Handbolti

"Hann hefur ekki mætt á æfingu hjá okkur" | Kári og Jóhann fara á kostum

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/ernir
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður Vals og Jóhann Gunnar Einarsson, stórskytta Aftureldingar, voru ekki með liðum sínum í dag þegar þau mættust í lokaumferð Olís-deildar karla.

Þeir voru í staðinn álitsgjafar í beinni útsendingu RÚV frá leiknum, en Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson stýrði spjalli með þeim félögum fyrir og eftir leik. Einnig var spjallað í hálfleik, en þeir félagar léku á alls oddi.

Afturelding vann leikinn með tveimur mörkum, 23-25, en meira má lesa um leikinn hér.

Þeir félagar fóru á kostum í útsendingunni og það vantaði ekkert upp á húmorinn. Þorkell spurði meðal annars Kára hvort það væri einhver ný nöfn í hópnum. Kári svaraði þá því að Sigurvin Ármansson hafði ekki mætt á æfingu með liðinu. Þorkell spurði Kára hvort hann væri að grínast, en svo var ekki.

Allt innslagið má sjá hér, en innslagið er um nítján mínútna langt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×