Lífið

Svarthöfði fékk ekki að gefa blóð

Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar
Svarthöfði var sennilega ekki sáttur með að mega ekki gefa blóð, en fylgdist með sínum mönnum í staðinn.
Svarthöfði var sennilega ekki sáttur með að mega ekki gefa blóð, en fylgdist með sínum mönnum í staðinn. Vísir/Valli
Í gær 4.maí var alþjóðlegi Star Wars dagurinn haldinn hátíðlegur, en úti gengur hann undir nafninu May the fourth sem er vísan í Star Wars setninguna frægu: May the force be with you.

Aðdáendur myndanna halda upp á daginn um allan heim, og hér heima héldu meðlimir í félaginu 501 deildin, upp á daginn með því að fara í blóðbankann og gefa blóð.

„Okkur langaði til þess að gera eitthvað sérstakt. Vegna verkfalla í blóðbankanum þá vissum við að það vantaði blóð og því völdum við þetta,“ segir Tómas Árnason, Star Wars aðdáandi og einn aðstandenda viðburðarins.

Deildin dregur nafn sitt af herdeild Svarthöfða. „Við erum hluti af alþjóðlegri deild, en til þess að fá inngöngu þá verður þú að eiga búning sem tilheyrir vondu köllunum,“ segir Tómas.

Ekki fengu þó allir að gefa blóð þar sem Blóðbankinn tók ekki á móti nýjum blóðgjöfum í gær sökum verkfalls BHM. Á meðal þeirra sem ekki fengu að gefa var Svarthöfði sjálfur, sem sá þó til þess að undirmenn sínir gæfu blóð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.