Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans sveinn arnarsson skrifar 20. apríl 2015 07:30 Gangi sameining eftir er líklegast að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. fréttablaðið/pjetur Unnið er nú að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að athuga hvort hagstætt sé að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskóla Íslands. Nefnd er að störfum sem vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af stöðunni. Starfandi skólameistari Iðnskólans, Þór Pálsson, var í lok janúar síðastliðins ráðinn sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist lítið vita um framgang málsins. „Við munum fylgjast eins vel með og hægt er og við höfum áhyggjur af stöðunni. Það er mikilvægt að iðnskóli verði áfram starfræktur í bænum og við munum vinna að því,“ segir Rósa. Nefndin sem vinnur að samruna skólanna er skipuð Ársæli Guðmundssyni, skólameistara Iðnskólans sem vinnur tímabundið í ráðuneyti menntamála, Jóni Stefánssyni, skólameistara Tækniskólans, Bolla Árnasyni, formanni stjórnar Tækniskólans, Bjarna Bjarnasyni, formanni skólanefndar Hafnarfjarðar, og Gísla Þór Magnússyni, yfirmanni fjármálasviðs í menntamálaráðuneytinu. Ársæll segir hans hagsmuni ekki ráða för í þeirri fýsileikakönnun sem nú er skoðuð. „Ég mun ekki standa í vegi fyrir því að þetta gerist. Það er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að skólameistarastaða Iðnskólans verði lögð niður ef af sameiningu verður,“ segir Ársæll. „Ég verð að hefja mig upp yfir eigin hag í þessari vinnu.“ Tækniskólinn er einkaskóli en Iðnskólinn í Hafnarfirði er ríkisskóli.Ársæll Guðmundsson Í leyfi sem skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði og vinnur tímabundið í menntamálaráðuneytinu.Ársæll segir þá stöðu ekki vera vandamál. Forskrift er til að sameiningu einkaskóla og ríkisskóla og það ferli er til í ráðuneytinu. „Það er líklegt að ríkisskólinn renni þá inn í einkaskólann,“ segir Ársæll. Forsaga málsins er að í lok febrúar á þessu ári óskaði stjórn Tækniskólans formlega eftir því að Iðnskólinn og Tækniskólinn sameinist. Skólarnir eru með sama námsframboðið og eru að mennta sömu námsbrautir og þar af leiðandi í samkeppni um ört fækkandi nemendur í verknámi. Í framhaldi af bréfi Tækniskólans var verkefnahópurinn myndaður og settur á til að kanna möguleikann á samruna skólanna. „Nefndin á að skila tillögum sínum til ráðherra þann 21. apríl næstkomandi. Eftir það mun ráðherra taka málið til skoðunar og taka endanlega afstöðu til þeirra gagna sem við munum skila af okkur,“ segir Ársæll. Kennarar og starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni. Segja starfsmenn í ályktun sem þeir sendu til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði mikilvægt að skólinn verði rekinn áfram sem sjálfstæð eining. Brýnt hagsmunamál starfsmanna og bæjaryfirvalda sé að skólinn verði áfram starfræktur með því námsframboði sem nú er og skora á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að verja skólann. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Unnið er nú að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að athuga hvort hagstætt sé að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskóla Íslands. Nefnd er að störfum sem vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af stöðunni. Starfandi skólameistari Iðnskólans, Þór Pálsson, var í lok janúar síðastliðins ráðinn sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist lítið vita um framgang málsins. „Við munum fylgjast eins vel með og hægt er og við höfum áhyggjur af stöðunni. Það er mikilvægt að iðnskóli verði áfram starfræktur í bænum og við munum vinna að því,“ segir Rósa. Nefndin sem vinnur að samruna skólanna er skipuð Ársæli Guðmundssyni, skólameistara Iðnskólans sem vinnur tímabundið í ráðuneyti menntamála, Jóni Stefánssyni, skólameistara Tækniskólans, Bolla Árnasyni, formanni stjórnar Tækniskólans, Bjarna Bjarnasyni, formanni skólanefndar Hafnarfjarðar, og Gísla Þór Magnússyni, yfirmanni fjármálasviðs í menntamálaráðuneytinu. Ársæll segir hans hagsmuni ekki ráða för í þeirri fýsileikakönnun sem nú er skoðuð. „Ég mun ekki standa í vegi fyrir því að þetta gerist. Það er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að skólameistarastaða Iðnskólans verði lögð niður ef af sameiningu verður,“ segir Ársæll. „Ég verð að hefja mig upp yfir eigin hag í þessari vinnu.“ Tækniskólinn er einkaskóli en Iðnskólinn í Hafnarfirði er ríkisskóli.Ársæll Guðmundsson Í leyfi sem skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði og vinnur tímabundið í menntamálaráðuneytinu.Ársæll segir þá stöðu ekki vera vandamál. Forskrift er til að sameiningu einkaskóla og ríkisskóla og það ferli er til í ráðuneytinu. „Það er líklegt að ríkisskólinn renni þá inn í einkaskólann,“ segir Ársæll. Forsaga málsins er að í lok febrúar á þessu ári óskaði stjórn Tækniskólans formlega eftir því að Iðnskólinn og Tækniskólinn sameinist. Skólarnir eru með sama námsframboðið og eru að mennta sömu námsbrautir og þar af leiðandi í samkeppni um ört fækkandi nemendur í verknámi. Í framhaldi af bréfi Tækniskólans var verkefnahópurinn myndaður og settur á til að kanna möguleikann á samruna skólanna. „Nefndin á að skila tillögum sínum til ráðherra þann 21. apríl næstkomandi. Eftir það mun ráðherra taka málið til skoðunar og taka endanlega afstöðu til þeirra gagna sem við munum skila af okkur,“ segir Ársæll. Kennarar og starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni. Segja starfsmenn í ályktun sem þeir sendu til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði mikilvægt að skólinn verði rekinn áfram sem sjálfstæð eining. Brýnt hagsmunamál starfsmanna og bæjaryfirvalda sé að skólinn verði áfram starfræktur með því námsframboði sem nú er og skora á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að verja skólann. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira