Sonur Alexanders áberandi hjá Hoffenheim: Marksækinn varnarmaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2015 11:30 Feðgarrnir Lúkas og Alexander. Mynd/Heimasíða Hoffenheim Alexander Petersson, landsliðsmaður í handbolta, og Lúkas, ellefu ára sonur hans, eru í ítarlegu viðtali á heimasíðu þýska knattspyrnufélagsins Hoffenheim, þar sem sá síðarnefni hefur verið að vekja athygli fyrir frammistöðu sína á knattspyrnuvellinum. Lúkas hefur búið alla sína tíð í Þýskalandi enda hefur faðir hans spilað með þýskum handboltaliðum frá 2003. Alexander spilar nú með Rhein-Neckar Löwen í Mannheim en skammt undan er Hoffenheim með sína starfssemi. Komið er víða við í viðtalinu en sagt er frá því að Lúkas sé kröftugur varnarmaður sem vegna hæðar sinnar er áberandi leikmaður í U-12 liði Hoffenheim. Í síðustu viku skoraði hann mark í 11-0 sigri. „Í þessu liði geta varnarmenn líka skorað,“ sagði Lúkas sem hætti að æfa handbolta eftir að áhuginn dofnaði á íþróttinni vegna tíðra tapa liðs hans, TV Dielheim. Lúkas fær mikið hrós frá þjálfara sínum hjá Hoffenheim, Paul Tolasz. „Hann er þroskaður og afar klókur leikmaður miðað við jafnaldra sína,“ sagði Tolasz. „Hann er öðrum mikil fyrirmynd, jafnt innan vallar sem utan, og er afar agaður.“ Lúkas styður vitanlega Hoffenheim en er einnig hlýtt til Bayern München, þar sem fyrirmynd hans er varnarjaxlinn Jerome Boateng. Hann styður bæði þýska landsliðið og íslenska, nema þegar þau mætast innbyrðis. „Þá held ég með Íslandi,“ segir Lúkas sem spilar í treyju númer fimmtán, rétt eins og foreldrar hans gerðu með íslenska landsliðinu og Alexander gerir enn. Móðir Lúkasar er Eivor Pála Blöndal, fyrrum landsliðskona í handbolta og leikmaður Vals. Fram kemur í viðtalinu að Alexander sé duglegur að fylgjast með syni sínum og mætir á leiki hans þegar hann er ekki í keppnisferðum með Rhein-Neckar Löwen. Rætt er við hann um árin á Íslandi, fjölskylduna, handboltaferilinn og góðan árangur Íslands í íþróttum. „Það er rétt að Íslendingar eru miklir baráttumenn,“ sagði Alexander spurður hvort að mikið keppnisskap Íslendinga í íþróttum megi rekja allt aftur til víkinganna. „En fyrir marga er góður árangur í íþróttum eini möguleiki þeirra til að komast frá eyjunni af og til og njóta betra veðurs. Þess vegna leggja þeir svona mikið á sig á æfingum og gefast aldrei upp.“ Hann segir að sonur sinn, Lúkas, sé baráttunagli. „Hann er með svipaðan persónuleika og ég og þó svo að ákefðin sé ekki jafn mikil þá getur hann látið vel heyra í sér þegar hlutirnir ganga ekki nógu vel.“ Alexander segir að enn sé mögulegt að Lúkas spili aftur handbolta síðar en að hann fái frelsi til að ákveða sig sjálfur. „Hann á að fá að gera það sem honum langar til. Ég byrjaði ekki sjálfur að æfa handbolta fyrr en ég varð þrettán ára gamall.“ Handbolti Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Alexander Petersson, landsliðsmaður í handbolta, og Lúkas, ellefu ára sonur hans, eru í ítarlegu viðtali á heimasíðu þýska knattspyrnufélagsins Hoffenheim, þar sem sá síðarnefni hefur verið að vekja athygli fyrir frammistöðu sína á knattspyrnuvellinum. Lúkas hefur búið alla sína tíð í Þýskalandi enda hefur faðir hans spilað með þýskum handboltaliðum frá 2003. Alexander spilar nú með Rhein-Neckar Löwen í Mannheim en skammt undan er Hoffenheim með sína starfssemi. Komið er víða við í viðtalinu en sagt er frá því að Lúkas sé kröftugur varnarmaður sem vegna hæðar sinnar er áberandi leikmaður í U-12 liði Hoffenheim. Í síðustu viku skoraði hann mark í 11-0 sigri. „Í þessu liði geta varnarmenn líka skorað,“ sagði Lúkas sem hætti að æfa handbolta eftir að áhuginn dofnaði á íþróttinni vegna tíðra tapa liðs hans, TV Dielheim. Lúkas fær mikið hrós frá þjálfara sínum hjá Hoffenheim, Paul Tolasz. „Hann er þroskaður og afar klókur leikmaður miðað við jafnaldra sína,“ sagði Tolasz. „Hann er öðrum mikil fyrirmynd, jafnt innan vallar sem utan, og er afar agaður.“ Lúkas styður vitanlega Hoffenheim en er einnig hlýtt til Bayern München, þar sem fyrirmynd hans er varnarjaxlinn Jerome Boateng. Hann styður bæði þýska landsliðið og íslenska, nema þegar þau mætast innbyrðis. „Þá held ég með Íslandi,“ segir Lúkas sem spilar í treyju númer fimmtán, rétt eins og foreldrar hans gerðu með íslenska landsliðinu og Alexander gerir enn. Móðir Lúkasar er Eivor Pála Blöndal, fyrrum landsliðskona í handbolta og leikmaður Vals. Fram kemur í viðtalinu að Alexander sé duglegur að fylgjast með syni sínum og mætir á leiki hans þegar hann er ekki í keppnisferðum með Rhein-Neckar Löwen. Rætt er við hann um árin á Íslandi, fjölskylduna, handboltaferilinn og góðan árangur Íslands í íþróttum. „Það er rétt að Íslendingar eru miklir baráttumenn,“ sagði Alexander spurður hvort að mikið keppnisskap Íslendinga í íþróttum megi rekja allt aftur til víkinganna. „En fyrir marga er góður árangur í íþróttum eini möguleiki þeirra til að komast frá eyjunni af og til og njóta betra veðurs. Þess vegna leggja þeir svona mikið á sig á æfingum og gefast aldrei upp.“ Hann segir að sonur sinn, Lúkas, sé baráttunagli. „Hann er með svipaðan persónuleika og ég og þó svo að ákefðin sé ekki jafn mikil þá getur hann látið vel heyra í sér þegar hlutirnir ganga ekki nógu vel.“ Alexander segir að enn sé mögulegt að Lúkas spili aftur handbolta síðar en að hann fái frelsi til að ákveða sig sjálfur. „Hann á að fá að gera það sem honum langar til. Ég byrjaði ekki sjálfur að æfa handbolta fyrr en ég varð þrettán ára gamall.“
Handbolti Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira