Þættirnir segja frá líkfundi í íslenskum bæ í þann mund sem óveður skellur og lamar allar samgöngur. Það gerir það að verkum að íbúarnir eru veðurtepptir í bænum á meðan rannsóknin stendur yfir.
Kostnaður við framleiðslu þáttanna er talinn nema um milljón en mikil leynd lá yfir handritinu. Enginn leikaranna fékk að sjá það í heild sinni og fékk enginn að vita um framvindu sögunnar fyrr en á hárréttu augnabliki.
Hægt er að horfa á stikluna hér að neðan.