Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. október 2015 07:00 Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada, segir greinilegt að kjósendur vilji breytingar. Nordicphotos/AFP Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann óvæntan sigur í þingkosningunum á mánudag. Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins, var fram á síðustu stundu talinn eiga sigurinn vísan. Sigurvegarinn Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði kjósendur hafa sent skýr skilaboð, nú eigi að gera breytingar í landinu. Harper og Íhaldsflokkurinn hafa verið við völd samfleytt í níu ár, en þegar úrslitin voru ljós sagðist Harper jafnframt ætla að segja af sér sem leiðtogi íhaldsmanna.Jafna kjör í landinu Kosningaloforð Trudeaus snerust ekki síst um að jafna kjör í landinu, hækka skatta á hátekjufólk en lækka þá á millitekjufólk. Þá ætlar hann að auka ríkisútgjöld til að styrkja innviði og koma efnahagslífinu á skrið, jafnvel þótt það kosti tímabundinn fjárlagahalla. Þá lofaði hann því að lögleiða maríjúana í Kanada en ætlar ekki að banna konum að klæðast niqab, andlitsslæðum múslima, sem Harper hafði sagst staðráðinn í að banna. „Í kvöld er Kanada að verða aftur eins og það var hér áður fyrr,“ sagði hann í ávarpi sínu eftir að kosningaúrslitin voru orðin ljós. „Við unnum sigur á neikvæðri sundurlyndispólitík með jákvæðri sýn sem þjappar Kanadamönnum saman.“Traustur þingmeirihluti Frjálslyndi flokkurinn fékk 39,5 prósent atkvæða og 184 af 338 þingsætum. Trudeau og félagar hans eru þar með komnir með traustan þingmeirihluta. Íhaldsflokkurinn hlaut 32 prósent og 102 þingsæti, en þriðji flokkurinn í slagnum, Nýi demókrataflokkurinn, fékk aðeins 19,2 prósent atkvæða og 41 þingmann. Allt fram á síðustu stundu var Nýja demókrataflokknum spáð góðu fylgi, en drjúgur hluti þess virðist hafa ákveðið seint að halla sér heldur að Frjálslynda flokknum. Trudeau er 43 ára gamall, sonur Pierre Trudeau sem var forsætisráðherra Kanada nánast óslitið frá 1968 til 1984, að undanskildu tæpu ári þegar andstæðingur hans, Joe Clark, sat í embættinu 1979-1980. Fjölmiðlar vestra hafa rifjað upp að árið 1970, þegar Pierre Trudeau hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafi Nixon spaugað með að sonur kanadíska forsætisráðherrans, hinn nokkurra mánaða gamli Justin, myndi seinna meir einnig verða forsætisráðherra í Kanada. Tengdar fréttir Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann óvæntan sigur í þingkosningunum á mánudag. Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins, var fram á síðustu stundu talinn eiga sigurinn vísan. Sigurvegarinn Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði kjósendur hafa sent skýr skilaboð, nú eigi að gera breytingar í landinu. Harper og Íhaldsflokkurinn hafa verið við völd samfleytt í níu ár, en þegar úrslitin voru ljós sagðist Harper jafnframt ætla að segja af sér sem leiðtogi íhaldsmanna.Jafna kjör í landinu Kosningaloforð Trudeaus snerust ekki síst um að jafna kjör í landinu, hækka skatta á hátekjufólk en lækka þá á millitekjufólk. Þá ætlar hann að auka ríkisútgjöld til að styrkja innviði og koma efnahagslífinu á skrið, jafnvel þótt það kosti tímabundinn fjárlagahalla. Þá lofaði hann því að lögleiða maríjúana í Kanada en ætlar ekki að banna konum að klæðast niqab, andlitsslæðum múslima, sem Harper hafði sagst staðráðinn í að banna. „Í kvöld er Kanada að verða aftur eins og það var hér áður fyrr,“ sagði hann í ávarpi sínu eftir að kosningaúrslitin voru orðin ljós. „Við unnum sigur á neikvæðri sundurlyndispólitík með jákvæðri sýn sem þjappar Kanadamönnum saman.“Traustur þingmeirihluti Frjálslyndi flokkurinn fékk 39,5 prósent atkvæða og 184 af 338 þingsætum. Trudeau og félagar hans eru þar með komnir með traustan þingmeirihluta. Íhaldsflokkurinn hlaut 32 prósent og 102 þingsæti, en þriðji flokkurinn í slagnum, Nýi demókrataflokkurinn, fékk aðeins 19,2 prósent atkvæða og 41 þingmann. Allt fram á síðustu stundu var Nýja demókrataflokknum spáð góðu fylgi, en drjúgur hluti þess virðist hafa ákveðið seint að halla sér heldur að Frjálslynda flokknum. Trudeau er 43 ára gamall, sonur Pierre Trudeau sem var forsætisráðherra Kanada nánast óslitið frá 1968 til 1984, að undanskildu tæpu ári þegar andstæðingur hans, Joe Clark, sat í embættinu 1979-1980. Fjölmiðlar vestra hafa rifjað upp að árið 1970, þegar Pierre Trudeau hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafi Nixon spaugað með að sonur kanadíska forsætisráðherrans, hinn nokkurra mánaða gamli Justin, myndi seinna meir einnig verða forsætisráðherra í Kanada.
Tengdar fréttir Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52
Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29