Fjórir menn heiðraðir fyrir hetjudáð Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2015 12:21 Francois Hollande ásamt þeim Spencer Stone, Alek Skarlatos, Anthony Sadler og Chris Norman. Vísir/AFP Þrír Bandaríkjamenn og einn Breti hafa hlotið æðsta heiður Frakklands. Það fengu þeir fyrir að koma í veg fyrir fjöldamorð um borð í lest á föstudaginn. Francois Hollande, forseti Frakklands, veitti í dag þeim Spencer Stone, Alek Skarlatos, Anthony Sadler og Chris Norman heiðursorðunni Legion d´honneur í forsetahöllinni í Frakklandi. Tveir aðrir farþegar, munu einnig fá orðuna. Um er að ræða einn mann með tvöfalt ríkisfang, franskt og bandarískt, og heitir hann Mark Moogalian. Hinn er franskur og var hann fyrstur til að mæta byssumanninum og reyna að stöðva hann. Sá vill ekki koma fram opinberlega. „Við erum hér til að heiðra fjóra menn, sem sýndu mikið hugrekki, og björguðu mannslífum,“ sagði Hollande. „Í nafni Frakklands, vil ég þakka ykkur fyrir. Heimurinn allur dáist að hugrekki ykkar.“ Hollande sagði einnig að hryðjuverkamaður hefði ákveðið að gera árás og að hann hafi haft nægilega mikið af vopnum og skotfærum til að fremja blóðbað. Það hefði hann einmitt gert ef mennirnir hefðu ekki lagt líf sín í hættu við að stöðva hann. Árásarmaðurinn er frá Marokkó og heitir Ayoub El-Khazzani og er 26 ára gamall. Hann er nú í haldi lögreglu, sem lítur á málið sem hryðjuverk. Lögmaður Khazzani segir hins vegar að hann hafi einungis ætlað að ræna lestina með vopnum sem hann fann í garði nærri lestarstöðinni. Hann skilji ekki að litið sé á atvikið sem tilraun til hryðjuverks. Fyrsta Legion d´honneur orðan var veitt af Napóleon Bonaparte árið 1802. Tengdar fréttir Spænsk yfirvöld höfðu varað við manninum sem var yfirbugaður í lestinni Telja manninn hafa tengingar við öfgasamtök íslamista 22. ágúst 2015 18:16 Hermenn í fríi yfirbuguðu árásarmanninn Mildi þykir að aðeins þrír særðust í árás vopnaðs manns á franska hraðlest í gær. Bandarískir hermenn í lestinni forðuðu því að ekki fór verr. 22. ágúst 2015 10:20 Þrír særðir eftir árás um borð í franskri lest Árásarmaðurinn hafði verið undir smásjá frönsku leyniþjónustunnar og gæti tengst íslamska ríkinu. 21. ágúst 2015 21:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Þrír Bandaríkjamenn og einn Breti hafa hlotið æðsta heiður Frakklands. Það fengu þeir fyrir að koma í veg fyrir fjöldamorð um borð í lest á föstudaginn. Francois Hollande, forseti Frakklands, veitti í dag þeim Spencer Stone, Alek Skarlatos, Anthony Sadler og Chris Norman heiðursorðunni Legion d´honneur í forsetahöllinni í Frakklandi. Tveir aðrir farþegar, munu einnig fá orðuna. Um er að ræða einn mann með tvöfalt ríkisfang, franskt og bandarískt, og heitir hann Mark Moogalian. Hinn er franskur og var hann fyrstur til að mæta byssumanninum og reyna að stöðva hann. Sá vill ekki koma fram opinberlega. „Við erum hér til að heiðra fjóra menn, sem sýndu mikið hugrekki, og björguðu mannslífum,“ sagði Hollande. „Í nafni Frakklands, vil ég þakka ykkur fyrir. Heimurinn allur dáist að hugrekki ykkar.“ Hollande sagði einnig að hryðjuverkamaður hefði ákveðið að gera árás og að hann hafi haft nægilega mikið af vopnum og skotfærum til að fremja blóðbað. Það hefði hann einmitt gert ef mennirnir hefðu ekki lagt líf sín í hættu við að stöðva hann. Árásarmaðurinn er frá Marokkó og heitir Ayoub El-Khazzani og er 26 ára gamall. Hann er nú í haldi lögreglu, sem lítur á málið sem hryðjuverk. Lögmaður Khazzani segir hins vegar að hann hafi einungis ætlað að ræna lestina með vopnum sem hann fann í garði nærri lestarstöðinni. Hann skilji ekki að litið sé á atvikið sem tilraun til hryðjuverks. Fyrsta Legion d´honneur orðan var veitt af Napóleon Bonaparte árið 1802.
Tengdar fréttir Spænsk yfirvöld höfðu varað við manninum sem var yfirbugaður í lestinni Telja manninn hafa tengingar við öfgasamtök íslamista 22. ágúst 2015 18:16 Hermenn í fríi yfirbuguðu árásarmanninn Mildi þykir að aðeins þrír særðust í árás vopnaðs manns á franska hraðlest í gær. Bandarískir hermenn í lestinni forðuðu því að ekki fór verr. 22. ágúst 2015 10:20 Þrír særðir eftir árás um borð í franskri lest Árásarmaðurinn hafði verið undir smásjá frönsku leyniþjónustunnar og gæti tengst íslamska ríkinu. 21. ágúst 2015 21:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Spænsk yfirvöld höfðu varað við manninum sem var yfirbugaður í lestinni Telja manninn hafa tengingar við öfgasamtök íslamista 22. ágúst 2015 18:16
Hermenn í fríi yfirbuguðu árásarmanninn Mildi þykir að aðeins þrír særðust í árás vopnaðs manns á franska hraðlest í gær. Bandarískir hermenn í lestinni forðuðu því að ekki fór verr. 22. ágúst 2015 10:20
Þrír særðir eftir árás um borð í franskri lest Árásarmaðurinn hafði verið undir smásjá frönsku leyniþjónustunnar og gæti tengst íslamska ríkinu. 21. ágúst 2015 21:37