Banaslys á Holtavörðuheiði: Ekið of hratt miðað við aðstæður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2015 11:06 Frá vettvangi slyssins í janúar í fyrra. Mynd úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa Ökumaður fólksbifreiðar sem lenti í hörðum árekstri á Holtavörðuheiði þann 12. janúar í fyrra ók of hratt miðað við aðstæður. Þá voru hjólbarðar að framan á bifreiðinni ósamstæðir. Þetta er meðal niðurstaðna Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem skilað hefur skýrslu vegna slyssins. Hámarkshraði á vegakaflanum er 90 km/klst en fólksbifreiðinnni var ekið á bilinu 70-80 km/klst samkvæmt útreikningum. Snjór var yfir veginum, fokið hafði í skafla og nokkuð hvass vindur. Bílnum, Toyota Corolla, var ekið í norðurátt og lenti í árekstri við MAN L2000 vörubíl sem ekið var í suðurátt. Er talið að ökumaður vörubílsins hafi ekið á 69 km/klst hraða en hraðinn hafi verið kominn niður í 30 km/klst þegar ökutækin skullu saman. Vörubílinn var rúmlega fjórum sinnum þyngri en fólksbifreiðin sem var ekið í gegnum skafl. Ökumaður missti stjórn á bílnum sem byrjaði í kjölfarið að rása til á veginum. Rann hún á hlið framan á vörubílinn sem reyndi að víkja til hægri og ók utan í vegrið. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, hinn átján ára gamli Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést í slysinu ásamt sextán ára gamalli kærustu. Bæði voru í bílbeltum. Eins og frægt er orðið voru líffæri Skarphéðins Andra gefin öðrum og fékk sextán ára drengur meðal annars hjarta hans. Varð líffæragjöfin til þess að vekja mikla umræðu um mikilvægi líffæragjafa hér á landi.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Banaslys í Norðurárdal Fólksbíll snerist á veginum og fór framan á stóran bíl í hestaflutningum með þeim afleiðingum að ung kona lést. Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans 12. janúar 2014 18:00 Alvarlegt umferðarslys í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti alvarlega slasaðan mann eftir umferðarslys í Borgarfirði nú eftir hádegi. 12. janúar 2014 14:15 Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Ökumaður fólksbifreiðar sem lenti í hörðum árekstri á Holtavörðuheiði þann 12. janúar í fyrra ók of hratt miðað við aðstæður. Þá voru hjólbarðar að framan á bifreiðinni ósamstæðir. Þetta er meðal niðurstaðna Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem skilað hefur skýrslu vegna slyssins. Hámarkshraði á vegakaflanum er 90 km/klst en fólksbifreiðinnni var ekið á bilinu 70-80 km/klst samkvæmt útreikningum. Snjór var yfir veginum, fokið hafði í skafla og nokkuð hvass vindur. Bílnum, Toyota Corolla, var ekið í norðurátt og lenti í árekstri við MAN L2000 vörubíl sem ekið var í suðurátt. Er talið að ökumaður vörubílsins hafi ekið á 69 km/klst hraða en hraðinn hafi verið kominn niður í 30 km/klst þegar ökutækin skullu saman. Vörubílinn var rúmlega fjórum sinnum þyngri en fólksbifreiðin sem var ekið í gegnum skafl. Ökumaður missti stjórn á bílnum sem byrjaði í kjölfarið að rása til á veginum. Rann hún á hlið framan á vörubílinn sem reyndi að víkja til hægri og ók utan í vegrið. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, hinn átján ára gamli Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést í slysinu ásamt sextán ára gamalli kærustu. Bæði voru í bílbeltum. Eins og frægt er orðið voru líffæri Skarphéðins Andra gefin öðrum og fékk sextán ára drengur meðal annars hjarta hans. Varð líffæragjöfin til þess að vekja mikla umræðu um mikilvægi líffæragjafa hér á landi.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Banaslys í Norðurárdal Fólksbíll snerist á veginum og fór framan á stóran bíl í hestaflutningum með þeim afleiðingum að ung kona lést. Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans 12. janúar 2014 18:00 Alvarlegt umferðarslys í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti alvarlega slasaðan mann eftir umferðarslys í Borgarfirði nú eftir hádegi. 12. janúar 2014 14:15 Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Banaslys í Norðurárdal Fólksbíll snerist á veginum og fór framan á stóran bíl í hestaflutningum með þeim afleiðingum að ung kona lést. Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans 12. janúar 2014 18:00
Alvarlegt umferðarslys í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti alvarlega slasaðan mann eftir umferðarslys í Borgarfirði nú eftir hádegi. 12. janúar 2014 14:15
Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05
"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29