Hver er þessi næsti forsætisráðherra Finna? Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2015 14:30 Juha Sipilä er giftur Minna-Maaria Sipilä og á með henni fjögur börn. Vísir/AFP Allt bendir til að Juha Sipilä komi til með að taka við embætti forsætisráðherra Finnlands af Alexander Stubb á næstu vikum. Miðflokkur Sipilä vann öruggan sigur í þingkosningunum um helgina og bíður Sipilä nú það verkefni að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hinn 53 ára Sipilä þykir um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. Hann hafði litla reynslu af stjórnmálum þegar hann var kjörinn formaður Miðflokksins fyrir þremur árum síðan. Í júní 2012 var hann nýkjörinn á þing og fáir Finnar þekktu nokkuðtil mannsins, nema flokksmenn Miðflokksins.Í frétt Svenska dagbladet segir að Juha Sipilä hafi fæðst árið 1961 í smábænum Vetili í vesturhluta Finnlands, er menntaður verkfræðingur og auðgaðist mikið í upplýsingatæknigeiranum. 35 ára gamall seldi hann fyrirtæki sitt fyrir jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Sipilä er talinn höfða meira til fólksins en fráfarandi forsætisráðherrann Stubb sem af mörgum er talinn hrokafullur í fasi. Leiðtogastíl Sipilä er lýst sem pragmatískum og árangursmiðuðum, en Susanna Ginman, leiðarahöfundur Hufvudstadsbladet, segir Finna þó enn lítið vita um hvers lags forsætisráðherra Sipilä verður. Innan Miðflokksins hefur hann breytt starfsháttum og svipa þeir nú til þeirra aðferða sem hann notaðist við innan síns fyrirtækis, með skýrri markmiðasetningu og starfsemi sérstakra starfshópa sem skila skýrslum til forystunnar. Sipilä er giftur Minna-Maaria Sipilä og á með henni fjögur börn. Fimmta barn þeirra hjóna, yngsti sonurinn Tuomo sem fæddist 1993, lést í febrúar síðastliðinn eftir að hafa gengist undir aðgerð. Sipilä tók sér þá frí frá kosningabaráttunni eftir að sonur hans lést. Tengdar fréttir Sipilä útilokar engan flokk við myndun næstu ríkisstjórnar Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins, segist vilja að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 1. maí. 20. apríl 2015 12:37 Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Allt bendir til að Juha Sipilä komi til með að taka við embætti forsætisráðherra Finnlands af Alexander Stubb á næstu vikum. Miðflokkur Sipilä vann öruggan sigur í þingkosningunum um helgina og bíður Sipilä nú það verkefni að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hinn 53 ára Sipilä þykir um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. Hann hafði litla reynslu af stjórnmálum þegar hann var kjörinn formaður Miðflokksins fyrir þremur árum síðan. Í júní 2012 var hann nýkjörinn á þing og fáir Finnar þekktu nokkuðtil mannsins, nema flokksmenn Miðflokksins.Í frétt Svenska dagbladet segir að Juha Sipilä hafi fæðst árið 1961 í smábænum Vetili í vesturhluta Finnlands, er menntaður verkfræðingur og auðgaðist mikið í upplýsingatæknigeiranum. 35 ára gamall seldi hann fyrirtæki sitt fyrir jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Sipilä er talinn höfða meira til fólksins en fráfarandi forsætisráðherrann Stubb sem af mörgum er talinn hrokafullur í fasi. Leiðtogastíl Sipilä er lýst sem pragmatískum og árangursmiðuðum, en Susanna Ginman, leiðarahöfundur Hufvudstadsbladet, segir Finna þó enn lítið vita um hvers lags forsætisráðherra Sipilä verður. Innan Miðflokksins hefur hann breytt starfsháttum og svipa þeir nú til þeirra aðferða sem hann notaðist við innan síns fyrirtækis, með skýrri markmiðasetningu og starfsemi sérstakra starfshópa sem skila skýrslum til forystunnar. Sipilä er giftur Minna-Maaria Sipilä og á með henni fjögur börn. Fimmta barn þeirra hjóna, yngsti sonurinn Tuomo sem fæddist 1993, lést í febrúar síðastliðinn eftir að hafa gengist undir aðgerð. Sipilä tók sér þá frí frá kosningabaráttunni eftir að sonur hans lést.
Tengdar fréttir Sipilä útilokar engan flokk við myndun næstu ríkisstjórnar Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins, segist vilja að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 1. maí. 20. apríl 2015 12:37 Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Sipilä útilokar engan flokk við myndun næstu ríkisstjórnar Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins, segist vilja að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 1. maí. 20. apríl 2015 12:37
Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00