Fólki og fyrirtækjum þröngvað í viðskipti við Auðkenni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. maí 2015 10:34 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að fyrirtækjum hafi verið smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Vísir/Valli/Vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendea, segir að bæði einstaklingum og fyrirtækjum hafi verið þröngvað til viðskipta við fyrirtækið Auðkenni. Ríkisvaldinu hafi verið beint til að koma tugum þúsunda einstaklinga í viðskipti við fyrirtækið og fyrirtækjum smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Hann fjallar um málið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Auðkenni hafi lengi unnið með stjórnvöldum að þróun rafrænna skilríkja og rafrænna undirskrifta án þess þó að hafa einkarétt á því. „Önnur fyrirtæki hafa átt slíkar lausnir tilbúnar en fengu þó til dæmis ekki að bjóða í uppsetningu lausnar til rafrænnar undirritunar á vef ríkisskattstjóra; um hana var gengið til samninga við Advania og Auðkenni án útboðs,“ skrifar Ólafur. Meðal þess sem Ólafur bendir á í greininni er að þjónusta Auðkennis hafi ekki virkað sem skyldi á Apple tölvum. „Fyrir utan þau óþægindi sem þetta olli neytendum er það að sjálfsögðu samkeppnishindrun gagnvart söluaðilum Apple-vara þegar torveldara er fyrir notendur þeirra að nálgast opinbera þjónustu rafrænt en notendur tækja keppinautanna,“ skrifar Ólafur. Þá gagnrýnir Ólafur einnig að símafyrirtækjum, samkeppnisaðilum Símanns sem er einn af eigendum Auðkennis, hafi verið gert að búa kerfi sín undir innleiðingu rafrænna skilríkja með afar skömmum fyrirvara. „Höfum í huga að í þeim hópi voru keppinautar Símans, eins af eigendum Auðkennis, sem hafði haft nægan tíma til að prófa tæknilausnina í samstarfi við fyrirtækið,“ segir hann og bætir við að fjarskiptafyrirtækin hafi þurft að leggja gríðarlegan kostnað við að skipta út SIM-kortum viðskiptavina. „Nova ehf. þurfti að skipta um framleiðanda SIM-korta með ærinni fyrirhöfn og skömmum fyrirvara,“ skrifar hann. Þetta segir Ólafur að sé að minnsta kosti af tveimur ástæðum samkeppnishindrun. Annars vegar sé símafyrirtæki stillt upp við vegg og því sýnt fram á að það eigi á hættu að missa viðskiptavini ef það býður ekki upp á „ríkislausnina“ á rafrænum auðkennum og undirskrift og hins vegar sé viðskiptavinum torveldað að skipta um símafyrirtæki. „Til þessa hefur verið lagt upp úr því að númeraflutningur sé einfaldur og geti átt sér stað á nokkrum mínútum. Viðskiptavinur, sem hefur fengið rafræn skilríki og vill skipta um símafélag, þarf hins vegar að gera sér ferð í bankann og láta endurvirkja rafrænu skilríkin á símanum sínum. Þetta hindrar samkeppni á farsímamarkaði,“ skrifar Ólafur. Tækni Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendea, segir að bæði einstaklingum og fyrirtækjum hafi verið þröngvað til viðskipta við fyrirtækið Auðkenni. Ríkisvaldinu hafi verið beint til að koma tugum þúsunda einstaklinga í viðskipti við fyrirtækið og fyrirtækjum smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Hann fjallar um málið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Auðkenni hafi lengi unnið með stjórnvöldum að þróun rafrænna skilríkja og rafrænna undirskrifta án þess þó að hafa einkarétt á því. „Önnur fyrirtæki hafa átt slíkar lausnir tilbúnar en fengu þó til dæmis ekki að bjóða í uppsetningu lausnar til rafrænnar undirritunar á vef ríkisskattstjóra; um hana var gengið til samninga við Advania og Auðkenni án útboðs,“ skrifar Ólafur. Meðal þess sem Ólafur bendir á í greininni er að þjónusta Auðkennis hafi ekki virkað sem skyldi á Apple tölvum. „Fyrir utan þau óþægindi sem þetta olli neytendum er það að sjálfsögðu samkeppnishindrun gagnvart söluaðilum Apple-vara þegar torveldara er fyrir notendur þeirra að nálgast opinbera þjónustu rafrænt en notendur tækja keppinautanna,“ skrifar Ólafur. Þá gagnrýnir Ólafur einnig að símafyrirtækjum, samkeppnisaðilum Símanns sem er einn af eigendum Auðkennis, hafi verið gert að búa kerfi sín undir innleiðingu rafrænna skilríkja með afar skömmum fyrirvara. „Höfum í huga að í þeim hópi voru keppinautar Símans, eins af eigendum Auðkennis, sem hafði haft nægan tíma til að prófa tæknilausnina í samstarfi við fyrirtækið,“ segir hann og bætir við að fjarskiptafyrirtækin hafi þurft að leggja gríðarlegan kostnað við að skipta út SIM-kortum viðskiptavina. „Nova ehf. þurfti að skipta um framleiðanda SIM-korta með ærinni fyrirhöfn og skömmum fyrirvara,“ skrifar hann. Þetta segir Ólafur að sé að minnsta kosti af tveimur ástæðum samkeppnishindrun. Annars vegar sé símafyrirtæki stillt upp við vegg og því sýnt fram á að það eigi á hættu að missa viðskiptavini ef það býður ekki upp á „ríkislausnina“ á rafrænum auðkennum og undirskrift og hins vegar sé viðskiptavinum torveldað að skipta um símafyrirtæki. „Til þessa hefur verið lagt upp úr því að númeraflutningur sé einfaldur og geti átt sér stað á nokkrum mínútum. Viðskiptavinur, sem hefur fengið rafræn skilríki og vill skipta um símafélag, þarf hins vegar að gera sér ferð í bankann og láta endurvirkja rafrænu skilríkin á símanum sínum. Þetta hindrar samkeppni á farsímamarkaði,“ skrifar Ólafur.
Tækni Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira