Verkföll kunna að bitna á útflutningi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. apríl 2015 07:45 Verkföll gætu komið niður á útflutningstekjum. Fréttablaðið/Þorgeir Baldursson Í dag fóru 99 starfsmenn sem eiga aðild að Bandalagi háskólamanna í verkfall. Þessir starfsmenn lögðu niður störf hjá Fjársýslu ríkisins og hjá Matvælastofnun. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir að frekari verkfallsaðgerðir hafi ekki verið útilokaðar. „Þetta eru síðustu verkföllin sem tekin hefur verið ákvörðun um,“ segir Páll. „Menn eru byrjaðir að horfa í kring um sig. Hvar sé hentugt að beita aðgerðum til að skapa aukinn þrýsting. En við vonum að ekki þurfi að koma til þess.“ Deiluaðilar funda aftur hjá Ríkissáttasemjara seinni partinn í dag en Páll telur að ríkið þurfi að gera betur. „Okkur finnst að ríkið geti verið iðnara við að finna lausnir, sérstaklega þar sem ástandið er orðið fremur alvarlegt,“ segir Páll.Sjá einnig: Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Langvarandi verkfall starfsmanna hjá Matvælastofnun gæti komið til með að hafa alvarlegar afleiðingar á kjötframleiðslu og á inn- og útflutning á kjöt- og sjávarafurðum. Ef til verkfallsins kemur verður útgáfu heilbrigðisvottorða fyrir sjávarafurðir hætt vegna útflutnings til Rússlands, Ísraels, Kasakstans og fleiri ríkja. Útflutningsverðmæti makríls til Rússlands er um það bil þriðjungur af heildarútflutningsverðmæti makríls og því er ljóst að mikil verðmæti eru undir. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, segir að fyrst um sinn verði áhrifin ekki mikil. „Við erum í hléi á milli vertíða ef svo má segja,“ segir Bjarni. „En ef þetta drægist á langinn gæti þetta haft áhrif.“ Bjarni segir að sú vara sem flutt er til Rússlands sé ekki frosin og geti því geymst lengur. Hann vonast til að deilurnar leysist áður en makrílvertíð hefst. Þá hefur öll slátrun verið stöðvuð í dag vegna verkfallsins en Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að meira hafi verið slátrað í síðustu viku og núna um helgina heldur en vanalega til að mæta eftirspurn út vikuna. Þá má leiða líkur að því að ef verkfall starfsmanna Matvælastofnunar dregst á langinn verði minna um kjötvörur á hillum landsmanna. „Eftir næstu helgi gæti þetta farið að segja verulega til sín,“ segir Hörður. „Eftir um tvær vikur gætu skapast mikil þrengsli á búunum sem bitnar mikið á velferð dýranna.“ Atkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsins um verkfallsboðun lýkur á miðnætti í kvöld. Ef til verkfalls kemur verður fyrsta vinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fimmtudaginn 30. apríl. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að atkvæðagreiðslan gangi vel fyrir sig. „Kjörsókn hefur verið mismunandi eftir landshlutum og þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem er að kjósa,“ segir Drífa. „Við tökum eftir því að kjörsókn hjá þeim sem starfa í fiskvinnslu er töluvert betri en á öðrum stöðum.“ En Drífa segir að kjörsókn hafi tekið kipp eftir að fréttir af hækkuðum stjórnarlaunum stjórnarmanna í HB Granda komust í hámæli. Hún er ekki í vafa um að verkfallsboðunin verði samþykkt en þá munu um 10.000 manns ganga út af vinnustöðum þann 30. apríl. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Í dag fóru 99 starfsmenn sem eiga aðild að Bandalagi háskólamanna í verkfall. Þessir starfsmenn lögðu niður störf hjá Fjársýslu ríkisins og hjá Matvælastofnun. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir að frekari verkfallsaðgerðir hafi ekki verið útilokaðar. „Þetta eru síðustu verkföllin sem tekin hefur verið ákvörðun um,“ segir Páll. „Menn eru byrjaðir að horfa í kring um sig. Hvar sé hentugt að beita aðgerðum til að skapa aukinn þrýsting. En við vonum að ekki þurfi að koma til þess.“ Deiluaðilar funda aftur hjá Ríkissáttasemjara seinni partinn í dag en Páll telur að ríkið þurfi að gera betur. „Okkur finnst að ríkið geti verið iðnara við að finna lausnir, sérstaklega þar sem ástandið er orðið fremur alvarlegt,“ segir Páll.Sjá einnig: Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Langvarandi verkfall starfsmanna hjá Matvælastofnun gæti komið til með að hafa alvarlegar afleiðingar á kjötframleiðslu og á inn- og útflutning á kjöt- og sjávarafurðum. Ef til verkfallsins kemur verður útgáfu heilbrigðisvottorða fyrir sjávarafurðir hætt vegna útflutnings til Rússlands, Ísraels, Kasakstans og fleiri ríkja. Útflutningsverðmæti makríls til Rússlands er um það bil þriðjungur af heildarútflutningsverðmæti makríls og því er ljóst að mikil verðmæti eru undir. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, segir að fyrst um sinn verði áhrifin ekki mikil. „Við erum í hléi á milli vertíða ef svo má segja,“ segir Bjarni. „En ef þetta drægist á langinn gæti þetta haft áhrif.“ Bjarni segir að sú vara sem flutt er til Rússlands sé ekki frosin og geti því geymst lengur. Hann vonast til að deilurnar leysist áður en makrílvertíð hefst. Þá hefur öll slátrun verið stöðvuð í dag vegna verkfallsins en Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að meira hafi verið slátrað í síðustu viku og núna um helgina heldur en vanalega til að mæta eftirspurn út vikuna. Þá má leiða líkur að því að ef verkfall starfsmanna Matvælastofnunar dregst á langinn verði minna um kjötvörur á hillum landsmanna. „Eftir næstu helgi gæti þetta farið að segja verulega til sín,“ segir Hörður. „Eftir um tvær vikur gætu skapast mikil þrengsli á búunum sem bitnar mikið á velferð dýranna.“ Atkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsins um verkfallsboðun lýkur á miðnætti í kvöld. Ef til verkfalls kemur verður fyrsta vinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fimmtudaginn 30. apríl. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að atkvæðagreiðslan gangi vel fyrir sig. „Kjörsókn hefur verið mismunandi eftir landshlutum og þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem er að kjósa,“ segir Drífa. „Við tökum eftir því að kjörsókn hjá þeim sem starfa í fiskvinnslu er töluvert betri en á öðrum stöðum.“ En Drífa segir að kjörsókn hafi tekið kipp eftir að fréttir af hækkuðum stjórnarlaunum stjórnarmanna í HB Granda komust í hámæli. Hún er ekki í vafa um að verkfallsboðunin verði samþykkt en þá munu um 10.000 manns ganga út af vinnustöðum þann 30. apríl.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira