Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Alvogen-vellinum skrifar 27. júlí 2015 22:45 Guðjón Pétur Lýðsson tæklar Jacob Schoop á KR-vellinum í kvöld. vísir/stefán KR og Breiðablik máttu sætta sig við markalaust jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn um miðjan síðari hálfleikinn. Bæði lið fengu færi en hvorugu tókst að koma boltanum yfir línuna. Varamennirnir Jonathan Glenn fyrir Breiðablik og Hólmbert Aron Friðjónsson fyrir KR fengu bæðir ágæt færi undir lokin en allt kom fyrir ekki. KR er því enn á toppi deildarinnar með þriggja stiga forystu á Val og FH. Breiðablik kemur svo stigi á eftir í fjórða sætinu. Leikurinn fór mjög rólega af stað og náðist aldrei að komast á almennilegt skrið allan fyrri hálfleikinn. Til að byrja með voru KR-ingar aðallega í löngum sendingum fram á völlinn sem varnarmenn Blika áttu ekki í vandræðum með. Þorsteinn Már Ragnarsson hafði hrist af sér meiðsli og var í byrjunarliðinu en það gekk illa að koma honum í spilið. Breiðablik komst í betri takt við leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn. Atli Sigurjónsson komst tvívegis í ágætisfæri en hitti markið í hvorugt skiptið. Guðjón Pétur Lýðsson átti svo óvænt skot á markið úr aukaspyrnu í lok hálfleiksins en það reyndist eina skot Blika á markið allan fyrri hálfleikinn. KR-ingar reyndu að spila boltanum meira á milli sín í síðari hluta fyrri hálfleiksins en rétt eins og hjá Blikum var uppskeran lítið meira en nokkur hálffæri sem teljast seint hættuleg. Eftir rólega byrjun síðari hálfleik virtust leikmenn vakna af værum blundi. Þjálfarar liðanna gerðu báðir skiptingar sem leystu aðeins úr pattstöðunni sem hafði verið í leiknum frá fyrstu mínútu. Blikar byrjuðu að skapa sér hættulegri færi og Arnþór Ari Atlason kom sér í gott færi eftir undirbúning Ellerts en Stefán Logi var vel á verði. Stefán Logi átti góðan leik í kvöld og sá til þess að KR-ingar áttu enn möguleika á að tryggja sér stigin þrjú þegar þeir fóru loks í gang undir lok leiksins. Hættulegasta færi Breiðabliks fékk varamaðurinn Jonathan Glenn, sem var nýkominn til liðsins frá ÍBV, þegar hann komst inn í slæma sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar aftur á Pálma Rafn. En Stefán Logi fór í úthlaup sitt á hárréttum tíma og fórnaði sér í boltann þrátt fyrir að hafa fengið Glenn í sig af miklum krafti. Gary Martin fékk ágætt færi eftir fínan sprett áður en hann var tekinn af velli í liði KR og varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson komst í gott skallafæri en boltinn fór rétt svo fram hjá markinu. KR-ingar sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en létu oft grípa sig í rangstöðu. Blikar stóðust pressuna og sáu til þess að KR-ingar stungu ekki af á toppi deildarinnar. Það er áhyggjuefni fyrir Breiðablik að liðið hefur ekki skorað mark í þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þeir fengu færi til þess í kvöld en nýttu þau ekki. Höskuldur Gunnlaugsson átti ágæta innkomu í kvöld og óskandi fyrir Breiðablik að hann komist aftur almennilega í gang eftir baráttu við veikindi fyrr í sumar. KR-ingar söknuðu sköpunargleðinnar í kvöld og Jacob Schoop er greinilega enn að finna taktinn eftir meiðsli. Engu að síður átti sóknarlína KR-inga að gera betur í kvöld, sérstaklega þar sem vörn Breiðabliks var gerólík þeirri sem hefur staðið vaktina svo vel í allt sumar fyrir Kópavogsliðið. Bæði lið vörðust þó vel í kvöld og mega vera sátt við þann þátt í sínum leik. Það var lengi vel stál í stál í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld og greinilegt að hvorugt lið hafði áhuga á að gefa tommu eftir í baráttunni um þau mikilvægu stig sem voru í boði í toppbaráttu deildarinnar í kvöld.Jonathan Glenn: Með sköflunga úr stáli Þegar Jonathan Glenn kom inn á sem varamaður í lið Breiðabliks sem gerði markalaust jafntefli við KR í kvöld hafði hann afrekað að spila fyrir tvö lið í einni og sömu umferðinni í Pepsi-deild karla. Glenn var lánaður til Breiðabliks eftir að hafa komið inn á sem varamaður með ÍBV gegn Stjörnunni nokkrum klukkustundum fyrr. Hann fékk svo leikheimild í dag og var með nýja liðinu sínu gegn KR í kvöld. „Þetta var nokkuð sérstök helgi hjá mér. Ég átti ekki von á því að fá leikheimild strax með Breiðabliki en þetta gekk upp á endanum. Það er hálfgerð bilun að spila tvo leiki í sömu umferðinni,“ sagði Glenn sem er ánægður með vistaskiptin. „Breiðablik er metnaðarfullt félag sem ætlar sér stóra hluti. Ég vil taka þátt í því. Ég er þakklátur fyrir tíma minn hjá ÍBV og öllu því góða fólki sem ég kynntist þar. En mér fannst tímabært að breyta til.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fá færri mínútur hjá ÍBV eftir að félagið fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson heim. „Ég vildi sjá hvort að eitthvað myndi ganga upp hjá mér í glugganum og svo kom það í ljós að Breiðablik vildi fá mig. Ég held að það hafi verið gott fyrir alla aðila.“ Hann segir að bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í kvöld en að líklega hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða. Glenn fékk þó eitt allra besta færi leiksins þegar hann komst inn í slæma sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar á samherja. „Við hefðum gjarnan viljað vinna. Ég fékk gott færi eftir að komist inn í slæma sendingu. En ég var óheppinn, snertingin sveik mig og markvörðurinn þeirra var mjög fljótur út.“ Það þurfti að huga að Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, í nokkra stund eftir samstuðið en Glenn fékk líka högg á sköflunginn sem skrámaðist. „Það hafði ekki ekkert að segja. Þeir eru gerðir úr stáli,“ sagði hann og hló dátt.Stefán Logi: Hrikalega vont Stefán Logi Magnússon átti góðan leik í marki KR í kvöld og var sáttur við stigið sem og að halda hreinu gegn liði Breiðabliks. „Ég er ánægður með stigið enda telja þau öll í titilbaráttunni. Við hefðum getað fylgt skipulaginu aðeins betur síðasta korterið en þeir náðu að riðla því aðeins.“ „Það verður þó að hrósa strákunum. Þeir hættu aldrei þrátt fyrir að það hafi verið mikið álag á þeim síðustu vikurnar. Mér fannst oft vanta bara herslumuninn til að klára dæmið.“ Hann segir að varnarmennirnir sínir eigi stóran þátt í því að Stefán Logi hafi haldið hreinu í kvöld. „Við höfum haldið oft hreinu í sumar og við höfum bætt varnarleiknum með hverjum leiknum. Við vorum með mann í banni í dag en þá kemur annar inn og allir kunna sitt hlutverk mjög vel.“ Hann segir að það hafi verið vont að lenda í samstuðinu við Jonathan Glenn en að hann hafi engan tíma til að dvelja við meiðsli. „Þetta var hrikalega vont en þetta verður fínt eftir 1-2 daga. Enda leikur eftir nokkra daga,“ sagði hann en KR mætir ÍBV í bikarnum á fimmtudagskvöldið.Bjarni: Guðjón og Atli voru bakverðir Þjálfari KR segir að Breiðablik hafi verið afar varnarsinnað í 0-0 jafntefli liðann í kvöld, sértaklega í fyrri hálfleik. „Ég er ekki sáttur við að fá eitt stig á heimavelli enda viljum við vinna alla okkar leiki hér,“ sagði Bjarni sem sagði að sínum mönnum hefði gengið vel að halda boltanum, sérstaklega í fyrri hálfleik. „En svo á síðasta þriðjungi var of mikið fát á okkur. Það vantaði upp yfirvegun og að koma með síðustu sendinguna sem þurfti til að skapa hættu,“ sagði Bjarni sem kom með Almar, Óskar Örn og Hólmbert inn á sem varamenn í síðari hálfleik til að skerpa á sókninni. „Ég vildi koma boltanum niður á jörðina og nýta breiddina betur. Við vildum fleiri fyrirgjafir inn í teig en það gekk ekki eins vel og við vildum en þegar það komu boltar inn í teig þá skapast hætta hjá okkur. Við erum stórhættulegir í því enda með sterka skallamenn.“ Bjarni segir að Breiðablik hafi verið afar varnarsinnaðir í dag. „Þeir voru með miðverði. Og svo bakverði og annað bakvarðapar til að hjálpa þeim. Þeir voru mjög þéttir til baka og það var erfitt að brjóta þá á bak aftur. En við eigum að eiga vopn til að geta refsað þeim.“ Hann segir að Jacop Schoop sé allur að koma til eftir meiðsli en hann gat lítið æft í aðdraganda leiksins í dag. Hann hefur ekki áhyggjur af því hversu illa gekk að skapa færi í kvöld. „Það er ekki að ástæðulausu að við lendum í því. Guðjón Pétur og Atli Sigurjóns hafa aldrei verið bakverðir áður en þeir voru bakverðir nánast allan fyrri hálfleikinn. Þeir lokuðu svæðum vel.“ „Okkar sóknarkraftur er enn til staðar. Við þurfum bara að ná í hann. Við fáum ÍBV væntanlega í sama gír í bikarnum á fimmtudagskvöldið og við þurfum að fara vel yfir hvernig við ætlum að brjóta þá á bak aftur. Í gegn ætlum við þar.“Arnar: Þurfum að nýta færin betur Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, segir svekkjandi að hafa ekki fengið meira úr leiknum gegn KR í kvöld en bara eitt stig. „Við vorum mjög þéttir og KR-ingar sköpuðu sér nánast engin opin færi. Það var ekki fyrr en í restina að þeir náðu að skapa smá hættu með fyrirgjöfunum sínum.“ „Maður færi ekki marga sénsa í svona leik og við þurfum að nýta það sem við fáum. Stefán Logi varði vel í kvöld og ég er mjög sáttur við okkar leik heilt yfir.“ Hann hrósaði frammistöðu miðvarðanna í seinni hálfleik, þeirra Viktors Arnar og Kára sem kom inn á sem varamaður fyrir Elfar Freyr. Damir Muminovic tók út leikbann í kvöld. „Þeir voru að spila í fyrsta skipti saman gegn liði sem er í hvað besta standinu. KR-ingar náðu ekki að opna okkur neitt.“ Arnar segir að Elfar Freyr hafi verið tekinn út af þar sem að hann var kominn með tak aftan í lærið. Hann var þó kominn með gult spjald snemma í leiknum og búinn að brjóta af sér eftir það. „Menn þurfa að vera skynsamir í þeirri stöðu og Elli lætur of til sín taka,“ sagði hann. Arnar leggur áherslu á að hann fari inn í alla leiki til að vinna. „Þó svo að KR hafi verið meira með boltann sköpuðu þeir sér nánast engin færi. Við verðum að nýta okkar færi en við vorum þó að skapa okkur meira en í síðasta leik og það er jákvætt.“ Höskuldur Gunnlaugsson var frá vegna veikinda fyrr í sumar og kom inn á sem varamaður í kvöld. „Það var val okkar þjálfaranna að setja hann á bekkinn því hann hefur ekki verið 100 prósent standi en hann er allur að koma til. Við erum með breiðan hóp og gott að geta nýtt hann.“ Hann segir að Glenn færir liði Breiðabliks heilmikið, ekki síst upp á breiddina að gera. „Glenn tekur mikið til sín og er öskufljótur þar að auki. Hann hefur markanef og það er gott að hafa tvo menn til að berjast um hverja stöðu. Ellert stóð sig samt vel í kvöld.“ Breiðablik hefur ekki skorað mark í þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum en Arnar hefur ekki áhyggjur af því. „Mér finnst liðið spila vel og þá fara að mörkin að detta. Við vorum þéttir í dag og menn lögðu sig fram og miðað við það er ég bjartsýnn á framhaldið.“vísir/stefánvísir/stefánvísir/stefánvísir/stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
KR og Breiðablik máttu sætta sig við markalaust jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn um miðjan síðari hálfleikinn. Bæði lið fengu færi en hvorugu tókst að koma boltanum yfir línuna. Varamennirnir Jonathan Glenn fyrir Breiðablik og Hólmbert Aron Friðjónsson fyrir KR fengu bæðir ágæt færi undir lokin en allt kom fyrir ekki. KR er því enn á toppi deildarinnar með þriggja stiga forystu á Val og FH. Breiðablik kemur svo stigi á eftir í fjórða sætinu. Leikurinn fór mjög rólega af stað og náðist aldrei að komast á almennilegt skrið allan fyrri hálfleikinn. Til að byrja með voru KR-ingar aðallega í löngum sendingum fram á völlinn sem varnarmenn Blika áttu ekki í vandræðum með. Þorsteinn Már Ragnarsson hafði hrist af sér meiðsli og var í byrjunarliðinu en það gekk illa að koma honum í spilið. Breiðablik komst í betri takt við leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn. Atli Sigurjónsson komst tvívegis í ágætisfæri en hitti markið í hvorugt skiptið. Guðjón Pétur Lýðsson átti svo óvænt skot á markið úr aukaspyrnu í lok hálfleiksins en það reyndist eina skot Blika á markið allan fyrri hálfleikinn. KR-ingar reyndu að spila boltanum meira á milli sín í síðari hluta fyrri hálfleiksins en rétt eins og hjá Blikum var uppskeran lítið meira en nokkur hálffæri sem teljast seint hættuleg. Eftir rólega byrjun síðari hálfleik virtust leikmenn vakna af værum blundi. Þjálfarar liðanna gerðu báðir skiptingar sem leystu aðeins úr pattstöðunni sem hafði verið í leiknum frá fyrstu mínútu. Blikar byrjuðu að skapa sér hættulegri færi og Arnþór Ari Atlason kom sér í gott færi eftir undirbúning Ellerts en Stefán Logi var vel á verði. Stefán Logi átti góðan leik í kvöld og sá til þess að KR-ingar áttu enn möguleika á að tryggja sér stigin þrjú þegar þeir fóru loks í gang undir lok leiksins. Hættulegasta færi Breiðabliks fékk varamaðurinn Jonathan Glenn, sem var nýkominn til liðsins frá ÍBV, þegar hann komst inn í slæma sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar aftur á Pálma Rafn. En Stefán Logi fór í úthlaup sitt á hárréttum tíma og fórnaði sér í boltann þrátt fyrir að hafa fengið Glenn í sig af miklum krafti. Gary Martin fékk ágætt færi eftir fínan sprett áður en hann var tekinn af velli í liði KR og varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson komst í gott skallafæri en boltinn fór rétt svo fram hjá markinu. KR-ingar sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en létu oft grípa sig í rangstöðu. Blikar stóðust pressuna og sáu til þess að KR-ingar stungu ekki af á toppi deildarinnar. Það er áhyggjuefni fyrir Breiðablik að liðið hefur ekki skorað mark í þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þeir fengu færi til þess í kvöld en nýttu þau ekki. Höskuldur Gunnlaugsson átti ágæta innkomu í kvöld og óskandi fyrir Breiðablik að hann komist aftur almennilega í gang eftir baráttu við veikindi fyrr í sumar. KR-ingar söknuðu sköpunargleðinnar í kvöld og Jacob Schoop er greinilega enn að finna taktinn eftir meiðsli. Engu að síður átti sóknarlína KR-inga að gera betur í kvöld, sérstaklega þar sem vörn Breiðabliks var gerólík þeirri sem hefur staðið vaktina svo vel í allt sumar fyrir Kópavogsliðið. Bæði lið vörðust þó vel í kvöld og mega vera sátt við þann þátt í sínum leik. Það var lengi vel stál í stál í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld og greinilegt að hvorugt lið hafði áhuga á að gefa tommu eftir í baráttunni um þau mikilvægu stig sem voru í boði í toppbaráttu deildarinnar í kvöld.Jonathan Glenn: Með sköflunga úr stáli Þegar Jonathan Glenn kom inn á sem varamaður í lið Breiðabliks sem gerði markalaust jafntefli við KR í kvöld hafði hann afrekað að spila fyrir tvö lið í einni og sömu umferðinni í Pepsi-deild karla. Glenn var lánaður til Breiðabliks eftir að hafa komið inn á sem varamaður með ÍBV gegn Stjörnunni nokkrum klukkustundum fyrr. Hann fékk svo leikheimild í dag og var með nýja liðinu sínu gegn KR í kvöld. „Þetta var nokkuð sérstök helgi hjá mér. Ég átti ekki von á því að fá leikheimild strax með Breiðabliki en þetta gekk upp á endanum. Það er hálfgerð bilun að spila tvo leiki í sömu umferðinni,“ sagði Glenn sem er ánægður með vistaskiptin. „Breiðablik er metnaðarfullt félag sem ætlar sér stóra hluti. Ég vil taka þátt í því. Ég er þakklátur fyrir tíma minn hjá ÍBV og öllu því góða fólki sem ég kynntist þar. En mér fannst tímabært að breyta til.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fá færri mínútur hjá ÍBV eftir að félagið fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson heim. „Ég vildi sjá hvort að eitthvað myndi ganga upp hjá mér í glugganum og svo kom það í ljós að Breiðablik vildi fá mig. Ég held að það hafi verið gott fyrir alla aðila.“ Hann segir að bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í kvöld en að líklega hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða. Glenn fékk þó eitt allra besta færi leiksins þegar hann komst inn í slæma sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar á samherja. „Við hefðum gjarnan viljað vinna. Ég fékk gott færi eftir að komist inn í slæma sendingu. En ég var óheppinn, snertingin sveik mig og markvörðurinn þeirra var mjög fljótur út.“ Það þurfti að huga að Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, í nokkra stund eftir samstuðið en Glenn fékk líka högg á sköflunginn sem skrámaðist. „Það hafði ekki ekkert að segja. Þeir eru gerðir úr stáli,“ sagði hann og hló dátt.Stefán Logi: Hrikalega vont Stefán Logi Magnússon átti góðan leik í marki KR í kvöld og var sáttur við stigið sem og að halda hreinu gegn liði Breiðabliks. „Ég er ánægður með stigið enda telja þau öll í titilbaráttunni. Við hefðum getað fylgt skipulaginu aðeins betur síðasta korterið en þeir náðu að riðla því aðeins.“ „Það verður þó að hrósa strákunum. Þeir hættu aldrei þrátt fyrir að það hafi verið mikið álag á þeim síðustu vikurnar. Mér fannst oft vanta bara herslumuninn til að klára dæmið.“ Hann segir að varnarmennirnir sínir eigi stóran þátt í því að Stefán Logi hafi haldið hreinu í kvöld. „Við höfum haldið oft hreinu í sumar og við höfum bætt varnarleiknum með hverjum leiknum. Við vorum með mann í banni í dag en þá kemur annar inn og allir kunna sitt hlutverk mjög vel.“ Hann segir að það hafi verið vont að lenda í samstuðinu við Jonathan Glenn en að hann hafi engan tíma til að dvelja við meiðsli. „Þetta var hrikalega vont en þetta verður fínt eftir 1-2 daga. Enda leikur eftir nokkra daga,“ sagði hann en KR mætir ÍBV í bikarnum á fimmtudagskvöldið.Bjarni: Guðjón og Atli voru bakverðir Þjálfari KR segir að Breiðablik hafi verið afar varnarsinnað í 0-0 jafntefli liðann í kvöld, sértaklega í fyrri hálfleik. „Ég er ekki sáttur við að fá eitt stig á heimavelli enda viljum við vinna alla okkar leiki hér,“ sagði Bjarni sem sagði að sínum mönnum hefði gengið vel að halda boltanum, sérstaklega í fyrri hálfleik. „En svo á síðasta þriðjungi var of mikið fát á okkur. Það vantaði upp yfirvegun og að koma með síðustu sendinguna sem þurfti til að skapa hættu,“ sagði Bjarni sem kom með Almar, Óskar Örn og Hólmbert inn á sem varamenn í síðari hálfleik til að skerpa á sókninni. „Ég vildi koma boltanum niður á jörðina og nýta breiddina betur. Við vildum fleiri fyrirgjafir inn í teig en það gekk ekki eins vel og við vildum en þegar það komu boltar inn í teig þá skapast hætta hjá okkur. Við erum stórhættulegir í því enda með sterka skallamenn.“ Bjarni segir að Breiðablik hafi verið afar varnarsinnaðir í dag. „Þeir voru með miðverði. Og svo bakverði og annað bakvarðapar til að hjálpa þeim. Þeir voru mjög þéttir til baka og það var erfitt að brjóta þá á bak aftur. En við eigum að eiga vopn til að geta refsað þeim.“ Hann segir að Jacop Schoop sé allur að koma til eftir meiðsli en hann gat lítið æft í aðdraganda leiksins í dag. Hann hefur ekki áhyggjur af því hversu illa gekk að skapa færi í kvöld. „Það er ekki að ástæðulausu að við lendum í því. Guðjón Pétur og Atli Sigurjóns hafa aldrei verið bakverðir áður en þeir voru bakverðir nánast allan fyrri hálfleikinn. Þeir lokuðu svæðum vel.“ „Okkar sóknarkraftur er enn til staðar. Við þurfum bara að ná í hann. Við fáum ÍBV væntanlega í sama gír í bikarnum á fimmtudagskvöldið og við þurfum að fara vel yfir hvernig við ætlum að brjóta þá á bak aftur. Í gegn ætlum við þar.“Arnar: Þurfum að nýta færin betur Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, segir svekkjandi að hafa ekki fengið meira úr leiknum gegn KR í kvöld en bara eitt stig. „Við vorum mjög þéttir og KR-ingar sköpuðu sér nánast engin opin færi. Það var ekki fyrr en í restina að þeir náðu að skapa smá hættu með fyrirgjöfunum sínum.“ „Maður færi ekki marga sénsa í svona leik og við þurfum að nýta það sem við fáum. Stefán Logi varði vel í kvöld og ég er mjög sáttur við okkar leik heilt yfir.“ Hann hrósaði frammistöðu miðvarðanna í seinni hálfleik, þeirra Viktors Arnar og Kára sem kom inn á sem varamaður fyrir Elfar Freyr. Damir Muminovic tók út leikbann í kvöld. „Þeir voru að spila í fyrsta skipti saman gegn liði sem er í hvað besta standinu. KR-ingar náðu ekki að opna okkur neitt.“ Arnar segir að Elfar Freyr hafi verið tekinn út af þar sem að hann var kominn með tak aftan í lærið. Hann var þó kominn með gult spjald snemma í leiknum og búinn að brjóta af sér eftir það. „Menn þurfa að vera skynsamir í þeirri stöðu og Elli lætur of til sín taka,“ sagði hann. Arnar leggur áherslu á að hann fari inn í alla leiki til að vinna. „Þó svo að KR hafi verið meira með boltann sköpuðu þeir sér nánast engin færi. Við verðum að nýta okkar færi en við vorum þó að skapa okkur meira en í síðasta leik og það er jákvætt.“ Höskuldur Gunnlaugsson var frá vegna veikinda fyrr í sumar og kom inn á sem varamaður í kvöld. „Það var val okkar þjálfaranna að setja hann á bekkinn því hann hefur ekki verið 100 prósent standi en hann er allur að koma til. Við erum með breiðan hóp og gott að geta nýtt hann.“ Hann segir að Glenn færir liði Breiðabliks heilmikið, ekki síst upp á breiddina að gera. „Glenn tekur mikið til sín og er öskufljótur þar að auki. Hann hefur markanef og það er gott að hafa tvo menn til að berjast um hverja stöðu. Ellert stóð sig samt vel í kvöld.“ Breiðablik hefur ekki skorað mark í þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum en Arnar hefur ekki áhyggjur af því. „Mér finnst liðið spila vel og þá fara að mörkin að detta. Við vorum þéttir í dag og menn lögðu sig fram og miðað við það er ég bjartsýnn á framhaldið.“vísir/stefánvísir/stefánvísir/stefánvísir/stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira