Enski boltinn

Rodgers segir Sterling ekki vera á förum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling og Rodgers á æfingu í morgun.
Sterling og Rodgers á æfingu í morgun. vísir/getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að Raheem Sterling, framherji liðsins, sé ekki á förum frá félaginu. Sterling var í athyglisverðu viðtali við BBC í gær þar sem hann greindi frá því að hann vilji vinna titla.

„Liverpool er eitt af stærstu liðunum í fótboltanum og ef eigendurnir vilja ekki selja, þá gera þeir það ekki," sagði Rodgers. „Einbeiting hans ætti að vera á fótboltanum. Ef hans metnaður er að vinna titla á það samleið með okkur hér."

Rodgers segir að Liverpool hafi veitt BBC neitt leyfi til að taka viðtalið athyglisverða við Sterling, en Rodgers vonast til að Sterling læri af þessu.

„Það fékkst ekkert leyfi frá okkur. Hann mun læra af þessu. Við gerum öll mistök í lífinu, sérstaklega þegar við erum yngri."

„Ég held að hann hafi reynt að ýta öllum umræðum um samningamál og peninga út af borðinu. Vonandi verður hans einbeiting að fótboltanum núna," sagði Rodgers að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×