Óréttlæti virðisaukaskattslaganna Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Miðað við fjölda mála sem hafa komið upp undanfarið þá virðist sem Ríkisskattstjóri sé nú í átaki við að innheimta virðisaukaskattsskuldir í gegnum þriðja aðila. Árið 2010 var gerð breyting á 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sem gerir það að verkum að krefja má þriðja aðila um virðisaukaskatt aftur í tímann, sem hann hefur innskattað í góðri trú frá rekstraraðila sem var með lokað virðisaukaskattsnúmer þegar viðskiptin áttu sér stað. Á mannamáli þýðir þetta að heiðarlegt fyrirtæki sem telur sig vera að skipta við heiðarlegan rekstraraðila, móttekur reikning með virðisaukaskattsnúmeri og innskattar virðisaukann í góðri trú. Jafnvel yfir lengri tíma. Nokkrum árum seinna á hann á hættu að þurfa að endurgreiða virðisaukann – af því aðilinn sem hann skipti við falsaði reikninga og lét sem hann væri að innheimta útskatt fyrir ríkissjóð. Fyrir utan að þurfa að endurgreiða virðisaukann sem óheiðarlegi rekstraraðilinn þóttist vera að innheimta – þarf heiðarlegi rekstraraðilinn (sem braut ekkert af sér) að greiða háa dráttarvexti aftur í tímann. Breytir þá engu þótt heiðarlegi rekstraraðilinn hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni með því að senda inn verktakamiða ár hvert, með greinargóðum upplýsingum um viðskiptin. Maður skyldi halda að eftirlitsskylda Ríkisskattstjóra væri það sterk að þegar hann fær upplýsingarnar á silfurfati – skuli viðkomandi vera stoppaður af. Ekki síst til að lágmarka skaða heiðarlega rekstraraðilans sem heldur jafnvel áfram að skipta við hann í góðri trú. En nei. Það er ekki þannig. Þriðji aðilinn ber alla eftirlitsskylduna, skaðann og sektina. Það þarf vart að reifa það hér hversu röng skilaboð þetta eru og óréttlát við rekstraraðila sem stunda heiðarleg viðskipti. Hér er þriðji aðilinn látinn bera ábyrgð á öðrum aðila sem gerðist brotlegur við lögin. Brotlegi aðilinn myndar hins vegar enga skuld. Eins ótrúlegt og það virðist! Þetta er því miður ekki eina dæmið um óskiljanleg lög er varða atvinnulífið. Þau lýsa því svo vel að þeir sem semja og samþykkja lögin hafa oft litla sem enga reynslu af því að reka fyrirtæki. En þá er það líka okkar að segja stans. Hingað og ekki lengra. Krefjumst lagabreytinga og rekstrarumhverfis sem refsar þeim sem fremja brotin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Miðað við fjölda mála sem hafa komið upp undanfarið þá virðist sem Ríkisskattstjóri sé nú í átaki við að innheimta virðisaukaskattsskuldir í gegnum þriðja aðila. Árið 2010 var gerð breyting á 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sem gerir það að verkum að krefja má þriðja aðila um virðisaukaskatt aftur í tímann, sem hann hefur innskattað í góðri trú frá rekstraraðila sem var með lokað virðisaukaskattsnúmer þegar viðskiptin áttu sér stað. Á mannamáli þýðir þetta að heiðarlegt fyrirtæki sem telur sig vera að skipta við heiðarlegan rekstraraðila, móttekur reikning með virðisaukaskattsnúmeri og innskattar virðisaukann í góðri trú. Jafnvel yfir lengri tíma. Nokkrum árum seinna á hann á hættu að þurfa að endurgreiða virðisaukann – af því aðilinn sem hann skipti við falsaði reikninga og lét sem hann væri að innheimta útskatt fyrir ríkissjóð. Fyrir utan að þurfa að endurgreiða virðisaukann sem óheiðarlegi rekstraraðilinn þóttist vera að innheimta – þarf heiðarlegi rekstraraðilinn (sem braut ekkert af sér) að greiða háa dráttarvexti aftur í tímann. Breytir þá engu þótt heiðarlegi rekstraraðilinn hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni með því að senda inn verktakamiða ár hvert, með greinargóðum upplýsingum um viðskiptin. Maður skyldi halda að eftirlitsskylda Ríkisskattstjóra væri það sterk að þegar hann fær upplýsingarnar á silfurfati – skuli viðkomandi vera stoppaður af. Ekki síst til að lágmarka skaða heiðarlega rekstraraðilans sem heldur jafnvel áfram að skipta við hann í góðri trú. En nei. Það er ekki þannig. Þriðji aðilinn ber alla eftirlitsskylduna, skaðann og sektina. Það þarf vart að reifa það hér hversu röng skilaboð þetta eru og óréttlát við rekstraraðila sem stunda heiðarleg viðskipti. Hér er þriðji aðilinn látinn bera ábyrgð á öðrum aðila sem gerðist brotlegur við lögin. Brotlegi aðilinn myndar hins vegar enga skuld. Eins ótrúlegt og það virðist! Þetta er því miður ekki eina dæmið um óskiljanleg lög er varða atvinnulífið. Þau lýsa því svo vel að þeir sem semja og samþykkja lögin hafa oft litla sem enga reynslu af því að reka fyrirtæki. En þá er það líka okkar að segja stans. Hingað og ekki lengra. Krefjumst lagabreytinga og rekstrarumhverfis sem refsar þeim sem fremja brotin!
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun