Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Ásgeir Erlendsson skrifar 5. maí 2015 21:45 Þeim var ráðlagt af nokkurri sannfæringu að fara í fóstureyðingu þar sem læknar töldu líkur á að barnið þeirra væri með alvarlegan litningargalla. Þau fóru fram á frekari rannsóknir og þær sýndu fram á annað. Barnið fæddist og í dag eiga þau heilbrigða stúlku. Ísland í dag tók þau Guðbjörgu Hrefnu Árnadóttur og Einar Örn Adolfsson tali en þau segja erfitt að hugsa til þess að þau hefðu aldrei vitað, ef önnur ákvörðun hefði verið tekin, að barnið þeirra væri í raun heilbrigt.„Þetta var versti tími lífs míns“ Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu og Einar. Þau giftu sig í fyrra og stuttu síðar kom í ljós að Guðbjörg var barnshafandi. Gleðin sem því fylgdi tók óvænta stefnu þegar haldið var í tuttugu vikna sónar. „Þetta byrjaði á því að við fengum að vita að þetta væri stelpa, sem var yndislegt,“ segir Guðbjörg Hrefna. „En svo fór hann eitthvað að líta á skjáinn og þá sagði hann að það væri ekki alveg eins og það ætti að vera.“ Fæðingarlæknir var fenginn til og sagði hann að eitthvað mikið væri að fótum barnsins. Guðbjörg og Einar segja læknana hafa metið stöðuna sem svo að eitthvað meira lægi að baki og töldu miklar líkur á að um alvarlegan litningargalla væri að ræða. Ráðlögðu þeir hjónunum að framkalla fæðingu. „Vöðvarýrnunarsjúkdómur, SMA, var ein getgáta,“ segir Einar Örn. „Edwards-heilkenni, sem er líka eitthvað sem maður bara lætur ekki barn ganga í gegnum.“Þeir vildu, á þessum tímapunkti, að þið færuð í fóstureyðingu?„Já,“ segir Einar. „Þá hefði hún bara þurft að ganga í gegnum fæðingu, jarðarför og alltsaman.“ „Ég grét allan daginn, ég svaf ekkert,“ segir Guðbjörg um þá erfiðu daga sem fylgdu í kjölfarið. „Ég bara grét og grét. Þetta var versti tími lífs míns.“Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag.Vísir/Stöð 2Anja Mist kom sextán vikum of fljótt Hjónin vildu að frekari rannsóknir færu fram áður en svo stór ákvörðun væri tekin. Þau fengu að fara í legvatnsstungu, sem leiddi í ljós að barnið þjáðist af hvorki SMA né Edwards-heilkenni. „Ég var inni á klósetti og Einar hringdi í mig,“ segir Guðbjörg. „Ég var með systur Einars og ég hágrét og við hágrétum saman af gleði. Þetta var yndislegt.“ En þar með var ekki öll sagan sögð. Litla stúlkan fæddist sextán viknum fyrir tímann og var í bráðri lífshættu vegna þess hve snemma hún kom í heiminn. Dvölin á vökudeildinni var því löng. Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag. Hún þarf þó að vera með spelkur fyrst um sinn. Innslagið um Önju í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Þeim var ráðlagt af nokkurri sannfæringu að fara í fóstureyðingu þar sem læknar töldu líkur á að barnið þeirra væri með alvarlegan litningargalla. Þau fóru fram á frekari rannsóknir og þær sýndu fram á annað. Barnið fæddist og í dag eiga þau heilbrigða stúlku. Ísland í dag tók þau Guðbjörgu Hrefnu Árnadóttur og Einar Örn Adolfsson tali en þau segja erfitt að hugsa til þess að þau hefðu aldrei vitað, ef önnur ákvörðun hefði verið tekin, að barnið þeirra væri í raun heilbrigt.„Þetta var versti tími lífs míns“ Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu og Einar. Þau giftu sig í fyrra og stuttu síðar kom í ljós að Guðbjörg var barnshafandi. Gleðin sem því fylgdi tók óvænta stefnu þegar haldið var í tuttugu vikna sónar. „Þetta byrjaði á því að við fengum að vita að þetta væri stelpa, sem var yndislegt,“ segir Guðbjörg Hrefna. „En svo fór hann eitthvað að líta á skjáinn og þá sagði hann að það væri ekki alveg eins og það ætti að vera.“ Fæðingarlæknir var fenginn til og sagði hann að eitthvað mikið væri að fótum barnsins. Guðbjörg og Einar segja læknana hafa metið stöðuna sem svo að eitthvað meira lægi að baki og töldu miklar líkur á að um alvarlegan litningargalla væri að ræða. Ráðlögðu þeir hjónunum að framkalla fæðingu. „Vöðvarýrnunarsjúkdómur, SMA, var ein getgáta,“ segir Einar Örn. „Edwards-heilkenni, sem er líka eitthvað sem maður bara lætur ekki barn ganga í gegnum.“Þeir vildu, á þessum tímapunkti, að þið færuð í fóstureyðingu?„Já,“ segir Einar. „Þá hefði hún bara þurft að ganga í gegnum fæðingu, jarðarför og alltsaman.“ „Ég grét allan daginn, ég svaf ekkert,“ segir Guðbjörg um þá erfiðu daga sem fylgdu í kjölfarið. „Ég bara grét og grét. Þetta var versti tími lífs míns.“Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag.Vísir/Stöð 2Anja Mist kom sextán vikum of fljótt Hjónin vildu að frekari rannsóknir færu fram áður en svo stór ákvörðun væri tekin. Þau fengu að fara í legvatnsstungu, sem leiddi í ljós að barnið þjáðist af hvorki SMA né Edwards-heilkenni. „Ég var inni á klósetti og Einar hringdi í mig,“ segir Guðbjörg. „Ég var með systur Einars og ég hágrét og við hágrétum saman af gleði. Þetta var yndislegt.“ En þar með var ekki öll sagan sögð. Litla stúlkan fæddist sextán viknum fyrir tímann og var í bráðri lífshættu vegna þess hve snemma hún kom í heiminn. Dvölin á vökudeildinni var því löng. Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag. Hún þarf þó að vera með spelkur fyrst um sinn. Innslagið um Önju í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira