Rúrik Gíslason var í byrunarliði Nürnberg í fyrsta leik liðsins í þýsku 2. deildinni í fótbolta, en fyrsta umferðin kláraðist með leik Freiburg og Nürnberg í kvöld.
Leikurinn var mikil veisla fyrir augað, en heimamenn í Freiburg unnu á undanum, 6-3, í níu marka leik. Þeir voru 4-1 yfir í hálfleik.
Rúrik var tekinn af velli í hálfleik og skoruðu gestirnir fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks áður en fimm mínútur voru liðnar og minnkuðu muninn í 4-3.
Freiburg bætti fimtma markinu við á 61. mínútu og gulltrygðu svo sigurinn á síðustu mínútu leiksins, 6-3. Nürnberg spilaði manni færri síðustu sex mínúturnar.
Rúrik og félagar töpuðu í níu marka leik
Tómas Þór Þórðarson skrifar
