Í símaskránni er meðal annars að finna fræðslukafla sem inniheldur algengustu tákn á táknmáli auk ýmissa táknmálstákna víðs vegar í skránni.
Tvíburar á mismunandi aldri prýða þrjár útgáfur af forsíðu símaskrárinnar og á að endurspegla tvenndina í símanúmerinu 1818 sem tók formlega við af 118 nú í byrjun maí.

Á landsbyggðinni verður hægt að nálgast Símaskrána frá og með morgundeginum á afgreiðslustöðvum Póstsins, í verslunum Símans, Vodafone og Tals á Akureyri, Skrifstofu Já Iðavöllum 12a í Reykjanesbæ og verslunum Nettó á Akureyri, Egilsstöðum, Borgarnesi og Selfossi.
Símaskráin er að fullu endurvinnanleg og hægt er að skila henni í grenndargáma, á endurvinnslustöðvar eða setja hana í bláu tunnuna.