Formaður SÁÁ segir talskonu Rótarinnar sýna mikilmennsku og fordóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2015 11:22 Frá Vogi. Vísir/E.Ól „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, í umræðu í hópnum Vinahópur SÁÁ. Tilefnið er föstudagsviðtal Fréttablaðsins við Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, þar sem hún lýsti heimsókn sinni á Vog fyrir átta árum þegar hún tók þá ákvörðun að leggja flöskunni. „Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel,“ segir Kristín. Hún setur þó spurningamerki við ýmislegt, meðal annars þá staðreynd að hún hafi verið í afvötnun á sama tíma og indæll eldri maður í sinni áttugustu heimsókn á Vog.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁMinnir á gamaldagsviðhorf „Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. Rótin stendur fyrir ráðstefnu í september um konur, fíkn, áföll og meðferð þar sem á dagskrá er önnur meðferðarrúrræði fyrir konur. Formaður SÁÁ segir ummæli Kristínar minna sig á gamaldagsviðhorf - mikilmennsku og fordóma - og tengir við myndbandið hér að neðan þar sem eldri hvít kona neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni.Þá minnir Arnþór á að SÁÁ bjóði upp á kvennameðferð á Vík og vikulegan stuðning á göngudeild. Sú meðferð hafi verið í boði í tuttugu ár eða aftur til ársins 1995. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að af þeim 600 konum sem leiti að jafnaði árlega á Vog fari um 250 í kvennameðferð á Vík. Ein af þeim sem taka þátt í umræðum á þræðinum segist vel vera meðvituð um þessa meðferð og hún sé hið besta mál. Hins vegar sé gagnrýnisvert að afvötnunin sé ekki kynjaskipt. „Eins og við mörg vitum er margt sem truflar okkur þegar við erum veik nýkomin í afvötnun, ekki síst hitt kynið. Tilfinningasambönd hefjast og alls konar rugl sem getur endað illa.“ Arnþór segir málið ekkert snúast um það. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona "kardó-gaur" var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir formaðurinn. Tengdar fréttir „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, í umræðu í hópnum Vinahópur SÁÁ. Tilefnið er föstudagsviðtal Fréttablaðsins við Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, þar sem hún lýsti heimsókn sinni á Vog fyrir átta árum þegar hún tók þá ákvörðun að leggja flöskunni. „Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel,“ segir Kristín. Hún setur þó spurningamerki við ýmislegt, meðal annars þá staðreynd að hún hafi verið í afvötnun á sama tíma og indæll eldri maður í sinni áttugustu heimsókn á Vog.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁMinnir á gamaldagsviðhorf „Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. Rótin stendur fyrir ráðstefnu í september um konur, fíkn, áföll og meðferð þar sem á dagskrá er önnur meðferðarrúrræði fyrir konur. Formaður SÁÁ segir ummæli Kristínar minna sig á gamaldagsviðhorf - mikilmennsku og fordóma - og tengir við myndbandið hér að neðan þar sem eldri hvít kona neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni.Þá minnir Arnþór á að SÁÁ bjóði upp á kvennameðferð á Vík og vikulegan stuðning á göngudeild. Sú meðferð hafi verið í boði í tuttugu ár eða aftur til ársins 1995. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að af þeim 600 konum sem leiti að jafnaði árlega á Vog fari um 250 í kvennameðferð á Vík. Ein af þeim sem taka þátt í umræðum á þræðinum segist vel vera meðvituð um þessa meðferð og hún sé hið besta mál. Hins vegar sé gagnrýnisvert að afvötnunin sé ekki kynjaskipt. „Eins og við mörg vitum er margt sem truflar okkur þegar við erum veik nýkomin í afvötnun, ekki síst hitt kynið. Tilfinningasambönd hefjast og alls konar rugl sem getur endað illa.“ Arnþór segir málið ekkert snúast um það. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona "kardó-gaur" var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir formaðurinn.
Tengdar fréttir „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00