Innlent

Einn fékk hæli en 25 synjun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Útlendingastofnun synjaði 25 hælis­umsóknum fyrir síðustu helgi.
Útlendingastofnun synjaði 25 hælis­umsóknum fyrir síðustu helgi. vísir/stefán
Einum Líbýumanni var veitt hæli sem flóttamanni síðastliðinn föstudag þegar Útlendingastofnun birti ákvarðanir í 26 málum. Tuttugu og fimm var synjað um hæli. Þetta staðfestir Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.

Af þeim sem synjað var um hæli voru sautján Albanar og fjórir Makedóníumenn.

Fjórum Sýrlendingum var ekki veitt vernd þar sem þau voru nú þegar með vernd erlendis. Ákvarðanirnar voru nærri tvöfalt fleiri en venjulega.

„Ástæðan fyrir því að þetta voru svona margir, venjulega höfum við verið að birta tíu til fimmtán ákvarðanir á viku, er sú að lögreglan þarf að birta ákvarðanir fyrir okkur og fyrir rúmri viku voru þeir að flytja brotamenn úr landi til síns heima,“ segir Skúli Á. Sigurðsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×