exista var framlengt fjórum sinnum og var seinasti gjalddagi þess 16. mars 2008. Það var aldrei greitt til baka.
Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27 SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32
SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04
Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27
SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45