Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. Alls rituðu 51.296 Íslendingar nafn sitt á listann, þar sem skorað er á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs, meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá.
Söfnunin er sú fjórða stærsta í sögunni og var hrundið af stað í kjölfar makrílfrumvarps sjávarútvegsráðherra hinn 1. maí síðastliðinn. Aðstandendur hennar segja áskorunina þó ekki beint gegn frumvarpinu sérstaklega, nauðsynlegt sé að setja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindum.
Ekki tókst að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok.
Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir

Tengdar fréttir

Makrílfrumvarpið ekki afgreitt á þessu þingi
Samkomulag um þinglok náðist í gær.

Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra
Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði.

50.000 hafa skrifað undir Þjóðareign
Undirskriftarsöfnunin er orðin sú fimmta stærsta í lýðveldissögunni.

Þjóðin vill en þingið ekki
Ef að líkum lætur munu forsetakosningar á næsta ári snúast um málskotsréttinn. Við þurfum greiða leið til að brúa gjár sem myndast milli þings og þjóðar. Sú leið má ekki ráðast af duttlungum.

Engin sátt um makrílfrumvarpið í atvinnuveganefnd
Ólíklegt að stjórn og stjórnarandstaða nái sátt um makrílfrumvarpið. Talsmenn undirskriftasöfnunar segja margt enn óskýrt í breytingatillögum.

Lítil fjölgun undirskrifta vegna Þjóðareignar
Innan við eitt þúsund manns hafa skrifað undir áskorunina undanfarna fimm daga. Dagana fimm á undan skrifuðu 30 þúsund undir.