Tveir + einn í Salnum Magnús Guðmundsson skrifar 20. apríl 2015 13:15 Sif Margrét Tulinius fiðluleikari sækir ný verk til íslenskra tónskálda. Annað kvöld flytja Sif Margrét Tulinius fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari Sónötu í Es-dúr opus 12 no. 3 og Sónötu í A-dúr opus 30 no. 1 eftir Ludwig Van Beethoven og Sif frumflytur verkið Praesentia eftir Huga Guðmundsson. Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi kl. 19.30 með tónleikaspjalli Árna Heimis Ingólfssonar þar sem hann spjallar við tónskáld kvöldsins ásamt hugleiðingum um Beethoven. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Tveir+einn sem Sif og Anna Guðný standa fyrir. Á öllum þessum tónleikum flytja þær fiðlusónötur Beethovens auk þess sem Sif frumflytur verk fyrir einleiksfiðlu eftir íslenskt tónskáld. „Fyrstu tónleikarnir voru í haust og þá frumflutti ég verk eftir Atla Ingólfsson sem var ákaflega vel tekið en nú er komið að Huga. Okkur Önnu Guðnýju langaði til þess að taka fyrir svona bálk á borð við fiðlusónötur Beethovens sem spanna langt ferli og gefa góða og áhugaverða yfirsýn yfir stóran hluta af hans ferli. Það er ákveðin nálgun að blanda saman gömlu og nýju efni á tónleikum. Enda ágætt að hafa í huga að Beethoven var eitt sinn samtímatónskáld og það voru einhverjir sem pöntuðu verk frá honum. Núna er það ég sem panta verk frá íslenskum tónskáldum. Það er ákaflega gaman að kynnast því hvernig þeir vinna og fá að fara ofan í saumana á þeirra ferli. Það er líka skemmtilegt hvað það er mikil gróska í klassískri tónlist á Íslandi í dag og mikið af tónskáldum að gera flotta hluti. Ég hef líka verið að skora á tónskáldin að fullnýta hljóðfærið og láta reyna á mig í senn. Að auki þá felst mikil áskorun í því fyrir mörg tónskáld að skrifa einleiksverk. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt og ég tek eina tónleika í einu. Safna svo í þá næstu sem er líka heilmikil vinna og fikra mig svona áfram þar til við Anna Guðný verðum búnar að klára þessa fimm tónleika seríu.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Annað kvöld flytja Sif Margrét Tulinius fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari Sónötu í Es-dúr opus 12 no. 3 og Sónötu í A-dúr opus 30 no. 1 eftir Ludwig Van Beethoven og Sif frumflytur verkið Praesentia eftir Huga Guðmundsson. Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi kl. 19.30 með tónleikaspjalli Árna Heimis Ingólfssonar þar sem hann spjallar við tónskáld kvöldsins ásamt hugleiðingum um Beethoven. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Tveir+einn sem Sif og Anna Guðný standa fyrir. Á öllum þessum tónleikum flytja þær fiðlusónötur Beethovens auk þess sem Sif frumflytur verk fyrir einleiksfiðlu eftir íslenskt tónskáld. „Fyrstu tónleikarnir voru í haust og þá frumflutti ég verk eftir Atla Ingólfsson sem var ákaflega vel tekið en nú er komið að Huga. Okkur Önnu Guðnýju langaði til þess að taka fyrir svona bálk á borð við fiðlusónötur Beethovens sem spanna langt ferli og gefa góða og áhugaverða yfirsýn yfir stóran hluta af hans ferli. Það er ákveðin nálgun að blanda saman gömlu og nýju efni á tónleikum. Enda ágætt að hafa í huga að Beethoven var eitt sinn samtímatónskáld og það voru einhverjir sem pöntuðu verk frá honum. Núna er það ég sem panta verk frá íslenskum tónskáldum. Það er ákaflega gaman að kynnast því hvernig þeir vinna og fá að fara ofan í saumana á þeirra ferli. Það er líka skemmtilegt hvað það er mikil gróska í klassískri tónlist á Íslandi í dag og mikið af tónskáldum að gera flotta hluti. Ég hef líka verið að skora á tónskáldin að fullnýta hljóðfærið og láta reyna á mig í senn. Að auki þá felst mikil áskorun í því fyrir mörg tónskáld að skrifa einleiksverk. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt og ég tek eina tónleika í einu. Safna svo í þá næstu sem er líka heilmikil vinna og fikra mig svona áfram þar til við Anna Guðný verðum búnar að klára þessa fimm tónleika seríu.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira