Handbolti

Guðmundur gagnrýndur fyrir íhaldssemi

Danskir blaðamenn eiga sumir erfitt með að skilja Guðmund.
Danskir blaðamenn eiga sumir erfitt með að skilja Guðmund. vísir/eva
Danskir fjölmiðlar furða sig á því hversu fáa leikmenn landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson notaði um helgina.

Danskir handboltaáhugamenn eru vanir því að sjá miklar skiptingar hjá sínu liði er það var undir stjórn Ulrik Wilbek en Guðmundur er ívíð íhaldssamari. Keyrir á færri mönnum.

Gegn Hvít-Rússum um helgina spiluðu aðeins sjö til átta menn. Það var ekki fyrr en tíu mínútur voru eftir af leiknum, og Danmörk var með mjög gott forskot, sem Guðmundur fór að nota fleiri leikmenn.

Þetta hefur vakið mikla furðu danskra blaðamanna sem skrifa að varamenn danska liðsins séu með sára rassa eða flísar í rassinum eftir bekkjarsetuna. Guðmundur er þó með svör á reiðum höndum.

„Sumir af mínum mönnum, eins og Rasmus Lauge og Mads Mensah, fá ekki að spila mikið hjá félagsliðum sínum og því er mikilvægt að gefa þeim tíma á vellinum," sagði Guðmundur.

„Fyrir þennan leik þá hafði ég aðeins unnið með níu leikmönnum til skamms tíma. Þeir þurfa tíma til þess að læra inn á landsliðið og vera með í hópnum. Það má kannski segja eftir leik að ég hefði mátt skipta fyrr inn en mér finnst sjö marka forskot á útivelli ekki vera mikið. Það var forskotið þegar korter var eftir."

Danir unnu leikina tvo gegn Hvít-Rússum og Guðmundur er búinn að tryggja sitt lið inn á EM í Póllandi í upphafi næsta árs.


Tengdar fréttir

Auðvelt hjá Guðmundi og lærisveinum

Danmörk átti í engum vandræðum með Hvíta-Rússland í undankeppni EM 2016 í handknattleik, en sigurinn var aldrei í teljandi hætti hjá Danmörku fyrir framan tæplega fimm þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×