Fréttatíminn vildi ekki yfirtaka rekstur Fótspors Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2015 15:45 Í bréfi sínu lýsir gamli Kratinn Ámundi því yfir að Björn Ingi hafi sýnt að hann vilji og geti látið mismunandi raddir heyrast. Í bréfi sem Ámundi Ámundason, útgefandi og auglýsingastjóri, sendi Samkeppniseftirliti og Fjölmiðlanefnd, og dagsett er 10. júlí 2015, kemur meðal annars fram að Ámundi hafði átt í viðræðum við ýmis önnur fyrirtæki um yfirtöku reksturs síns, en án árangurs – allt þar til Björn Ingi Hrafnsson kom inn í myndina. Í bréfinu nefnir Ámundi að þeirra á meðal hafi verið Fréttatíminn. Ámundi og einn eigenda blaðsins, Valdimar Birgisson, störfuðu á tímabili samhliða við sölu auglýsinga í Fréttablaðið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Björn Ingi Hrafnsson og Vefpressan keypt og yfirtekið rekstur Fótspors Ámunda Ámundasonar sem gefið hefur út Akureyri vikublað og Reykjavík vikublað. Þetta hefur valdið verulegum titringi innan fjölmiðlageirans og áhugamanna um fjölmiðlun og reksturs fjölmiðlafyrirtækja. Þess má meðal annars sjá merki í því að Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri vikublað, vandar Birni Inga ekki kveðjurnar í morgun og segist aldrei muni starfa með honum. En, þessi samruni er þó háður samþykki Samkeppniseftirlits og Fjölmiðlanefndar.Sonur Ámunda fylgir með í kaupunum Vísir hefur undir höndum athyglisvert bréf Ámunda og er það á einlægum nótum. Hann segist hafa um nokkurra ára skeið gefið út fríblöð til dreifingar víða um land. „Þetta hefur verið lítill rekstur, en gengið með þrotlausri vinnu. Ég hef ekki getað tekið frí lengi og er nú kominn að áttræðisaldri og þarf að fara að huga að framtíðinni.“ Svo hefst bréfið en þar kemur meðal annars fram að honum hafi boðist starf á nýjum stað: „Björn Ingi hefur óskað eftir því að ég myndi starfa áfram við útgáfuna undir merkjum Pressunnar og sömuleiðis sonur minn, sem hefur verið framkvæmdastjóri Fótspors. Það fyrirtæki hættir útgáfu með því að þetta samstarf tekur gildi. Með því vill hann nýta áratugareynslu mína af íslenskum útgáfu- og auglýsingamarkaði og er ég þakklátur fyrir það,“ skrifar Ámundi – sem ýkir hvergi í þeim efnum; hann er fyrir löngu orðinn lifandi goðsögn í heimi blaðaútgáfunnar.Gamall krati sem lítur á Eyjuna sem sinn heimavöll Bréfi sínu lýkur Ámundi með eftirfarandi orðum: „Að mínu mati hefur Björn Ingi sýnt með útgáfu DV, Eyjunnar og Pressunnar og fleiri miðla, að mismunandi raddir fái að heyrast; gamall Krati eins og ég lítur til dæmis á Eyjuna sem sinn heimavöll og veit ég að hið sama gildir um marga fleiri. Ég tel því ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að fjölbreytni á blaðamarkaði minnki við þetta, miklu frekar að fjölbreytni verði áfram tryggð með þessu móti, því áframhaldandi útgáfa þessara blaða verður tryggð með þessum hætti.“ Tengdar fréttir „Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Björn Þorláksson ætlar sér aldrei að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson og vandar honum ekki kveðjurnar. 27. júlí 2015 10:27 Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Loftárásir Við verðum hér vitni að óvenju óskammfeilinni viðleitni að því að sölsa undir sig alla óþæga fjölmiðla í landinu til þess að stýra þjóðfélagsumræðunni; hafa áhrif á skoðanamyndun almennings. 27. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Í bréfi sem Ámundi Ámundason, útgefandi og auglýsingastjóri, sendi Samkeppniseftirliti og Fjölmiðlanefnd, og dagsett er 10. júlí 2015, kemur meðal annars fram að Ámundi hafði átt í viðræðum við ýmis önnur fyrirtæki um yfirtöku reksturs síns, en án árangurs – allt þar til Björn Ingi Hrafnsson kom inn í myndina. Í bréfinu nefnir Ámundi að þeirra á meðal hafi verið Fréttatíminn. Ámundi og einn eigenda blaðsins, Valdimar Birgisson, störfuðu á tímabili samhliða við sölu auglýsinga í Fréttablaðið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Björn Ingi Hrafnsson og Vefpressan keypt og yfirtekið rekstur Fótspors Ámunda Ámundasonar sem gefið hefur út Akureyri vikublað og Reykjavík vikublað. Þetta hefur valdið verulegum titringi innan fjölmiðlageirans og áhugamanna um fjölmiðlun og reksturs fjölmiðlafyrirtækja. Þess má meðal annars sjá merki í því að Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri vikublað, vandar Birni Inga ekki kveðjurnar í morgun og segist aldrei muni starfa með honum. En, þessi samruni er þó háður samþykki Samkeppniseftirlits og Fjölmiðlanefndar.Sonur Ámunda fylgir með í kaupunum Vísir hefur undir höndum athyglisvert bréf Ámunda og er það á einlægum nótum. Hann segist hafa um nokkurra ára skeið gefið út fríblöð til dreifingar víða um land. „Þetta hefur verið lítill rekstur, en gengið með þrotlausri vinnu. Ég hef ekki getað tekið frí lengi og er nú kominn að áttræðisaldri og þarf að fara að huga að framtíðinni.“ Svo hefst bréfið en þar kemur meðal annars fram að honum hafi boðist starf á nýjum stað: „Björn Ingi hefur óskað eftir því að ég myndi starfa áfram við útgáfuna undir merkjum Pressunnar og sömuleiðis sonur minn, sem hefur verið framkvæmdastjóri Fótspors. Það fyrirtæki hættir útgáfu með því að þetta samstarf tekur gildi. Með því vill hann nýta áratugareynslu mína af íslenskum útgáfu- og auglýsingamarkaði og er ég þakklátur fyrir það,“ skrifar Ámundi – sem ýkir hvergi í þeim efnum; hann er fyrir löngu orðinn lifandi goðsögn í heimi blaðaútgáfunnar.Gamall krati sem lítur á Eyjuna sem sinn heimavöll Bréfi sínu lýkur Ámundi með eftirfarandi orðum: „Að mínu mati hefur Björn Ingi sýnt með útgáfu DV, Eyjunnar og Pressunnar og fleiri miðla, að mismunandi raddir fái að heyrast; gamall Krati eins og ég lítur til dæmis á Eyjuna sem sinn heimavöll og veit ég að hið sama gildir um marga fleiri. Ég tel því ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að fjölbreytni á blaðamarkaði minnki við þetta, miklu frekar að fjölbreytni verði áfram tryggð með þessu móti, því áframhaldandi útgáfa þessara blaða verður tryggð með þessum hætti.“
Tengdar fréttir „Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Björn Þorláksson ætlar sér aldrei að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson og vandar honum ekki kveðjurnar. 27. júlí 2015 10:27 Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Loftárásir Við verðum hér vitni að óvenju óskammfeilinni viðleitni að því að sölsa undir sig alla óþæga fjölmiðla í landinu til þess að stýra þjóðfélagsumræðunni; hafa áhrif á skoðanamyndun almennings. 27. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Björn Þorláksson ætlar sér aldrei að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson og vandar honum ekki kveðjurnar. 27. júlí 2015 10:27
Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29
Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55
Loftárásir Við verðum hér vitni að óvenju óskammfeilinni viðleitni að því að sölsa undir sig alla óþæga fjölmiðla í landinu til þess að stýra þjóðfélagsumræðunni; hafa áhrif á skoðanamyndun almennings. 27. júlí 2015 07:00