Af hverju þurfti Amy Winehouse að deyja? Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. júní 2015 17:54 Amy Winehouse Vísir/Getty Hin umdeilda heimildamynd Amy eftir Asif Kapadia segir söngkonuna heimsfrægu Amy Winehouse hafa þurft á mun meiri hjálp að halda en fólk hafi gert sér grein fyrir. Fjölskylda Winehouse hefur lýst yfir óánægju sinni með myndina, sem frumsýnd var á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Cannes. Fjölskylda Winehouse gaf út yfirlýsingu þess efnis að myndin sýndi ekki rétta mynd af Amy, í henni mætta finna staðreyndarvillur og að aðstandendur myndarinnar ættu að skammast sín. Kapadia gefur lítið fyrir gagnrýnina. Amy Winehouse fannst látin í íbúð sinni í norðurhluta Lundúna árið 2011, eins og frægt er orðið. Dánarorsökin var áfengiseitrun. Söngkonan hafði þá háð baráttu við fíkn sem endaði oftar en ekki á síðum dagblaða um allan heim. Áhrifa söngkonunnar gætti víða en Bubbi Morthens gaf það út stuttu eftir andlát söngkonunnar að það hefði verið hún sem ýtti honum út í sálartónlist og hefði verið innblástur plötu Bubba, Sólskuggana. Í myndinni má sjá áður óséð brot úr ævi Winehouse sem náðust á filmu. Myndin hefst þegar Winehouse er á unglingsaldri, þar sem hún brosir og syngur afmælissönginn fyrir vin sinn. Kapadia tekur svo viðtöl við skólafélaga, ráðgjafa, mömmu hennar og pabba, eiginmann hennar, umboðsmenn og tökustjórann, Mark Ronson. Í myndinni er til dæmis að finna myndband sem sýnir þegar Amy og Blake Fielder-Civil, eiginmaður hennar fara í meðferð saman, en samband þeirra hjóna var gríðarlega stormasamt. Fielder-Civil reynir í myndbandinu að fá eiginkonu sína til að breyta textanum við lag sitt Rehab, sem var eitt vinsælasta lag Amy og fjallar um að hún vilji ekki fara í meðferð. Fielder-Civil reynir að fá hana til að segja „Já, já, já" í stað „Nei, nei, nei". Þremur dögum seinna voru hjónin aftur komin í neyslu.Blake Fielder-Civil og Amy WinehouseVísir/GettyAsif Kapadia, leikstjóri myndarinnar Amy, segir í nýju viðtali við menningarfylgirit Sunday Times að það hafi verið erfitt að fá viðmælendur í myndina. Hann segir því að það hafi komið honum á óvart hversu auðvelt var að fá Blake til þess að tala. Þegar Kapadia hitti hann í fyrsta sinn sagði hann það hafi komið sér á óvart hversu illa hann leit út.„Hann var með mörg ör og var ekki lengur eins myndarlegur og hann þótti áður. Ef fólk sér hann í dag verður það áreiðanlegra enn óskiljanlegra en áður að skilja fyrir hverju í fari hans Winehouse féll á sínum tíma. Í myndinni er hann málaður sem atvinnulaus fíkill - en það er þó hægt að sjá úr gömlum myndbrotum að hann var bæði fyndinn og sjarmerandi, sem er væntanlega það sem Winehouse hefur fallið fyrir." En hvað hefði Amy getað gert öðruvísi? Af hverju þurfti hún að deyja? spyr blaðamaður Sunday Times.„Hún hefði átt að flýja borgina. Ég elska London, en London var að drepa hana."En af hverju heimildamynd um Amy Winehouse? „Ástæða þess að ég vildi gera mynd um Amy Winehouse er einfaldlega sú að mér finnst þessi saga eiga erindi, hún gefur ákveðna mynd af þessari borg og heiminum sem við búum í. Ég bjó nálægt Camden alla tíð, þar sem Winehouse eyddi nánast öllum stundum úti á lífinu, og ég átti vini sem byrjuðu að reykja heróín. Maður gat ekki gengið nokkra metra án þess að einhver reyndi að selja þér dóp. Það hefur breyst núna og London hefur breyst. Hratt. Amy var mjög sérstök manneskja. Hún var ein okkar. Úr hverfinu. Kannski hefðum við átt að líta betur eftir henni." Hér má sjá stiklu úr Amy. Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hin umdeilda heimildamynd Amy eftir Asif Kapadia segir söngkonuna heimsfrægu Amy Winehouse hafa þurft á mun meiri hjálp að halda en fólk hafi gert sér grein fyrir. Fjölskylda Winehouse hefur lýst yfir óánægju sinni með myndina, sem frumsýnd var á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Cannes. Fjölskylda Winehouse gaf út yfirlýsingu þess efnis að myndin sýndi ekki rétta mynd af Amy, í henni mætta finna staðreyndarvillur og að aðstandendur myndarinnar ættu að skammast sín. Kapadia gefur lítið fyrir gagnrýnina. Amy Winehouse fannst látin í íbúð sinni í norðurhluta Lundúna árið 2011, eins og frægt er orðið. Dánarorsökin var áfengiseitrun. Söngkonan hafði þá háð baráttu við fíkn sem endaði oftar en ekki á síðum dagblaða um allan heim. Áhrifa söngkonunnar gætti víða en Bubbi Morthens gaf það út stuttu eftir andlát söngkonunnar að það hefði verið hún sem ýtti honum út í sálartónlist og hefði verið innblástur plötu Bubba, Sólskuggana. Í myndinni má sjá áður óséð brot úr ævi Winehouse sem náðust á filmu. Myndin hefst þegar Winehouse er á unglingsaldri, þar sem hún brosir og syngur afmælissönginn fyrir vin sinn. Kapadia tekur svo viðtöl við skólafélaga, ráðgjafa, mömmu hennar og pabba, eiginmann hennar, umboðsmenn og tökustjórann, Mark Ronson. Í myndinni er til dæmis að finna myndband sem sýnir þegar Amy og Blake Fielder-Civil, eiginmaður hennar fara í meðferð saman, en samband þeirra hjóna var gríðarlega stormasamt. Fielder-Civil reynir í myndbandinu að fá eiginkonu sína til að breyta textanum við lag sitt Rehab, sem var eitt vinsælasta lag Amy og fjallar um að hún vilji ekki fara í meðferð. Fielder-Civil reynir að fá hana til að segja „Já, já, já" í stað „Nei, nei, nei". Þremur dögum seinna voru hjónin aftur komin í neyslu.Blake Fielder-Civil og Amy WinehouseVísir/GettyAsif Kapadia, leikstjóri myndarinnar Amy, segir í nýju viðtali við menningarfylgirit Sunday Times að það hafi verið erfitt að fá viðmælendur í myndina. Hann segir því að það hafi komið honum á óvart hversu auðvelt var að fá Blake til þess að tala. Þegar Kapadia hitti hann í fyrsta sinn sagði hann það hafi komið sér á óvart hversu illa hann leit út.„Hann var með mörg ör og var ekki lengur eins myndarlegur og hann þótti áður. Ef fólk sér hann í dag verður það áreiðanlegra enn óskiljanlegra en áður að skilja fyrir hverju í fari hans Winehouse féll á sínum tíma. Í myndinni er hann málaður sem atvinnulaus fíkill - en það er þó hægt að sjá úr gömlum myndbrotum að hann var bæði fyndinn og sjarmerandi, sem er væntanlega það sem Winehouse hefur fallið fyrir." En hvað hefði Amy getað gert öðruvísi? Af hverju þurfti hún að deyja? spyr blaðamaður Sunday Times.„Hún hefði átt að flýja borgina. Ég elska London, en London var að drepa hana."En af hverju heimildamynd um Amy Winehouse? „Ástæða þess að ég vildi gera mynd um Amy Winehouse er einfaldlega sú að mér finnst þessi saga eiga erindi, hún gefur ákveðna mynd af þessari borg og heiminum sem við búum í. Ég bjó nálægt Camden alla tíð, þar sem Winehouse eyddi nánast öllum stundum úti á lífinu, og ég átti vini sem byrjuðu að reykja heróín. Maður gat ekki gengið nokkra metra án þess að einhver reyndi að selja þér dóp. Það hefur breyst núna og London hefur breyst. Hratt. Amy var mjög sérstök manneskja. Hún var ein okkar. Úr hverfinu. Kannski hefðum við átt að líta betur eftir henni." Hér má sjá stiklu úr Amy.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira