Enginn er eyland Þröstur Ólafsson skrifar 24. ágúst 2015 07:30 Ísland er smáríki. Ef tekið er mið af íbúafjölda erum við örþjóð. Menningarlega, stjórnmálalega og sögulega erum við hluti þeirrar vestrænu samfélagstilraunar sem enn stendur yfir. Frelsi einstaklingsins,mannréttindi, réttarríki og lýðræði eru meginstoðir vestræns samfélags. Ekkert af fyrrnefndum gildum er sjálfgefið. Að baki þessa samfélagsforms liggur aldalöng hörð og blóðug barátta þjóða V-Evrópu og síðar N-Ameríku. Fórnir þessara þjóða fyrir réttlátara og frjálsara samfélagi voru miklar. Þær má víða sjá í kirkjugörðum beggja vegna Atlantshafsins. Þegar Íslendingar loksins hristu af sér aldalanga fjötra kúgunar, stöðnunar og doða, þá var það ekki hvað síst að þakka frelsishreyfingum úti í Evrópu. Þaðan komu þeir straumar sem við nýttum og leiddu til fullveldis og frelsis. Fórnir Evrópu voru okkar fengur. Þessi stöðuga barátta hefur síðan haldið áfram gegnum seinni heimsstyrjöldina þar sem tugir milljóna létu lífið, og síðan í varðstöðu kalda stríðsins. Samfélög okkar eru eftirsóknarverð. Nánast allir þeir sem nú flýja lönd sín stefna ótrauðir til landa ESB eða BNA. Hvorki Kína né Rússland eru áfangastaðir þeirra.Friðarsáttmálar Evrópu Evrópa lá í rústum eftir seinni heimsstyrjöldina. Búið var að umturna landamærum ríkja. Í framhaldi var hafin vinna að gerð varanlegs friðar í álfunni. Samkomulag náðist loks í Helsinki 1976 og annað við sameiningu Þýskalands 1991. Meginniðurstaðan var að ekki mætti breyta landamærum í Evrópu nema með samþykki allra hlutaðeigandi þjóða. Undir þetta skrifuðu Sovétríkin og síðar Rússland. Árið 1992 gerðu Úkraína og Rússland sérstakt samkomulag, þar sem það síðarnefnda viðurkenndi þáverandi landamæri Úkraínu og ríkið sem frjálst og fullvalda. Innlimun héraðs í Georgíu í Rússland var mótmælt en litlar refsiráðstafanir ákveðnar. Þegar Rússar svo færa sig upp á skaftið og innlima Krím í andstöðu við stjórn Úkraínu og eftir einhliða atkvæðagreiðslu undir vopnaógn, er það friðrof og skýrt brot á því samkomulagi sem tryggja átti frið í Evrópu.Viðbrögð við yfirgangi Þegar rússneskir aðskilnaðarsinnar tóku svo að herja í austurhluta Úkraínu með dyggri aðstoð Rússa, átti öllum að vera ljóst hvert Pútínrússland stefndi. Vopnaskak Rússa gagnvart Eystrasaltsríkjunum, Póllandi og fleiri þjóðum, skaut litlum ríkjum í nálægð við Rússland miklum skelk í bringu. Þau óttuðust aðskilnaðarbrölt stutt af Rússum. Þau kröfðust þess að ESB og BNA svöruðu, bæði með hernaðarstyrk og refsiaðgerðum. Þessu var í fyrstu seinlega tekið einkum af stóru löndunum í ESB. Reyna skyldi samningaleiðina til þrautar. Þrátt fyrir óteljandi fundi varð Rússum ekki haggað. Ákveðið var þá að setja bann við vopnasölu, frystingu á innistæðum nokkurra Kremlverja og takmarkanir á fjármálaviðskipti margra rússneskra banka og fyrirtækja. Rússar svöruðu með innflutningsbanni á matvæli. Rússland er ekki lýðræðisríki og hefur aldrei verið. Það er orþódox valdbeitingarríki. Viðskiptahindranirnar eru aðvörun. Þær sýna samstöðu með litlu ríkjunum ekki hvað síst við Eystrasalt andspænis yfirgangi og vopnaskaki. Þátttaka Íslendinga er yfirlýsing um samstöðu á sambærilegan hátt og Jón Baldvin gerði 1992. Enginn er eyland, sagði írski klerkurinn John Donne, öll erum við hluti stærra meginlands.Háskaleg einangrun En við gerum þetta jafnframt fyrir okkur sjálf. Við viljum ekki standa ein ef okkur skyldi verða ógnað. Við fylgdum vinaþjóðum okkar í verki. En það undarlega gerðist að þegar svo Rússar svöruðu með innflutningsbanni á sjávarfang, þá var eins og hugarheimur margra umturnaðist. Viðbrögð lýðskrumara (pópúlista) allra flokka komu ekki á óvart. Í fjölmiðlum fór fram kostuleg umræða um hvort horfið skyldi frá samstöðu með vinaþjóðum af því að við gátum ekki lengur selt makríl til Rússlands. Sjóndeildarhringurinn náði ekki út fyrir rönd grautardisksins. Á nokkrum árum hefur þjóðernishlöðnum áburðarkerrum skammsýnna sérhagsmuna tekist að rugla dómgreind hluta þjóðarinnar alvarlega. Menn ýmist harma að við skyldum hafa slegist í för með vestrænum vinaþjóðum eða vilja ganga svo langt að afturkalla stuðning okkar. Hvílík reisn, hvílík staðfesta, hvílík sjálfsvirðing! Jafnvel formaður Sjálfstæðisflokksins lét að því liggja að við hefðum í upphafi átt að íhuga betur stuðning okkar. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Samhliða þessu kemur í ljós önnur og ekki síður alvarleg hlið þessa máls sem er skaddað og klúðrað samband okkar við ESB, mikilvægasta viðskiptabandalag okkar. Það sýnir hve sú utanríkisstefna sem byggir á hatursandstöðu við ESB er háskaleg til lengdar. Hún hornsetur hagsmuni þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Ísland er smáríki. Ef tekið er mið af íbúafjölda erum við örþjóð. Menningarlega, stjórnmálalega og sögulega erum við hluti þeirrar vestrænu samfélagstilraunar sem enn stendur yfir. Frelsi einstaklingsins,mannréttindi, réttarríki og lýðræði eru meginstoðir vestræns samfélags. Ekkert af fyrrnefndum gildum er sjálfgefið. Að baki þessa samfélagsforms liggur aldalöng hörð og blóðug barátta þjóða V-Evrópu og síðar N-Ameríku. Fórnir þessara þjóða fyrir réttlátara og frjálsara samfélagi voru miklar. Þær má víða sjá í kirkjugörðum beggja vegna Atlantshafsins. Þegar Íslendingar loksins hristu af sér aldalanga fjötra kúgunar, stöðnunar og doða, þá var það ekki hvað síst að þakka frelsishreyfingum úti í Evrópu. Þaðan komu þeir straumar sem við nýttum og leiddu til fullveldis og frelsis. Fórnir Evrópu voru okkar fengur. Þessi stöðuga barátta hefur síðan haldið áfram gegnum seinni heimsstyrjöldina þar sem tugir milljóna létu lífið, og síðan í varðstöðu kalda stríðsins. Samfélög okkar eru eftirsóknarverð. Nánast allir þeir sem nú flýja lönd sín stefna ótrauðir til landa ESB eða BNA. Hvorki Kína né Rússland eru áfangastaðir þeirra.Friðarsáttmálar Evrópu Evrópa lá í rústum eftir seinni heimsstyrjöldina. Búið var að umturna landamærum ríkja. Í framhaldi var hafin vinna að gerð varanlegs friðar í álfunni. Samkomulag náðist loks í Helsinki 1976 og annað við sameiningu Þýskalands 1991. Meginniðurstaðan var að ekki mætti breyta landamærum í Evrópu nema með samþykki allra hlutaðeigandi þjóða. Undir þetta skrifuðu Sovétríkin og síðar Rússland. Árið 1992 gerðu Úkraína og Rússland sérstakt samkomulag, þar sem það síðarnefnda viðurkenndi þáverandi landamæri Úkraínu og ríkið sem frjálst og fullvalda. Innlimun héraðs í Georgíu í Rússland var mótmælt en litlar refsiráðstafanir ákveðnar. Þegar Rússar svo færa sig upp á skaftið og innlima Krím í andstöðu við stjórn Úkraínu og eftir einhliða atkvæðagreiðslu undir vopnaógn, er það friðrof og skýrt brot á því samkomulagi sem tryggja átti frið í Evrópu.Viðbrögð við yfirgangi Þegar rússneskir aðskilnaðarsinnar tóku svo að herja í austurhluta Úkraínu með dyggri aðstoð Rússa, átti öllum að vera ljóst hvert Pútínrússland stefndi. Vopnaskak Rússa gagnvart Eystrasaltsríkjunum, Póllandi og fleiri þjóðum, skaut litlum ríkjum í nálægð við Rússland miklum skelk í bringu. Þau óttuðust aðskilnaðarbrölt stutt af Rússum. Þau kröfðust þess að ESB og BNA svöruðu, bæði með hernaðarstyrk og refsiaðgerðum. Þessu var í fyrstu seinlega tekið einkum af stóru löndunum í ESB. Reyna skyldi samningaleiðina til þrautar. Þrátt fyrir óteljandi fundi varð Rússum ekki haggað. Ákveðið var þá að setja bann við vopnasölu, frystingu á innistæðum nokkurra Kremlverja og takmarkanir á fjármálaviðskipti margra rússneskra banka og fyrirtækja. Rússar svöruðu með innflutningsbanni á matvæli. Rússland er ekki lýðræðisríki og hefur aldrei verið. Það er orþódox valdbeitingarríki. Viðskiptahindranirnar eru aðvörun. Þær sýna samstöðu með litlu ríkjunum ekki hvað síst við Eystrasalt andspænis yfirgangi og vopnaskaki. Þátttaka Íslendinga er yfirlýsing um samstöðu á sambærilegan hátt og Jón Baldvin gerði 1992. Enginn er eyland, sagði írski klerkurinn John Donne, öll erum við hluti stærra meginlands.Háskaleg einangrun En við gerum þetta jafnframt fyrir okkur sjálf. Við viljum ekki standa ein ef okkur skyldi verða ógnað. Við fylgdum vinaþjóðum okkar í verki. En það undarlega gerðist að þegar svo Rússar svöruðu með innflutningsbanni á sjávarfang, þá var eins og hugarheimur margra umturnaðist. Viðbrögð lýðskrumara (pópúlista) allra flokka komu ekki á óvart. Í fjölmiðlum fór fram kostuleg umræða um hvort horfið skyldi frá samstöðu með vinaþjóðum af því að við gátum ekki lengur selt makríl til Rússlands. Sjóndeildarhringurinn náði ekki út fyrir rönd grautardisksins. Á nokkrum árum hefur þjóðernishlöðnum áburðarkerrum skammsýnna sérhagsmuna tekist að rugla dómgreind hluta þjóðarinnar alvarlega. Menn ýmist harma að við skyldum hafa slegist í för með vestrænum vinaþjóðum eða vilja ganga svo langt að afturkalla stuðning okkar. Hvílík reisn, hvílík staðfesta, hvílík sjálfsvirðing! Jafnvel formaður Sjálfstæðisflokksins lét að því liggja að við hefðum í upphafi átt að íhuga betur stuðning okkar. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Samhliða þessu kemur í ljós önnur og ekki síður alvarleg hlið þessa máls sem er skaddað og klúðrað samband okkar við ESB, mikilvægasta viðskiptabandalag okkar. Það sýnir hve sú utanríkisstefna sem byggir á hatursandstöðu við ESB er háskaleg til lengdar. Hún hornsetur hagsmuni þjóðarinnar.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun