Ungt fólk bundið í báða skó í foreldrahúsum Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2015 20:06 Móðir sem á son á þrítugsaldri sem enn býr í heimahúsum með kærustu sinni segir algeran viðskilnað hafa átt sér stað á rúmum tveimur áratugum á milli fasteignaverðs og launa. Mikil hætta sé á að þjóðin missi ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn sé eins og vilta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Stór hluti ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu er bundið í báða skó í foreldrahúsum og getur ekki flutt að heiman. Það hefur hvorki efni á að leigja né kaupa. En búast má við að útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu sé á bilinu fjórar til sex milljónir króna. Ef afborganir námslána bætast síðan við gengur dæmið ekki upp. Margrét Kristmannsdóttir er ein fjölmargra foreldra sem skýtur skjólshúsi yfir son og kærustu á þrítugsaldri og spyr á bloggsíðu sinni: „Hvers vegna geta börnin okkar ekki flutt að heiman?“ Nú séu tímarnir aðrir en þegar hún og hennar maður keyptu sína fyrstu 75 fermetra íbúð árið 1991 þá nýkomin úr námi. „Þá reyndist það tiltölulega auðvelt og ég fór að velta fyrir mér hvernig væri staðan ef við værum í sömu sporum í dag? Ég reiknaði það út að við hefðum ekki getað keypt húsnæði í dag eins og okkur reyndist auðvelt árið 1991. Þannig að hér hefur orðið alger viðskilnaður á milli þróunar fasteignaverðs og launa,“ segir Margrét. Þegar þau hjónin hafi fest kaup á sinni fyrstu íbúð fyrir 24 árum hafi íbúðarverðið numið 35 prósentum af heildarárslaunum þeirra hjóna. „Í dag er þetta 100 prósent. Þannig að það er ekkert skrýtið þótt unga fólkið okkar komist ekki að heiman,“ segir hún.Þannig að það er verið að mismuna kynslóðunum?„Já, ég er að velta því fyrir mér hvort þessi hagsveifla, þessi betri tími sem allir eru að tala um, sé hugsanlega misskipt milli kynslóða og hvort við séum jafnvel að skilja unga fólkið okkar eftir í dag,“ segir Margrét. Hún segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af þessari stöðu því ungt fólk í dag sé mjög færanlegt. „Og það veltir bara fyrir sér hvar sé best að koma sér þaki yfir höfuðið, hvar séu bestu lífsgæðin. Það er ekkert að velta fyrir sér hvort það er í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Osló eða hvar sem er. Þannig að ef við ætlum að vera samkeppnishæf um unga fólkið okkar verðum við að fara að girða okkur í brók,“ segir Margrét. Það sé hins vegar lítið sem bendi til betri tíðar. „Öll húsnæðisfrumvörpin eru föst í nefndum, leigumarkaðurinn er eins og vilta vestrið, vextir fara hækkandi og verðbólguhorfur slæmar. Þannig að þetta er kannski ekki akkúrat svona staða sem unga fólkið okkar er að horfa yfir mjög björtum augum,“ segir Margrét. Það verði að grípa skjótt il aðgerða til að missa unga fólkið ekki úr landi. „Ég hef stundum sagt; það vantar að einhver eins og Jóhannes í Bónus eða Pálmi í Hagkaup komi inn á fasteignamarkaðinn. Vegna þess að ég held að það sé löngu tímabært að velta fyrir sér af hverju þróun fasteignaverðs hefur orðið svona miklu hærri en hækkun launa,“ segir Margrét Kristmannsdóttir. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Móðir sem á son á þrítugsaldri sem enn býr í heimahúsum með kærustu sinni segir algeran viðskilnað hafa átt sér stað á rúmum tveimur áratugum á milli fasteignaverðs og launa. Mikil hætta sé á að þjóðin missi ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn sé eins og vilta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Stór hluti ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu er bundið í báða skó í foreldrahúsum og getur ekki flutt að heiman. Það hefur hvorki efni á að leigja né kaupa. En búast má við að útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu sé á bilinu fjórar til sex milljónir króna. Ef afborganir námslána bætast síðan við gengur dæmið ekki upp. Margrét Kristmannsdóttir er ein fjölmargra foreldra sem skýtur skjólshúsi yfir son og kærustu á þrítugsaldri og spyr á bloggsíðu sinni: „Hvers vegna geta börnin okkar ekki flutt að heiman?“ Nú séu tímarnir aðrir en þegar hún og hennar maður keyptu sína fyrstu 75 fermetra íbúð árið 1991 þá nýkomin úr námi. „Þá reyndist það tiltölulega auðvelt og ég fór að velta fyrir mér hvernig væri staðan ef við værum í sömu sporum í dag? Ég reiknaði það út að við hefðum ekki getað keypt húsnæði í dag eins og okkur reyndist auðvelt árið 1991. Þannig að hér hefur orðið alger viðskilnaður á milli þróunar fasteignaverðs og launa,“ segir Margrét. Þegar þau hjónin hafi fest kaup á sinni fyrstu íbúð fyrir 24 árum hafi íbúðarverðið numið 35 prósentum af heildarárslaunum þeirra hjóna. „Í dag er þetta 100 prósent. Þannig að það er ekkert skrýtið þótt unga fólkið okkar komist ekki að heiman,“ segir hún.Þannig að það er verið að mismuna kynslóðunum?„Já, ég er að velta því fyrir mér hvort þessi hagsveifla, þessi betri tími sem allir eru að tala um, sé hugsanlega misskipt milli kynslóða og hvort við séum jafnvel að skilja unga fólkið okkar eftir í dag,“ segir Margrét. Hún segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af þessari stöðu því ungt fólk í dag sé mjög færanlegt. „Og það veltir bara fyrir sér hvar sé best að koma sér þaki yfir höfuðið, hvar séu bestu lífsgæðin. Það er ekkert að velta fyrir sér hvort það er í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Osló eða hvar sem er. Þannig að ef við ætlum að vera samkeppnishæf um unga fólkið okkar verðum við að fara að girða okkur í brók,“ segir Margrét. Það sé hins vegar lítið sem bendi til betri tíðar. „Öll húsnæðisfrumvörpin eru föst í nefndum, leigumarkaðurinn er eins og vilta vestrið, vextir fara hækkandi og verðbólguhorfur slæmar. Þannig að þetta er kannski ekki akkúrat svona staða sem unga fólkið okkar er að horfa yfir mjög björtum augum,“ segir Margrét. Það verði að grípa skjótt il aðgerða til að missa unga fólkið ekki úr landi. „Ég hef stundum sagt; það vantar að einhver eins og Jóhannes í Bónus eða Pálmi í Hagkaup komi inn á fasteignamarkaðinn. Vegna þess að ég held að það sé löngu tímabært að velta fyrir sér af hverju þróun fasteignaverðs hefur orðið svona miklu hærri en hækkun launa,“ segir Margrét Kristmannsdóttir.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira