Smurt ofan á húsnæðislánin Finnur Árnason skrifar 27. júlí 2015 07:00 Viðamesta aðgerð stjórnvalda á kjörtímabilinu er lækkun lána skuldsettra heimila, sem kostar ríkissjóð um 80 milljarða. Meginhluti húsnæðislána er verðtryggður. Því skiptir miklu fyrir heimilin að verðbólga sé lág, hvert prósentustig kostar þau 13-14 milljarða í auknum skuldum. Aukist verðbólga um 1% varanlega þurrkast ávinningur, vegna þessarar viðamiklu aðgerðar, út á 5-6 árum. Nefnd landbúnaðarráðherra tók nýlega ákvörðun um að hækka verð á smjöri um 11,6%. Ákvörðunin var kynnt á laugardegi, 18. júlí, og mun hækkunin taka gildi 1. ágúst ef ráðherra endurskoðar hana ekki. Kynningunni fylgdi að smjör hefði ekki hækkað frá október 2013. Athygli vekur að lítill hluti hækkunarinnar gengur til bænda og auknar álögur eru settar á neytendur. Því er eðlilegt að spyrja fyrir hvern þessi hækkun er. Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða. Undanfarið hafa verið meiri átök á vinnumarkaði en um margra ára skeið. Aðilar vinnumarkaðarins hafa flestir séð til lands og samið. Samningar eru til langs tíma og markmiðið að auka kaupmátt. Samningarnir eru framþungir, þ.e. launahækkanir eru meiri á fyrri hluta samningsins en á síðari hluta. Því skiptir miklu að aðhalds sé gætt í verðlagsmálum og verðbólgu haldið í skefjum. Þar sem kostnaðarauki á fyrri hluta samningsins er meiri, skapar það aukna hættu á þrýstingi á verðlag. Fyrstu 12-18 mánuðir samningstímans eru viðkvæmir og skipta sköpum. Hver ákvörðun fyrirtækja og stjórnvalda skiptir því miklu, því einungis ábyrg ákvörðunartaka mun skila kaupmáttaraukningu. Með framangreint í huga er ákvörðun stjórnvalda um að hækka smjör um 11,6% óskiljanleg. Hún er óábyrg og vanhugsuð. Tímasetningin gat ekki verið verri. Það eitt að stjórnvöld taki ákvörðun um verðlagningu á einstakri vöru sjálfstæðs fyrirtækis er tímaskekkja. Tilvist verðlagsnefndar búvara er því að sjálfsögðu barn síns tíma. Alvarlegra er að stjórnvöld sýni ekki meiri ábyrgð en svo, að þau taki ákvörðun um að hækka verð á stakri nauðsynjavöru um þrefalda almenna verðlagsþróun á mjög viðkvæmum tímapunkti. Ég skora á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun um hækkun á mjólkurvörum. Þannig sýna þau gott fordæmi. Fordæmi sem stuðlar að því að árangur náist af samningum vinnumarkaðarins. Fordæmi sem mun eiga stóran þátt í að auka kaupmátt íslenskra heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Viðamesta aðgerð stjórnvalda á kjörtímabilinu er lækkun lána skuldsettra heimila, sem kostar ríkissjóð um 80 milljarða. Meginhluti húsnæðislána er verðtryggður. Því skiptir miklu fyrir heimilin að verðbólga sé lág, hvert prósentustig kostar þau 13-14 milljarða í auknum skuldum. Aukist verðbólga um 1% varanlega þurrkast ávinningur, vegna þessarar viðamiklu aðgerðar, út á 5-6 árum. Nefnd landbúnaðarráðherra tók nýlega ákvörðun um að hækka verð á smjöri um 11,6%. Ákvörðunin var kynnt á laugardegi, 18. júlí, og mun hækkunin taka gildi 1. ágúst ef ráðherra endurskoðar hana ekki. Kynningunni fylgdi að smjör hefði ekki hækkað frá október 2013. Athygli vekur að lítill hluti hækkunarinnar gengur til bænda og auknar álögur eru settar á neytendur. Því er eðlilegt að spyrja fyrir hvern þessi hækkun er. Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða. Undanfarið hafa verið meiri átök á vinnumarkaði en um margra ára skeið. Aðilar vinnumarkaðarins hafa flestir séð til lands og samið. Samningar eru til langs tíma og markmiðið að auka kaupmátt. Samningarnir eru framþungir, þ.e. launahækkanir eru meiri á fyrri hluta samningsins en á síðari hluta. Því skiptir miklu að aðhalds sé gætt í verðlagsmálum og verðbólgu haldið í skefjum. Þar sem kostnaðarauki á fyrri hluta samningsins er meiri, skapar það aukna hættu á þrýstingi á verðlag. Fyrstu 12-18 mánuðir samningstímans eru viðkvæmir og skipta sköpum. Hver ákvörðun fyrirtækja og stjórnvalda skiptir því miklu, því einungis ábyrg ákvörðunartaka mun skila kaupmáttaraukningu. Með framangreint í huga er ákvörðun stjórnvalda um að hækka smjör um 11,6% óskiljanleg. Hún er óábyrg og vanhugsuð. Tímasetningin gat ekki verið verri. Það eitt að stjórnvöld taki ákvörðun um verðlagningu á einstakri vöru sjálfstæðs fyrirtækis er tímaskekkja. Tilvist verðlagsnefndar búvara er því að sjálfsögðu barn síns tíma. Alvarlegra er að stjórnvöld sýni ekki meiri ábyrgð en svo, að þau taki ákvörðun um að hækka verð á stakri nauðsynjavöru um þrefalda almenna verðlagsþróun á mjög viðkvæmum tímapunkti. Ég skora á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun um hækkun á mjólkurvörum. Þannig sýna þau gott fordæmi. Fordæmi sem stuðlar að því að árangur náist af samningum vinnumarkaðarins. Fordæmi sem mun eiga stóran þátt í að auka kaupmátt íslenskra heimila.
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar