

Loftárásir Sádi-Araba dynja áfram á uppreisnarmönnum í Jemen. Almennir borgarar létu lífið í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í borginni í gær. Óttast er að loftárásirnar geti orðið upphafið að styrjöld á milli Sádi-Arabíu og Írans.
Samtök hernaðarandstæðinga fordæma að loftárásirnar hafi ekki verið ræddar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Arababandalagið samþykkir framhald lofthernaðar Sádi-Arabíu í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra hafa undanfarna daga varpað sprengjum á höfuðborgina Sanaa, með það að markmiði að lama varnir uppreisnarhreyfingar Húta.
Loftárásir Sádi Arabíu gegn uppreisnarsinnum halda áfram.
Ástandið í Jemen hefur hríðversnað undanfarnar vikur. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásir á almenna borgara og segir landið á barmi algers hruns. Borgarastyrjöldin styrkir stöðu öfgahópa.