Nokkuð þéttur á nöglinni 1. júní 2015 15:00 "Ég syng ekki, er ekki nógu góður til að geta bæði spilað og sungið,“ segir Heiðar Ingi Svansson, bassaleikari hljómsveitarinnar Trúboðarnir. Hljómsveitin fagnar útgáfu fyrstu plötunnar á Gauknum á fimmtudaginn. mynd/gva Heiðar Ingi Svansson leikur á bassa í hljómsveitinni Trúboðarnir. Fyrsta plata hljómsveitarinnar er nýkomin út og útgáfutónleikar fram undan á Gauknum á fimmtudaginn. Fólk spurði Heiðar út í helgarplönin og hljómsveitina. Hvernig eru hefðbundnar helgar hjá þér? Það er fátt hefðbundið í mínu lífi enda þrífst ég best þegar mikið er að gera og verkefnin eru sem fjölbreyttust. Oft nota ég helgarnar til að klára ýmislegt sem ég hef ekki komist yfir í vinnuvikunni. Á sunnudagsmorgnum á messutíma fer ég oft á fund til að hitta félaga mína í ónefndum félagsskap og fæ mér kaffi með þeim á eftir. Síðan reyni ég sem oftast að fá í kvöldmat sem flesta úr fjölskyldunni, meðal annars fósturson minn og tengdadóttur, og gef mér tíma til að elda eitthvað gott. Bestu helgarnar eru með mínu fólki, konunni minni, börnum og ekki væri verra ef að ég næði að líka að hitta barnabörnin mín tvö sem búa rétt hjá Flúðum.Sefurðu út? Sá eiginleiki virðist tekinn frá manni þegar maður er kominn yfir ákveðinn aldur. Annars kann ég mjög vel við að vakna tímanlega um helgar og á oft góðar stundir einn með sjálfum mér áður en aðrir vakna.Hvað ætlarðu að gera um helgina? Í gærkvöldi var útskriftarveisla heima. Fósturdætur mína, Unnur Blær og Sóley Ylja, voru að útskrifast sem stúdentar frá Kvennó. Ég þyrfti líka að koma tölvupóstinum í vinnunni up to date um helgina. En svo verður líka talið í eina æfingu hjá Trúboðunum í dag eða á morgun. Diskurinn okkar, Óskalög sjúklinga, var að koma út og af því tilefni eru útgáfutónleikar á Gauknum 4. júní. Á sunnudagskvöldið erum við hjónin svo boðin í mat hjá vinafólki.Hvernig undirbýrðu þig fyrir tónleika? Ég reyni bara að vera vel undirbúinn og kunna lögin það vel að ég geti spilað þau í svefni. En ég reyni líka að vera afslappaður og búa mér til andlegt rými þannig að það séu ekki aðrir utanaðkomandi hlutir að trufla mig.Hvernig tónlist spila Trúboðar? Meldódískt gruggrokk, eitthvað sem á rætur sínar að rekja til þeirrar tónlistar sem varð til eftir pönkið og hefur stundum verið nefnt grunge eða síðpönk. Pixies eru t.d. fyrirtaks samnefnari fyrir þessa tónlist. Grípandi meldóíur en oft ólgandi undirtónn.Af hverju Óskalög sjúklinga? Fyrir margt löngu vorum við nokkrir vinir mínir að útskýra fyrir breskum félaga okkar hvernig það var að alast upp á Íslandi í okkar ungdæmi. Ekkert sjónvarp á fimmtudögum og í útvarpinu voru auglýsingar þar sem fólk var hvatt að koma til Hveragerðis og sjá apana. Þá var bara Rás 1 og fáir dagskrárliðir sem spiluðu samtímatónlist. Einn af þeim var þó þátturinn Óskalög sjúklinga sem við þýddum fyrir Bretann sem „The Sick People's Hit List“. Þetta fannst okkur mjög fyndin þýðing og ég ákvað að ef að ég myndi einhvern tíma gera plötu þá myndi hún heita Óskalög sjúklinga og ekki síst þar sem það myndi hljóma svo vel fyrir erlendan markað. Það kom því aldrei annað til greina en þetta nafn þegar við ákváðum að gera plötu nema að núna er okkur nákvæmlega sama um erlendan markað. Svo hefur ástandið í heilbrigðiskerfinu kallað á það að fólk fengi þar eitthvað almennilegt til að hlusta á meðan það bíður eftir aðgerðunum sem alltaf er verið að fresta.Ertu góður á bassa? Þarna kom nú vel á vondan því að ég hef lengi haft minnimáttarkennd yfir því að vera ekki nógu góður teknískur bassaleikari. En eftir þessa plötuvinnslu og með góðri hvatningu frá félögum mínum í bandinu er ég mun sáttari við mig í dag. Ætli ég sé ekki bara nokkuð þéttur á nöglinni. Ég syng ekki, er ekki nógu góður til að geta bæði spilað og sungið. Flest lögin sem ég í félagi við vin minn og spilafélaga, Karl Örvarsson. Ég hef einhverja náðargáfu að geta raðað saman hljómum og hef víst, er mér sagt, ákveðið höfundareinkenni í þeim efnum. En ég get ekki samið laglínur, þá tekur Kalli við.Hvernig kom það til að þú prýðir plötuumslagið? Það er nú tilviljun eins og svo margt annað í mínu lífi. Þetta var sunnudagsmorgni og ég vaknaði snemma, var eitthvað úldinn og fékk mér Cheerios. Tók iPadinn til að spila einhverja tónlist. Fann ekki mín heyrnartól þannig að ég greip bleik heyrnartól dóttur minnar. Fór svo að leita að einhverri mynd í myndasafninu á spjaldtölvunni. Myndavélin var þá stillt öfugt þannig að við mér blasti þessi miðaldra karlmaður með bauga undir augum, ber að ofan með bleik heyrnartól. Mér fannst þetta eitthvað fyndið sitúasjón og setti því þessa mynd á Facebook. Kalli, sem er söngvari í bandinu og líka grafískur hönnuður, greip þetta á lofti og sagði að kovermyndin væri hér með komnin enda ljóst að maðurinn á myndinni væri fárveikur!Hvað hafa Trúboðarnir starfað lengi? Við höfum starfað saman í sjö ár en með hléum þó. Það er ýmislegt búið að ganga á, einn gítarleikari hætt og annar kominn í staðinn. Svo getur verið flókið að púsla saman fjölskyldulífi, vinnu og ýmsum öðrum skyldum svo löngunin verður að koma innan frá. Tilvísunin í trúboðið er þannig komin að við höfum sömu ástríðu og þörf fyrir að spila í þessu bandi eins og trúboðar sem ganga hús úr húsi. Því má segja að þetta sé ekki val heldur köllun. Verður plötunni fylgt eftir með tónleikaferðalögum í sumar? Við verðum á Gauknum á fimmtudagskvöldið í næstu viku og erum að plana útgáfutónleika fyrir norðan á Græna hattinum í ágúst. Svo er eitthvað verið að skoða Menningarnótt. En ætli við tökum því ekki frekar rólega í sumar en komum kannski sterkari inn með haustinu. Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Heiðar Ingi Svansson leikur á bassa í hljómsveitinni Trúboðarnir. Fyrsta plata hljómsveitarinnar er nýkomin út og útgáfutónleikar fram undan á Gauknum á fimmtudaginn. Fólk spurði Heiðar út í helgarplönin og hljómsveitina. Hvernig eru hefðbundnar helgar hjá þér? Það er fátt hefðbundið í mínu lífi enda þrífst ég best þegar mikið er að gera og verkefnin eru sem fjölbreyttust. Oft nota ég helgarnar til að klára ýmislegt sem ég hef ekki komist yfir í vinnuvikunni. Á sunnudagsmorgnum á messutíma fer ég oft á fund til að hitta félaga mína í ónefndum félagsskap og fæ mér kaffi með þeim á eftir. Síðan reyni ég sem oftast að fá í kvöldmat sem flesta úr fjölskyldunni, meðal annars fósturson minn og tengdadóttur, og gef mér tíma til að elda eitthvað gott. Bestu helgarnar eru með mínu fólki, konunni minni, börnum og ekki væri verra ef að ég næði að líka að hitta barnabörnin mín tvö sem búa rétt hjá Flúðum.Sefurðu út? Sá eiginleiki virðist tekinn frá manni þegar maður er kominn yfir ákveðinn aldur. Annars kann ég mjög vel við að vakna tímanlega um helgar og á oft góðar stundir einn með sjálfum mér áður en aðrir vakna.Hvað ætlarðu að gera um helgina? Í gærkvöldi var útskriftarveisla heima. Fósturdætur mína, Unnur Blær og Sóley Ylja, voru að útskrifast sem stúdentar frá Kvennó. Ég þyrfti líka að koma tölvupóstinum í vinnunni up to date um helgina. En svo verður líka talið í eina æfingu hjá Trúboðunum í dag eða á morgun. Diskurinn okkar, Óskalög sjúklinga, var að koma út og af því tilefni eru útgáfutónleikar á Gauknum 4. júní. Á sunnudagskvöldið erum við hjónin svo boðin í mat hjá vinafólki.Hvernig undirbýrðu þig fyrir tónleika? Ég reyni bara að vera vel undirbúinn og kunna lögin það vel að ég geti spilað þau í svefni. En ég reyni líka að vera afslappaður og búa mér til andlegt rými þannig að það séu ekki aðrir utanaðkomandi hlutir að trufla mig.Hvernig tónlist spila Trúboðar? Meldódískt gruggrokk, eitthvað sem á rætur sínar að rekja til þeirrar tónlistar sem varð til eftir pönkið og hefur stundum verið nefnt grunge eða síðpönk. Pixies eru t.d. fyrirtaks samnefnari fyrir þessa tónlist. Grípandi meldóíur en oft ólgandi undirtónn.Af hverju Óskalög sjúklinga? Fyrir margt löngu vorum við nokkrir vinir mínir að útskýra fyrir breskum félaga okkar hvernig það var að alast upp á Íslandi í okkar ungdæmi. Ekkert sjónvarp á fimmtudögum og í útvarpinu voru auglýsingar þar sem fólk var hvatt að koma til Hveragerðis og sjá apana. Þá var bara Rás 1 og fáir dagskrárliðir sem spiluðu samtímatónlist. Einn af þeim var þó þátturinn Óskalög sjúklinga sem við þýddum fyrir Bretann sem „The Sick People's Hit List“. Þetta fannst okkur mjög fyndin þýðing og ég ákvað að ef að ég myndi einhvern tíma gera plötu þá myndi hún heita Óskalög sjúklinga og ekki síst þar sem það myndi hljóma svo vel fyrir erlendan markað. Það kom því aldrei annað til greina en þetta nafn þegar við ákváðum að gera plötu nema að núna er okkur nákvæmlega sama um erlendan markað. Svo hefur ástandið í heilbrigðiskerfinu kallað á það að fólk fengi þar eitthvað almennilegt til að hlusta á meðan það bíður eftir aðgerðunum sem alltaf er verið að fresta.Ertu góður á bassa? Þarna kom nú vel á vondan því að ég hef lengi haft minnimáttarkennd yfir því að vera ekki nógu góður teknískur bassaleikari. En eftir þessa plötuvinnslu og með góðri hvatningu frá félögum mínum í bandinu er ég mun sáttari við mig í dag. Ætli ég sé ekki bara nokkuð þéttur á nöglinni. Ég syng ekki, er ekki nógu góður til að geta bæði spilað og sungið. Flest lögin sem ég í félagi við vin minn og spilafélaga, Karl Örvarsson. Ég hef einhverja náðargáfu að geta raðað saman hljómum og hef víst, er mér sagt, ákveðið höfundareinkenni í þeim efnum. En ég get ekki samið laglínur, þá tekur Kalli við.Hvernig kom það til að þú prýðir plötuumslagið? Það er nú tilviljun eins og svo margt annað í mínu lífi. Þetta var sunnudagsmorgni og ég vaknaði snemma, var eitthvað úldinn og fékk mér Cheerios. Tók iPadinn til að spila einhverja tónlist. Fann ekki mín heyrnartól þannig að ég greip bleik heyrnartól dóttur minnar. Fór svo að leita að einhverri mynd í myndasafninu á spjaldtölvunni. Myndavélin var þá stillt öfugt þannig að við mér blasti þessi miðaldra karlmaður með bauga undir augum, ber að ofan með bleik heyrnartól. Mér fannst þetta eitthvað fyndið sitúasjón og setti því þessa mynd á Facebook. Kalli, sem er söngvari í bandinu og líka grafískur hönnuður, greip þetta á lofti og sagði að kovermyndin væri hér með komnin enda ljóst að maðurinn á myndinni væri fárveikur!Hvað hafa Trúboðarnir starfað lengi? Við höfum starfað saman í sjö ár en með hléum þó. Það er ýmislegt búið að ganga á, einn gítarleikari hætt og annar kominn í staðinn. Svo getur verið flókið að púsla saman fjölskyldulífi, vinnu og ýmsum öðrum skyldum svo löngunin verður að koma innan frá. Tilvísunin í trúboðið er þannig komin að við höfum sömu ástríðu og þörf fyrir að spila í þessu bandi eins og trúboðar sem ganga hús úr húsi. Því má segja að þetta sé ekki val heldur köllun. Verður plötunni fylgt eftir með tónleikaferðalögum í sumar? Við verðum á Gauknum á fimmtudagskvöldið í næstu viku og erum að plana útgáfutónleika fyrir norðan á Græna hattinum í ágúst. Svo er eitthvað verið að skoða Menningarnótt. En ætli við tökum því ekki frekar rólega í sumar en komum kannski sterkari inn með haustinu.
Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira